Litla húsið – stofa og svefnherbergi…

…við erum komin ansi langt með þetta – en áður en allt verður huggó – þá er það fyrst svona…090-www.skreytumhus.is-082

…og síðan, svona – ahhhhhh!

091-www.skreytumhus.is-083

…eins og áður sagði þá er sami liturinn á veggnum inni í svefnherbergi,eins og í eldhúsinu – hinn “gamli góði” SkreytumHús-litur.  Sem er svona fallega brúngrár á litinn…

165-www.skreytumhus.is-060

…að öðru leiti er herbergið bara með húsgögnunum sem mamma og pabbi áttu fyrir…

095-www.skreytumhus.is-087

…fyrir utan rúmteppið og þennan fallega “Home sweet home”-renning sem ég fann í Rúmfó á Korputorgi…

168-www.skreytumhus.is-063

…og þá þarf auðvitað púða með – nema hvað fyrir púðaóðu konuna…

169-www.skreytumhus.is-064

…það sniðuga við SH-litinn er að maður getur notað bæði brúna eða gráa tóna við hann.  Ég er t.d. með dökkgráar gardínur við hann sem ganga alveg, en þarna hjá foreldrum mínum notaði ég drapplitaðar Vivan gardínur frá Ikea.  Báðar smellpassa við litinn – sniðugt…

209-www.skreytumhus.is-102

…kózý og notó…

170-www.skreytumhus.is-065

…sjónvarpsrýmið varð til þegar við tókum í burtu hurð og stækkuðum hurðargatið. Það breytti mjög miklu…

3-Skreytumhus.is fyrir og eftir-002

…skenkurinn fékk pláss til þess að njóta sín vel…

152-www.skreytumhus.is-047

…og svo er sófinn sem var í sjónvarpsrýminu þeirra fínn þarna inn.  Herbergið er reyndar ekki alveg tilbúið sem útskýrir myndaleysið þar inni…

153-www.skreytumhus.is-048

…skemmtileg saga – í glugganum stendur þessi hérna stytta.  Þegar afi minn blessaður dó, þá keyptu mamma og pabbi styttu handa ömmu sem var með litlu barni sem lá í stórri hendi.  Hét í hönd Guðs eða eitthvað álíka.  Á hana settu þau síðan lítinn gullplatta sem á stóð: Afaminning.

Amma mín blessuð, hún fór nú bara og skipti styttunni og lét setja plattann á þessa í staðinn.  Ég tek því þannig að hennar afaminning hafi verið bara góð sko 😉 hohoho….

190-www.skreytumhus.is-085

…og hér er svona sjónvarhornið úr sófanum og fram á gang…

191-www.skreytumhus.is-086

…svo er það stofan, en stæðsta breytingin er auðvitað bara að loftið var málað – það birti svo til og lofthæðin fékk að njóta sín fullnustu…

092-www.skreytumhus.is-084

…það voru reyndar mjög þung gluggatjöld fyrir…

014-www.skreytumhus.is-013

…og bara það að leyfa birtunni að flæða inn, það skipti alveg sköpum.  Eins sjáið þið að áður var parketið lagt þversum, en núna langsum, og þá breytist líka hvernig birtan rennur eftir gólfinu.  Eins gerði það mikið að taka gardínustöngina yfir allann vegginn, það gaf rýminu karakter og gerir manni líka kleyft að leika sér með gardínur og annað skraut…

180-www.skreytumhus.is-075

…hér sést betur hvernig gólfið liggur…

093-www.skreytumhus.is-085

…eins sést hér hvað gardínustöngin er líka fín með sófasettinu sem er svona dökkt…
105-www.skreytumhus.is

…ekki satt?

106-www.skreytumhus.is-001 …nú og svo er gömlu útsaumuðu stólarnir að fá að njóta sín í glugga skotinu…
171-www.skreytumhus.is-066

…og auðvitað gamli fallegi skápurinn hennar ömmu…

172-www.skreytumhus.is-067

…eins og áður sagði þá finnst mér líka gaman að sýna ykkur aðeins öðruvísi heimili en við erum “vön” að sjá…

173-www.skreytumhus.is-068

…þetta eru bara þeirra hlutir, þeirra húsgögn og ekkert nýtt…

174-www.skreytumhus.is-069

…en bara reynt að raða hlutunum fallega saman þannig að þeir myndi heild…

175-www.skreytumhus.is-070

…og örugglega mörg heimili þar sem sumir af þessum klassíkerum finnast…

176-www.skreytumhus.is-071

…þó verður líka að viðurkennast að  málverkin setja mikinn svip á rýmin, og öll rými verða svona meira “massíf” eða “fínni” við það að vera með falleg málverk á veggjum…

177-www.skreytumhus.is-072

…en svona er þetta, hér má lesa um málningu á loftum og veggjum, og eins og sést aðeins á þessari mynd, þá er veggjaliturinn mikið hlýrri hvítur…
181-www.skreytumhus.is-076

…og svo eru það litlu hlutirnir – alveg frá kristöllum sem hanga í greinunum…

182-www.skreytumhus.is-077

…yfir í kertaljósið og kósýheitin…

183-www.skreytumhus.is-078

…með öllum styttunum og öllu því sem gerir heimili að heimili.  Sér í lagi fyrir mig, þegar ég horfi á hlutina sem foreldrar mínir eiga, þá er minning tengd hverjum hlut.  Stelpan með dúfuna-styttan frá Deddu minni til hennar mömmu…
187-www.skreytumhus.is-082

…parið sem stóð alltaf innst í sparistofunni í bernsku…

188-www.skreytumhus.is-083

…og yfir í þær stóru sem mamma bara stóðst ekki – hún er mikil styttukona þessi elska…

189-www.skreytumhus.is-084

…og munurinn frá fyrir-myndinni…

013-www.skreytumhus.is-012

…vona í það minnsta að þið hafið haft gaman að sjá þetta ferli.  Síðan ætla ég að blikka hana mömmu að leyfa ykkur að sjá þegar ég er búin að hjálpa henni að jólaskreyta fyrir jólin…

107-www.skreytumhus.is-002

…annars segi ég bara góða helgi og takk fyrir frábæra viku ♥
185-www.skreytumhus.is-080
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “Litla húsið – stofa og svefnherbergi…

  1. Kolbrún
    12.08.2016 at 17:03

    vá þið hafið sko náð að poppa þetta vel upp með gömlu mununum sem er æði.
    Og þessar ömmur geta nú leynt á sér ha ha

  2. eva
    12.08.2016 at 20:43

    frábær breyting, greinilegt að svona ömmulegar konur eins og ég geta komist langt með aðstoð frá yfirskreyti 🙂

  3. Bjarney
    13.08.2016 at 01:19

    Vá hvað þetta er fallegt hjá ykkur.

  4. Margrét Helga
    15.08.2016 at 10:04

    Glæsilegt!! 🙂 Get trúað því að þau séu ánægð með nýju híbýlin!! 🙂

  5. Halla Dröfn
    15.08.2016 at 13:12

    Ofsalega fallegt heimili sem foreldrar þínir eiga. Ég er mas búin að vera sýna manninum mínum þessar myndir til að sýna manninum mínum hvað það birtir til þegar viðarliturinn hverfur úr loftunum 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *