Litla húsið – fyrir og eftir…

…eins og ég sagði ykkur í þessum pósti (smella) þá er þetta sumarið sem að við systkinin “fluttum foreldra okkar”.  Það er að segja, að þar sem þau eru bæði orðin fullorðin þá þurftu þau mikla aðstoð í að standa í þessu ferli – og hefðu örugglega ekki farið í þetta ef þau hefðu ekki haft þá vissu að við værum öll saman í þessu.

1489091_10204910372332400_9215109048043207566_n

…og þá er nú heppilegt að vera í stórum systkinahóp og standa að þessu saman…

10557724_10203921283525798_8997071473613925449_o

…þetta byrjaði reyndar sakleysislega – þið vitið hérna í denn…

1521736_10202264563948844_572391964_n

…en famelían hefur víst stækkað og stækkað og stækkað og við erum endalaust heppin með allt yndislega fólkið okkar – bæði sem við höfum verið að bæta við með giftingum og þess háttar, og auðvitað allir æðislegu afleggjarnir sem hafa orðið til og bæst í hópinn…

1727_1076016293968_7132_n

…pabbi alsæll með kvennafansinn sinn…

18841_1295157212354_2559748_n

…og svo bættust við litlir drengir í restina…

539511_4117793136488_2145774063_n

…og hópurinn hefur stækkað töluvert síðan þarna (æji, elsku Raffinn okkar ♥)…

701955_4744775090645_1556247290_o

…en heyrðu já – ég var víst að ræða um flutninga. Afsakið mig!

Eins og áður sagði:
“Mamma mín og pabbi eru bæði orðin fullorðin (rétt undir og rétt yfir áttrætt) og þau voru að fjárfesta í litlu raðhúsi fyrir eldri borgara.  Sem er á jarðhæð, sem er mikill kostur þar sem pabbi blessaður gengur við hækju og þurfti áður að koma sér upp á aðra hæð. Núna geta þau gengið beint inn sem er hreint frábært og við vorum öll mjög svo fegin systkinin að geta aðstoðað þau við þetta allt saman.”

Hér koma því fyrir myndirnar – við ákváðum sem sé að stækka hurðaropið inn í sjónvarpsherbergið…

010-www.skreytumhus.is-009

…eitt af því sem var strax ákveðið var að mála loftið og fjarlægja þennan vegg sem þið eruð að horfa beint á…

009-www.skreytumhus.is-008

…eldhúsið var mjög lítið og mjög dimmt, og því var líka ákveðið að taka það í burtu…

011-www.skreytumhus.is-010

…synd að segja að húsbandið sé ekki í þungum þönkum yfir þessu öllu saman…

012-www.skreytumhus.is-011

…meðan að þessi litli maður er meira svona “víííííí spennó-týpan” – svona eins og mamma sín…

013-www.skreytumhus.is-012

…fallegir gluggar…

014-www.skreytumhus.is-013

…verðandi hjónaherbergi…

016-www.skreytumhus.is-015

…baðherbergi komið að þreytumörkum…

017-www.skreytumhus.is-016

…því var farið í framkvæmdir og pælingar og skoðanir og meira…

030-www.skreytumhus.is-029

…loftið málað – stóóóóór munur…

051-www.skreytumhus.is-043

…og frábær “nýting” á öllum þessum afleggjurum, allir leggjast á eitt að hjálpa ömmu og afa…

067-www.skreytumhus.is-059

…hér koma svo eftir myndir, og síðar í vikunni – nánari myndir og póstar um ferlið 🙂

03-www.skreytumhus.is-008

…eldhúsið er svo opið, bjart og fallegt – þó ég segi sjálf frá, og ég verð að segja að foreldrasettið mitt elskulega er svo ánægt með það…

195-www.skreytumhus.is-090

…við nefnilega fluttum þau á fimmtudegi og föstudegi, “bönnuðum” þeim að koma í nýja húsið fyrr en á laugardegi – og þá var búið að koma öllu fyrir og þau gengu inn í fullbúið hús nánast.  Áttum bara eftir að fínísera smávegis.  Þetta var svakalega mikil vinna og ég held að ég hafi nánast verið þarna í 20 klst lotu í restina.  En þetta var yndislega skemmtilegt að sjá svipinn á þeim – og jú, það voru tár…

144-www.skreytumhus.is-039

…stofan er líka svo björt – og svo fallegt þegar það er svona hátt til lofts…

178-www.skreytumhus.is-073

…birtan flæðir inn eftir gólfinu og beint inn í eldhúsið…

180-www.skreytumhus.is-075

…svefnherbergið…

095-www.skreytumhus.is-087

…og loks baðið!

136-www.skreytumhus.is-031

Hlakka til að sýna ykkur meira á næstunni – öll smáatriðin og best að setja allar samanburðarmyndirnar hérna í bunu…

1-Skreytumhus.is fyrir og eftir 2-Skreytumhus.is fyrir og eftir-001 3-Skreytumhus.is fyrir og eftir-002 4-Skreytumhus.is fyrir og eftir-003 5-Skreytumhus.is fyrir og eftir-004 6-Skreytumhus.is fyrir og eftir-005 7-Skreytumhus.is fyrir og eftir-006

…sjáið þið bara hvað litla Gunna og litli Jón eru sæt í nýja húsinu sínu ♥

101-www.skreytumhus.is-093

…og svo persónulega, þá langar mig að vera meira væmin en venjulega.

Ég ætla ekki að halda því fram að það hafi verið auðvelt að gera þetta, sérstaklega þegar að þessi veikindi voru í fjölskyldunni og þetta var bara í raun erfitt fyrir mömmu og pabba að standa í þessari óvissu og “veseni” sem að fylgir svona flutningum.

En núna, þegar þetta er yfirstaðið, þá eru þau alveg ótrúlega hamingjusöm með heimilið sitt og mamma sagði að henni þætti hún aldrei hafa átt fallegra hús.

Þetta er mér ótrúlega dýrmætt því að ég sjálf fékk allan minn áhuga á heimilisfegrun í gegnum foreldra mína. Mamma sem að breytti og skreytti, og pabbi sem að skapaði listaverkin sín á striganum í garðstofunni heima.

102-www.skreytumhus.is-094

Maður veit vel að enginn er gallalaus í þessum heimi, og við getum bara gert okkar besta og innstillt börnunum okkar það sem okkur var sjálfum kennt.  Ég veit það bara að ást mín á foreldrum mínum er skilyrðislaus og vá hvað ég er þakklát fyrir að hafa geta gert þetta fyrir þau.  Að geta hjálpað þeim að gera hlut sem vonandi auðveldar þeim lífið og tilveruna.  Systkini mín og systkinabörn sem að allir lögðust á eitt, og svo auðvitað elsku húsbandið mitt sem að hjálpaði, hjálpaði og hjálpaði.  Hann er ótrúlegur!

Það er náttúrulega ekki skrítið að hann sé svona frábær þegar hann á sína yndislegu foreldra, og elsku tengdapabbi sem mætti og lagði með honum parketið á allt húsið ♥

Besti tengdapabbi í heimi? Já! og besta tengdamamman? Já líka, hún passaði alveg endalaust fyrir okkur á meðan á þessu stóð.

10454247_10204417616980885_5331634502431409870_o

Væmni lokið og meira á næstunni, spennt fyrir því?
220-www.skreytumhus.is-113

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

41 comments for “Litla húsið – fyrir og eftir…

  1. Berglind
    02.08.2016 at 08:10

    Hæhæ
    Æðislegar breytingar! Langar að forvitnast um loftið, er að flytja í hús með eins lofti og langaði einmitt að mála það hvítt. Var þetta mikil vinna, hvaða málningu notuðuð þið og hversu margar umferðir þurftuð þið að fara?
    Og hvaða litur er á veggnum í eldhúsinu?

    • Anonymous
      02.08.2016 at 09:22

      Sama hér, væri til í að heyra 🙂

    • Rebekka
      02.08.2016 at 12:40

      Hæ, æðislegt breyting . Ég er líka til í að forvittnast með loftið 🙂

  2. Halla
    02.08.2016 at 08:19

    Æðislegar breytingar!! Þetta eru uppáhalds póstarnir mínir😁

  3. Anna Sigga
    02.08.2016 at 08:38

    Vá hvað þetta er æðislegt ! Ég veit hvert ég leita næst þegar ég flyt (það er stóri draumurinn) 😀 😀

    Til hamingju með þetta !

  4. Hrönn
    02.08.2016 at 08:46

    Þetta er mjög flott hjá ykkur 😀 það er svo gaman að geta glatt :* en langar að spyrjast fyrir um loftið þar sem það er eins hjá mér, hvað þurftuð þið að mála margar umferðir yfir til að þekja ?

  5. Eva K Benjamínsd
    02.08.2016 at 08:49

    Vááá þetta er stórkostlegt.
    Myndi segja að þetta kallist að breyta húsi í höll.. sótkostlegt alveg.
    Gaman að sjá líka hvað gömlu hjónin eru sæl með þetta allt saman 😊

  6. Oddný
    02.08.2016 at 08:53

    Vávává!!!! Þetta er æðislegt!

  7. Sigrún
    02.08.2016 at 08:58

    WOW.. þetta eru frábærar breytingar og þið greinilega frábær, vel gerð og hugulsöm, já það er svo gaman að geta glatt aðra og takk fyrir að leyfa okkur að sjá meistaraverkin.. íbúðina og fjölskyldu 🙂

  8. Sunna Líf
    02.08.2016 at 08:59

    Sæl þetta er alveg yndislegt! En mig langaði til að forvitnast hvar þú færð kertastjakana sem eru í eldhúsinu á eyjunni ?

  9. Baddý
    02.08.2016 at 09:11

    Vá þetta er stórkostlegt, vá hvað það er gaman að þessum pósti, hlakka til að sjá meira af þessu, ætla svo sannarlega að kíkja í kaffi fljótlega til mömmu þinnar, Takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂

  10. Kolbrún
    02.08.2016 at 09:21

    Vá þvílík breyting á húsi og þau heppin að hafa svona margar hjálpahendur.

  11. Margrét
    02.08.2016 at 09:52

    Þetta er stórglæsilegt 🙂 Til hamingju þeim á örugglega eftir að líða vel þarna 🙂

  12. Anonymous
    02.08.2016 at 10:08

    Frábærar breytingar og fallega gert af ykkur að gera þetta fyrir þau ❤️

  13. Margrét Milla
    02.08.2016 at 10:11

    Dásamleg, foreldrar þínir greinilega að uppskera eins og þau sáðu. Þið eruð snillingar.

  14. Guđbjörg Valdís
    02.08.2016 at 10:36

    Dásamlegt, svo fallegt!!! Ég fékk smá ryk í augun 😉

  15. Anonymous
    02.08.2016 at 10:39

    Algjörlega geggjað. Eldhúsið mega flott.

  16. Rósa Ragúels
    02.08.2016 at 11:00

    Glæsilegt allt saman, þið eruð ótrúleg.

  17. Guðrún Halla
    02.08.2016 at 11:04

    Vá hvað þetta er flott! Stórkostlegar breytingar, sérstaklega á eldhúsi og baði, segi bara aftur VÁ!!

  18. Anonymous
    02.08.2016 at 11:52

    Þvilik fegurð þið eruð heppin með hvort annað öll saman😀😀 yndislegt hús

  19. Elva Björk Sigurðardóttir
    02.08.2016 at 12:01

    Vá vá vá…..þetta er æðisleg breyting:) Gaman svona persónulegri póstar og að sjá aðá öll stórfjölskyldan hjálpðist að með þetta allt saman. Líka gaman að sjá að Jökull er bróðir þinn..hehe:) vissi það ekki:)) En allt í allt þá eru þau svo sannarlega heppin að eiga ykkur að<3

  20. Helena
    02.08.2016 at 13:12

    Glæsilegt! Mikið eru foreldrar þínir heppin með ykkur, stórt knús 🙂

  21. Anna
    02.08.2016 at 15:17

    Svakalega flottar breytingar og svo skemmtilega Dossulegt allt saman 🙂

  22. Rannvei Ása
    02.08.2016 at 17:07

    Stórkostlegt … punktur ❤

  23. Inga
    02.08.2016 at 17:37

    Með því fallegra sem maður sér þá meina ég allan kærleikan og hlýjuna gagnvart sínum nánustu. Húsið stórkostlegt eftir ábyggilega mikla vinnu. Til hamingju með allt saman <3

  24. Margrét Helga
    02.08.2016 at 18:21

    Vá!! Engin smá breyting!! Mikið óskaplega held ég að foreldrar ykkar séu stolt og ánægð að hafa eignast og alið upp svona frábæran hóp af börnum sem eru bæði góð og hjálpsöm, tala nú ekki um makana sem leggja sitt af mörkum. 🙂

    Knús í hús!!

  25. Guðbjörg Jakobsdóttir
    02.08.2016 at 20:17

    Svo flott hjá ykkur👍

  26. Arndís
    02.08.2016 at 20:32

    Mikið er þetta fallegt! Innilega til hamingju með nýja heimili foreldranna, skil vel að þau séu ánægð og stolt!

  27. Ása Hauksdóttir
    02.08.2016 at 21:19

    Frábært hjá ykkur. Þekki svona framtak, ég og systkini mín tókum eitt sinn íbúðina hennar mömmu okkar í gegn meðan fór til útlanda. Hún hafði oft látið sig dreyma um “makeover” en hafði ekki efni á því né getu til að gera það. Þú ert náttúrulega snillingur þegar kemur að fegrun heimilisins og gefur manni mikinn innblástur.

  28. Friðrikka
    02.08.2016 at 21:43

    Ótrúlega vel heppnað hjá ykkur. Mig langar líka að forvitnadt um loftið, hvaða málning var notuð, hversu margar umferðir voru farnar og settu þið lista í kverkina ?

  29. Nína Midjord Erlendsdóttir
    02.08.2016 at 22:21

    Hæ mig langar bara að segja að mér finnst þetta frábært hjá ykkur. Fallegar breytingar og mjög smekklegt hjá ykkur. Svona mættu aðrir taka sér til fyrirmyndar.Vel gert 🙂

  30. Karen
    02.08.2016 at 22:29

    Frábært make-over, alltaf skemmtilegustupóstarnir. Mig langar að forvitnast, hvaðan er parketið?

  31. Elva
    02.08.2016 at 23:06

    Yndislegar breytingar😀Þau eru sannarlega heppinn og eg er viss um a þau eiga þetta allt svo skilið a eiga góðar stundir a efri árum 👍

  32. Heiðdís Sigursteinsdóttir
    03.08.2016 at 00:14

    Váááá stórkostlegar breytingar og til hamingju öll saman 🙂 😉

  33. Anonymous
    03.08.2016 at 10:51

    Frábærar breytingar fyrir snilldarfólk, gullfallegt – þið eruð ótrúleg að hafa staðið í þessu – well done Dossa og fjölskylda (“,) ❤️

  34. Lína Hildur Jóhannsdóttir
    03.08.2016 at 22:59

    Afhverju er bara hægt að setja eitt like, vildi svo gjarnan setja fleiri. Frábært framtak hjá ykkur og útkoman stórkostleg. Gaman að fá að fylgjast með.

  35. Laufey
    05.08.2016 at 21:17

    Frábært – ég er í sambærilegum hugleiðingum, hvaðan tókuð þið parket og hvað heitir það ? 🙂

  36. Anonymous
    08.08.2016 at 15:36

    Dásamlegt🤗
    Hlakka til að lesa lofta-panil málingarskverningar pistill
    👏👌

  37. Lexí
    27.04.2017 at 15:34

    vá hvað þetta var yndisleg lesning og myndir. Mikið rosalega ertu rík Soffía af ástvinum.
    og foreldrar þínir heppnir að eiga ykkur að – heimilið er algert listaverk. yndisleg breyting – og flott uppsetning á fallegum hlutum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *