Sitt lítið af hverju…

…hvað er að gerast þessa dagana?

Tjaaaa….hundurinn Stormur er að fara út hárum, af slíktum ógnarkrafti að ég tel næsta víst að ég eigi hárlausan hund í lok sumars…

IMG_0844

…en örvæntið eigi!  Ég tók mig til og kembdi hundsdýrið og úr varð “annar hundur” 🙂

IMG_0839

Um daginn fagnaði SkreytumHúsKonan afmæli sínu, alveg hreint glænýr tugur og er því næsta víst að ég er eldri en ég hef nokku sinni verið…

IMG_0861

…við áttum þó bara rólegan dag, fékk falleg blóm frá yndislegum vinum…

IMG_0889

…ef svona gleður ekki hvað gerir það þá?

IMG_0890

…dásamlegt hálsmen frá fallega fólkinu mínu…

IMG_0891

…og dásemdarmynd frá öðrum yndislegum vinum – lánsöm er ég…

IMG_1002

…við fórum síðan í smávegis bíltúr, eignuðumst nýja “vini”…

IMG_0893

…skelltum í smá myndir og fórum svo út að borða…

IMG_0901

…sem sé rólyndisdagur.  Ég kom síðan við hjá foreldrum mínum og færði þeim rósir, svona í tilefni þess að þau voru svo dugleg að eignast mig.  Svo fórum við heim og tengdaforeldranir komu til þess að knúsa mig.  Þegar setið var við eldhúsborðið í almennu spjalli upphófst mikill hávaði og bílaflautur og söngur ómaði um Álftanesið.

Þar var því mætt, nánast í heild sinni – stóra “ítalska” famelían mín, sem var mætt með desert og faðmlög og meððí.

Ég hefði ugglaust tekið myndir ef ég hefði ekki verið upptekin að brynna músum og faðma allt þetta yndislega fólk sem ég er svo lánsöm að tilheyra.

Það er fátt eitt sem hefði getað glatt mig meira þennan dag en bara að fá alla og knúsa þá svona í spað.

p.s. ég er alls ekki svona smávaxin sko, beygði mig bara svolítið mikið

1-2016-07-20-224156

…og um kvöldið skein sumarsólin síðustu geisla dagsins yfir nesið mitt fallega…

IMG_0915

…og sýndi síðan allar sínar lystir í sólarlaginu fallega…

IMG_0922

…þegar ég vaknaði svo morguninn eftir – þá var þetta útsýnið sem við mér blasti.

Ég verð því bara að stoppa við enn einu sinni og þakka fyrir þá lánsemi sem ég bý við – það er endalaus fjársjóður í fólkinu manns, og í litlu stundunum, eins og bara sólarlaginu eða morgunbrosinu…

IMG_0929

…eða þegar að blómin blómstra af þvílíkum krafti…

IMG_0994

…krafti og fegurð!

IMG_0995

…sjáið þetta bara!

IMG_0996

Svo að lokum var það GóðaHirðis-ferðin sem ég sýndi ykkur í gær, en þar fann ég þennan hérna…

IMG_0980

…hann fékk að koma með mér heim, því að fyrir átti ég þennan hérna.  Líka fundur úr þeim Góða…

IMG_1007

…og sjáið bara hversu fagrir þeir eru saman!

IMG_1012

Ég er þá vonandi orðin eldri og vitrari, og í það minnsta sé ég það alltaf betur og betur, að það er ekkert mikilvægara í lífinu en fólkið sem við söfnum í kringum okkur, hvort sem það er fjölskyldan eða vinirnir. Ég er endalaust þakklát fyrir ástina og umhyggjuna sem streymir frá ykkur öllum  ♥

Takk fyrir mig!

IMG_0999 ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Sitt lítið af hverju…

  1. Margrét Helga
    26.07.2016 at 10:20

    Kannast við svona hárlosunarhunda…minn fór úr flyksum í vor…og er með svona löng hár þannig að okkur varð ekki kalt á tánum og ég þurfti liggur við að nota tvo ryksugupoka í hvert skipti 😉

    En gott að dagurinn þinn var góður, átt það svo innilega skilið mín kæra!! Gott að eiga góða fjölskyldu og vini, það er einmitt það sem skiptir máli í lífinu!! <3

  2. Guðrún
    26.07.2016 at 19:03

    Til hamingju með afmælið og allt hvað eina og ….., takk fyrir að þú ert þú og nennir að skemmta okkur og fræða með öllum póstunum þínum 🙂

  3. Magga Einars
    29.07.2016 at 13:39

    Til hamingju með afmælið, yndislegur dagur sem þú hefur átt ☺

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *