Hreint blað…

…og allt tómt.

Stundum, eins mikið og ég er anti-minimalísk, þá finnst mér sérstaklega gott að tæma í kringum mig og byrja upp á nýtt.  Eða svona næstum því.

Tæma út úr eldhúsinu, eða hvar sem er, og raða aftur inn…

01-www.skreytumhus.is

…sérstaklega svona á sumrin, að draga gardínurnar eins hátt og þær komast og leyfa gróðrinum og öllu þessu græna fallega að flæða inn um gluggana…

02-www.skreytumhus.is-001

…ég tók meira að segja hlerana í burtu í þetta sinn svona til þess að opna allann gluggann yfir sumartímann…

03-www.skreytumhus.is-002

…ég að vísu gaf mér smá tíma til þess að skella orkídeunum í bað í vaskinum…

04-www.skreytumhus.is-003

…sem er eitthvað sem ég geri og leyfi þeim að standa í vatni í góða stund…

05-www.skreytumhus.is-004

…og skelli þeim svo aftur í skálina góðu…

07-www.skreytumhus.is-006

…og svo opnaði ég gamla góða skápinn og tók allt úr honum sem ekki var hvítt…

08-www.skreytumhus.is-007

…svona fyrir utan litlu bollana í efstu hillunni…

09-www.skreytumhus.is-008

…og svo gerði ég það sem mig hefur langað að gera lengi – setti allt hvítt í skápinn…

10-www.skreytumhus.is-009

…en mér finnst alveg endalaust fallegt að sjá svona hvítt leirtau og postulín saman…

11-www.skreytumhus.is-010

…gamalt og nýtt í bland…

12-www.skreytumhus.is-011

…eins og hinar ýmsu undirskálar sem ég hef sankað að mér…

13-www.skreytumhus.is-012

…og svona finnst mér skápurinn virka svo “hreinn” þrátt fyrir að vera fullur af alls konar dóterí-i…
15-www.skreytumhus.is-014

…alls konar skálar…

16-www.skreytumhus.is-015

…og auðvitað könnurnar…

17-www.skreytumhus.is-016

…gamlar og nýjar í sátt og samlyndi…

18-www.skreytumhus.is-017

…og svo, eins og áður var sagt, var allt einfaldað aðeins…

19-www.skreytumhus.is-007

…viljið þið kannski sjá meir? 🙂

14-www.skreytumhus.is-013

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Hreint blað…

  1. Margrét Helga
    13.07.2016 at 14:17

    Þú átt svo mikið af fallegum hlutum 🙂 Væri til í að heimilið þitt væri búð 😉

  2. Guðrún
    13.07.2016 at 15:19

    Endilega meira takk 🙂 🙂 🙂

  3. Anna Sigga
    14.07.2016 at 23:12

    já takk endilega aðeins meira 😀 😉

    skemmtilegt þegar þú breytir til 😉 fær mann til að langa til þess hjá sér lika 🙂

  4. Steinunn Þorsteinsdóttir
    17.07.2016 at 22:07

    Ég fór í Bauhaus og keypti mér beautiful sjálflímandi filmu og var að spá í þegar þú límdir marmarafilmuna á skenkinn límdir þú þá hana á og sneiðst eftir á eða mælir þú og klipptir og límdir svo á

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *