Franskur stíll í Sydney…

…stundum rekst maður á innlit sem er bara nauðsynlegt að deila.  Þetta eru ekki margar myndir – en á hverri einustu var eitthvað sem fangaði augað og ýtti af stað hugmyndum.

Gaman að sjá hvernig þessu er púslað saman hérna: vintage spegillinn og svo þessi módern Ikea-motta.  Andstæður en eru alveg að tala saman…

cf218fb7be3032fb3849edca0c27911e2f96f72d

…þetta er samt uppáhaldið mitt!

Tvö gömul saumavélaborð verða fætur að dásemdar hliðarborði með marmaraplötu…

eb08d2f79d7b7a06977c732f8f0bb0f0ec3ae72b

…ó þessi hurð – þvílík fegurð!
Skemillinn sem borð – bara kósí…

0b97df8e3dc6f58f700b29504ae30fc3f401f9e7

…stílhreint og fallegt baðherbergi, sem fær smá “perónuleika” með S-inu og ljósakrónunni…

4ec3b2c81f9d013bcc726d7830b466f9a1370d4c

…innbyggðu hillurnar eru sko uppáhalds, og arininn og ljósakrónan og…

328a1f43fb548fc6435c7892d59ff8582e402de9

…svo falleg eldhúsinnrétting, smá kántrí sveitafílingur, en samt stílhrein og flott.  Eigum við síðan að ræða þetta borð eitthvað?

3220f01aac0210415cd46f4a52b2d4a9f3767d29

…þetta sýnir líka svo vel hvað grái liturinn gerir mikið svona við hvíta innréttinguna…

54951ba1834372d1d4b70f622b4fbf09d440f536

…hreinlega dásamlegt – ekki sammála?

398433cd953356febfc1e564f66cc77d1dc75108

Myndir via Home Beautiful…

1 comment for “Franskur stíll í Sydney…

  1. Margrét Helga
    30.06.2016 at 14:26

    Mjög stílhreint og flott!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *