Florída – þriðji hluti…

…og hér held ég enn áfram – sorry 🙂

Þá var komið að deginum sem við höfðum hlakkað þvílíkt til, og kannski líka kviðið mest fyrir, DisneyWorld!

IMG_0069

…persónulega var ég búin að bíða síðan ég var sjálf lítið snuð eftir að komast í þennan draumaheim, og þetta var loks að rætast.  Ég meina, kommon, fara í DisneyWorld að verða fertug eða um 6 ára – poteitó/potató 🙂

IMG_0070

…eins og gefur að skilja þurfti að keyra, leggja á bílastæðum, og taka síðan lest eða bát yfir að garðinum sjálfum…

IMG_0071

…við lögðum af stað um 8:30 um morguninn og þá var hitinn þegar um 27° og átti bara eftir að hækka – það var því fullsannað frá byrjun að þetta yrði laaaangur dagur…

IMG_0074

…en mamman varð glöð að sjá loks höllina hennar Öskubusku, sem var alveg fersk og fín og hélt sér vel miðað við aldur!  Ég er að tala um höllina sko, ekki mömmuna…

IMG_0076

…og þessi voru enn spennt!IMG_0079

Við fórum á mánudegi, sem var bara ágætistími til þess að fara, en það er hægt að skoða á netinu hvaða dagar teljast háannatímar í garðinum (t.d. hérna og hérna)…

IMG_0214…það sem mér þótti kannski smá “leiðinlegt” var að daman mín var svoldið “vaxin upp úr” þessu prinsessu-dæmi öllu, og gamli draumurinn hennar um að láta breyta sér var löngu liðinn.  Ég ræddi þetta við hana og bauð það fram og hún fremur fljót til svara, “nahhh mamma veistu, ég vil bara vera ég sjálf” – sem reyndar gerði mömmuna bara káta aftur – ekki vildi ég að hún væri nokkur önnur!

IMG_0098

…strákarnir mínir…

IMG_0215

…Disney er líka smekkfullt af verslunum, og inni í hverri verslun heyrðist auðvitað:

“mamma, má ég bara fá svona?”

IMG_0101

…allir fremur rauðir í framan, enda var ansi heitt.  Bóndinn minn í sætinu á bakvið okkur í feiknastuði…

IMG_0132

…þar til hann komst að því að hann væri eftirlýstur…

IMG_0137

…þessi var svakalega grimmur sko…

IMG_0138

…í garðinum eru nokkur mismunandi svæði og það er ótrúlega gaman að labba þarna um og skoða – þetta er allt svo flott og snyrtilegt og alveg til fyrirmyndar…

IMG_0146

…við skelltum tengdaforeldrum mínum í járn, bara svona til þess að reyna að hemja þau frá því að fara í alla rússíbanana 🙂

IMG_0154

…annars voru þau reyndar sérlega prúð og svo yndislegt að hafa þau með okkur…

IMG_0159

…og svo, af því að Disney er auðvitað “The happiest place on earth” þá allt í einu tók að óma tónlist á götu úti og fólk hóf að dansa og sprella.  Starfsfólk í alls konar búningum, og sumir í loðnum-fígúrubúningum-með-haus, og allir að dansa á fullu, á miðri götu í 35° hita.

Blessað fólkið!

IMG_0176

…daman var dregin með í dans og hafði gaman að…

IMG_0169

…við skelltum okkur í smá siglingu, mest bara til þess að geta setið og slappað af…
IMG_0189

…enda voru allir orðnir þreyttir af endalausu labbi og stuði…

IMG_0216

…það er nefnilega vinna að bíða í röðum í klst í þessum hita, þið skiljið  😉

IMG_0217

…en hvað leggur maður ekki á sig fyrir Disney-drauminn…

IMG_0218

…svo tók að dimma – þá varð reyndar aðeins svalara sem var yndislegt.

Við vorum því orðin ansi hreint sprungin um kl 21 um kvöldið, og já ef þið reiknið þetta út þá voru þetta 12 tímar sem við vorum búin að vera úti að rölta í hitanum og fara í tæki og og og…

Það er svo þreytandi að skemmta sér svona mikið! 🙂
Við vorum lengst frá innganginum og ég sver það, ég var nokk viss um að lappirnar á mér myndu ekki meika það að labba alla leið til baka.  Skyndilega áttaði ég mig á að það var lest beint fyrir ofan hausunum á okkur og fór hún með okkur beint að innganginum á nýjan leik.  Þegar við komum svo út úr lestinni, þá voru ljósin slökkt og…

IMG_0191

…og við tók hreint út sagt geggjuð ljósaskrúðganga – pjúra Disney-style…

IMG_0221…með Skellibjöllu og öllum félögunum…
IMG_0219

…en þetta var svo fullkomlega tímasett hjá okkur:

Fyrst niðurbrotið yfir að geta ekki gengið meira, að taka svo lestina og koma út um leið og að skrúðgangan byrjaði…

IMG_0220

Ef ég ætti að setja plúsa og mínusa þá væri það svona:

Plúsar: Þetta er Disney, það er bara þannig!  Kynnið ykkur FastPass (sjá hér), sem er innifalið í miðanum, sem setur ykkur í svona flýtiröð.  Allt svo fallegt og ævintýralegt, bara æðislegt að upplifa garðinn.  Skrúðgangann og flugeldasýningin!

Mínusar: Tækin eru ekkert sérlega spennandi, svona þegar upp er staðið.  Maturinn er ekki mjög góður, sem er synd – og það má ekki taka með sér nesti inn í garðinn.  Ég get varla sett hitann og raðirnar inn í mínusa, en það er auðvitað samt þannig og erfitt að komast hjá því.  Ég heyrði líka af öðrum sem keyptu sér þriggja daga passa inn í garðinn og komu bara í kannski 4-5 klst á þessum þremur dögum, það ætti að koma í veg fyrir svona svaka keyrslu eins og var á okkur þennan dag. En ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í garðinn…
IMG_0222

…að skrúðgöngu lokinni þá hófst ljósasýning á höllinni hennar Öskubusku sem ég mæli með því að bíða eftir.  Hún var ótrúlega flott og geggjað að sjá hvernig með ljósum var hægt að breyta höllinni í alls konar hús og kastala, og meira segja geimflug.  Þeir vita sko alveg hvað þeir eru að gera þarna úti…

IMG_0205

“mamma, má ég baaaaaara fá þennan”

IMG_0195

…siðan klukkan 22 hófst loks flugeldasýningin…

IMG_0200

…og hún var hreint út sagt stórbrotin!

IMG_0223

…eftir flugeldasýningu, meira labb, lest og svo rúta – áður en við náðum loks í bílinn.  Þá var klukkan orðin rúmlega 23.  Rúmlega ellefu, síðan klukkan 8:30 um morguninn!!!

Allir voru algjörlega sprungnir og búnir – og krakkarnir búin að standa sig sérstaklega eins og hetjur!  Engar kerrur fyrir litla 5 ára gaurinn og ekki neitt – bara labb labb labb.

Ég er ekki fjarri því að hafa verið hálfgrenjandi af gleði að fara úr skónum í bílnum og ég tala nú ekki um eftir að hafa haldið á sofandi börnum inn, að geta lagt sig í rúmið…
IMG_0212

…en Disney-draumurinn, hann er til og sannur 

IMG_0224

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Florída – þriðji hluti…

  1. Margrét Helga
    27.06.2016 at 09:43

    Greinilega æðisleg ferð hjá ykkur og upplifun að koma í Disney World! Aldrei of seint að láta drauma sína rætast, hvort sem maður er 4, 40 eða 400 ára 😛 Eða jú…kannski 400 ára, en mögulega 104 😉

    Gott að hafa ráðleggingarnar þínar í huga ef ske kynni að maður myndi skella sér til Flórída einhverntímann 🙂

  2. Anonymous
    27.06.2016 at 11:25

    Sæl
    Svaka flott að fá svona góðar upplýsingar og ábendingar um Flórídaferðina ykkar, takk kærlega fyrir þetta. Ég er einmitt að fara til Orlando að halda upp á 40 ára afmælið mitt með fjölskyldunni næsta vetur.
    Kv. Valgerður

  3. Alda
    28.06.2016 at 20:15

    Æðislegt blogg en er með öðrvísi skoðanir þó, mér finnst tækin það skemmtilegasta við garðinn og dýrka tækin 🙂 er 25 ára. Svo höfum við tekið nesti (banana, vatn og kex) í garðinn svo skil ekki með það 😮

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.06.2016 at 23:35

      Haha – það er svo misjafnt hvernig fólk upplifir hlutina. Okkur fannst rússíbanarnir æðislegir og svoleiðis, en mikið af svona hring-eftir-hring tækjunum vera “eins” 🙂
      Það var leitað í töskunum hjá öllum þegar að við fórum inn, og það mátti ekki vera með nema mat fyrir ungabörn!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *