Standurinn minn…

…er sem sé hluturinn sem ég pantaði mér frá Pottery Barn á netinu.

Hann er svona dulítið skrítinn hlutur, ekki eitthvað sem maður finnur hvar sem er og mér fannst hann hreint út sagt æðislegur!

01-www.skreytumhus.is

…plús að í hann setti ég alls konar gömul póstkort, sem ég sankaði að mér þegar ég var unglingur.  Þið vitið, á seinustu öld – *dææææææs*…

02-www.skreytumhus.is-001

…synd að segja að söfnunarárátta og það að henda sem fæstu geti ekki stundum skilað sér í að geta nýtt hlutina seinna á lífsleiðinni…

03-www.skreytumhus.is-002

…svo er svo gaman að hann hefur auðvitað fjórar hliðar og það er hægt að hafa mismunandi “þema” á hverri hlið – allt eftir því hvað er til…

04-www.skreytumhus.is-003

…hér eru nokkrar gyðjurnar sem skeyttu herbergisveggi mína í denn, Ingrid Bergman, Marilyn og Elizabet Taylor…

06-www.skreytumhus.is-005

…Prentagram-bókin litla og Hedy Lamar…

07-www.skreytumhus.is-006

…svo þurfti ég auðvitað að breyta hinum megin á hillunni líka, og þar standa núna Love Song vasarnir fallegu…

08-www.skreytumhus.is-007

…svona mótvægi á móti vintage deildinni sem er komin upp þarna 🙂

10-www.skreytumhus.is-009

…ég er líka alveg að sjá það fyrir mér að skella bara jólakortum í þetta þegar að þau detta í hús…

11-www.skreytumhus.is-010

…hvað finnst ykkur um svona standa?

Spilun eða bilun?

02-www.skreytumhus.is-001

13-www.skreytumhus.is-012

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

 

4 comments for “Standurinn minn…

  1. Ása Hauksdóttir
    21.06.2016 at 10:07

    totally spilun

  2. Anna Sigga
    21.06.2016 at 11:56

    Þetta er mjöööög flott sé fyrir mér uppáhaldsljósmyndirnar mínar á þessu 🙂 en eini gallinn er kanski að þær eru ekki endilega allar lóðréttar 😀

    Var sjálf með fullt af kortum upp um alla veggi á háskólaárunum þá voru þeir alltaf að gefa út allskyns auglýsingar (en þær voru flestar fallegar) í postkortaformi á megnið af þessu en í dag bara ofaníkassa hjá mér 😀

  3. 24.06.2016 at 09:09

    Klárlega spilun!

  4. Margrét Helga
    24.06.2016 at 10:54

    Algjörlega spilun…þú náðir mér með jólakortahugmyndinni 😛 Kemur á óvart??

    Svo finnast mér bækurnar þarna undir kúplinum ofboðslega fallegar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *