Sumarsæla…

…þarf ekki að vera flókin!

En stundum hafa sumar konur, nefni engin nöfn, sérþarfir sem þarf að sinna.

Sjáið til að ég átti hérna einu sinni hengirúm í garðinum sem skemmdist.  Síðan er ég búin að vera að leita mér að nýju, en ekki hvernig sem er – neiiiiiii – mig langaði í hvítt/ljóst og helst með smá blúndu.  Sem sé rómó og bóhó 🙂

Þannig að þegar við fórum til Florída, þá barasta pantaði ég mér draumahengirúmið, og la voila…

33-www.skreytumhus.is-001 34-www.skreytumhus.is-002

…ég get sagt ykkur að ég ann þessu blúnduverki afskaplega heitt og innilega 🙂

36-www.skreytumhus.is-004

…enda var þetta mjög svo langþráður draumur sem varð að veruleika…

37-www.skreytumhus.is-005

…svo er víst að kona með púðablæti á háu stigi þarf að vera með aukapúða svona við hendina, til öryggis þið vitið…

40-www.skreytumhus.is-008

…og íslenskt sumar kallar nánast alltaf á smá svona teppi meððí…

42-www.skreytumhus.is-010

…svo eru loksins hafnar framkvæmdir á svæðina sem sést þarna upp við húsið – spennandi að sjá hvað úr verður úr því…

43-www.skreytumhus.is-011

…en þar til er hægt að njóta þess að hanga þarna…

44-www.skreytumhus.is-012

…með eitthvað kalt að drekka og jafnvel bók að lesa…
49-www.skreytumhus.is-017

…og eins og áður sagði – sko nóg af púðum…

51-www.skreytumhus.is-019

…eins og sést kannski þá er garðurinn ansi stór og ekki veitir af að fara að sinna honum eitthvað almennilega…

54-www.skreytumhus.is-022

…fyrir áhugasama þá fékkst hengirúmið á Amazon, hægt að skoða það hér (smella)

46-www.skreytumhus.is-014

…og einhversstaðar þarf að vera hægt að leggja frá sér glasið…

59-www.skreytumhus.is-027

…og þar kemur nýji dásemdarskemillinn minn sterkur inn…

48-www.skreytumhus.is-016

…ég keypti hann líka úti í Florída og þá segja allir: HA? Hvernig komstu þessu heim?

Svarið er að vanda: smá hugarflug, útsjónarsemi og stór taska!
61-www.skreytumhus.is-001

…tengdapabbi hló mikið þegar hann sá mig keyra þetta út úr búðinni og tilkynnti mér að þetta væri eins og ferðaklósett 🙂

62-www.skreytumhus.is-002

…og hann er svo bjútífúl – og hægt að geyma ýmislegt ofan í…

63-www.skreytumhus.is-003

…og ekki er þetta síðra í kvöldsólinni ♥

57-www.skreytumhus.is-025

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

 

1 comment for “Sumarsæla…

  1. Margrét Helga
    24.06.2016 at 10:48

    Vá!!!! Lítur út fyrir að vera (og er pottþétt) hrikalega kósí!! Ekki láta þér bregða ef þú sérð mig allt í einu stelast í hengirúmið…nú eða hvolfa þér úr því ef þú varst búin að ná því á undan 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *