Florída – fyrsti hluti…

…núna í byrjun maí héldum við sem sé til Flórída í sumarfrí.  Í fyrsta lagi var það sérlega óvenjulegt að halda í sumarfrí svona í maí, að taka svona forskot á sumarið var næstum eins og að opna jólapakka á Þorláksmessu – frekar skrítið allt saman.  Fríið var langþráð og við vorum búin að bíða leeeeengi eftir því.  Þetta er auðvitað dýrt dæmi að fara í svona ferð og við vorum búin að safna fyrir þessu í langan tíma.  Við áttum vildarpunkta fyrir miðunum og það gerði þetta allt mun auðveldara, og miðarnir og bókanir voru gerðar í september á seinasta ári og þá hófst hin biðin.  Þið vitið, biðin eftir að loks var búið að ákveða þetta allt saman.

Svo var lagt í´ann, litla famelían og svo heppin að vera með tengdaforeldra mína með í för.  Í Leifstöð mættum við svo frábæru viðmóti gagnvart krökkunum að ég verð bara að minnast á það.  Allir brostu til þeirra og þau gengu lítil M&M heyrnatól að gjöf í fríhöfninni.  Síðan vorum við á leið út í vél og mættum flugstjóra frá Icelandair, sem gaf sig á tal við litla manninn og lánaði honum svo flugstjórahattinn sinn fyrir myndatöku.  Rétt eins og þið sjáið, þá var þetta litlum gaur ómetanlega skemmtilegt og eftirminnilegt…

09-www.skreytumhus.is

…stóra systir fékk að prufa líka og mig langar bara að senda þakkarkveðjur út í kósmósið til þess ókunnuga flugmanns sem var svona indæll við þau bæði – yndislegur…

10-www.skreytumhus.is-001

…sama viðmót var síðan í vélinni, krökkunum veitt sérstök athygli og lítill gjafapoki með afþreyingu.  Sem sé, vel gert Icelandair og Dutyfree í Leifstöð…

11-www.skreytumhus.is-002

…flugið er síðan alveg svaaaaaakalega langt, en það var vitað fyrirfram og lítið annað að gera en þrauka 🙂

12-www.skreytumhus.is-003

…og svo vorum við komin á áfangastað – hér sjáið þið húsið “okkar” og bílinn “okkar”.

Við fundum húsið í gegnum síðu sem heitir HomeAway.com og hér er beinn hlekkur á það (smella).

Við völdum þetta svæði svona frekar blindandi, höfðum ekki verið þarna áður og vissum ekki hvar væri í raun best að vera.  Flestir gáfu okkur mismunandi svör og ekkert bara “eitt” sem kom til greina…

42-www.skreytumhus.is-033

…þetta hús heillaði mest vegna staðsetningu við tjörnina sem var á bakvið, því það stóð aðeins aftar en hin húsin og því svoldið sér og afskaplega fallegt að kíkja í kringum sig…

01-www.skreytumhus.is.2016 004956

…síðan voru líka fjórir sólbekkir og mér fannst það líka kostur fyrir okkur fjögur fullorðnu sem vorum þarna saman…

02-www.skreytumhus.is.2016 005000

…svefnherbergin voru fjögur – sérstæð hjónasvíta sem að tengdaforeldranir fengu með sér baðherbergi…

03-www.skreytumhus.is.2016 005008

…Hakuna Matata-herbergið, eða eins og sonurinn segir: “Hakúmannatapa” sem var fínt fyrir krakkana, ekki bara prinsessu eða Spiderman, eitthvað sem báðum líkaði…

18-www.skreytumhus.is-00904-www.skreytumhus.is.2016 005016

…síðan var það Coral-herbergið…

17-www.skreytumhus.is-008

…og hitt hjónaherbergið sem var líka með baði innaf…

19-www.skreytumhus.is-010

…sjónvarpsstofan, með þægilegum sófum og hurð út að lauginni…

05-www.skreytumhus.is.2016 005027

…borðstofan og eldhúsið…

06-www.skreytumhus.is.2016 005034

…og þetta er forstofan – í orðins fyllstu!  Dugar ekkert minna en tveir sófar og auka borðstofa svona í forstofunni.  Þar að auki var leikherbergi, með glymskratta og leiktækjum fyrir þá sem vildu!

Kostir húsins:  rólegt og fallegt hverfi, snyrtilegt og þægilegt, yndisleg útsýni
Gallar hússins: fyrir utan hjónasvítuna þá voru rúmin ekkert alltof góð – eitt rúmið brakaði og ískraði í en hitt var með mjög harðri dýnu, mætti líka laga dýnurnar í útibekkjunum (frekar þunnar), mætti “uppdeita” ýmislegt í eldhúsinu – t.d. pönnuna.

07-www.skreytumhus.is.2016 005041

…ótvíræður kostur við að búa í svona húsi, var að það þurfti – sko ÞURFTI – að fara og kaupa í matinn á fyrsta degi.  Það kom ekkert annað til greina en Target, woop woop!, elsku Target.  Þar er gaman að vera og eins og glöggt má sjá er ég stödd þarna í skódeildinni að leita að einhverju í matinn þegar að famelían fann mig.  Litli maðurinn, hann er sonur mömmu sinnar og var þegar búinn að finna sér derhúfu og sólgleraugu sem honum bráðvantaði…

13-www.skreytumhus.is-004

…og ég ætla einmitt að sýna ykkur fyrsta innlitið frá USA úr Targetinu góða – oh happy day indeed 🙂

15-www.skreytumhus.is-006

…og maður minn, að vakna í um 27-30° stiga hita á morgni hverjum og rölta út í sólina, það var sko ekki slæmt.  Í raun var það bara dásamlegt…

21-www.skreytumhus.is-012

…krakkarnir nutu sín í botn…

16-www.skreytumhus.is-007

…kílóið af jarðarberjum kostaði um 600kr…
24-www.skreytumhus.is-015

…og hvert jarðarber var stærra en meðal mandarína…

26-www.skreytumhus.is-017

…enda voru nánast jarðaber með öllum mat – hví ekki sko?

25-www.skreytumhus.is-016 …húsið er í svona afgirtu hverfi, sem að þarf kóda á hliðið til þess að komast inn.  Innan þessa hverfis er síðan klúbbhús og laug fyrir þetta hverfi…
41-www.skreytumhus.is-032

…þangað var rölt og kíkt í kringum sig…

38-www.skreytumhus.is-029

…sumir príluðu…

39-www.skreytumhus.is-030

…en aðrir nutu útsýnis…

40-www.skreytumhus.is-031…þessi tvö sko, þau er yndis ♥
37-www.skreytumhus.is-028

…og já – það var svona fallegt þarna!

36-www.skreytumhus.is-027

…blómin vaxa á trjánum…

35-www.skreytumhus.is-026

…og voru stór og falleg…

34-www.skreytumhus.is-025

…og allt svo hreint og klippt og skorið…

33-www.skreytumhus.is-024

…sprelligosinn okkar alltaf í fíling…

32-www.skreytumhus.is-023

…sólin var falleg á morgnanna og allt þar til hún settist.  Allur þessi dásamlegi gróður – ó þetta er svo mikil fegurð…
30-www.skreytumhus.is-021

…við komumst líka fljótt að því að vera með tvö börn, og annað 5 að verða 6 ára, þýðir líka bara að fara út að borða á barnvæna staði – sem er einfalt að fara með þau á.  Reyndar er alls staðar tekið vel á móti börnum en hér erum við t.d. á TGI Fridays…

28-www.skreytumhus.is-019

…þar fékk ég eitt besta salat sem ég hef fengið mér.  Kjúklingasalat með jarðaberjum, hnetum og alls konar jömmí…

29-www.skreytumhus.is-020

…þetta þótti okkur sko ekki leiðinlegt…

27-www.skreytumhus.is-018

…og annar morgunn í þessari “erfiðisvinnu”…

23-www.skreytumhus.is-014

…morgunverkin – skella sér í laugina…

22-www.skreytumhus.is-013

…hversu amerískur er þessi ísbar?
20-www.skreytumhus.is-011
…og enn meiri fegurð að kvöldlagi.  Pálmatrén og sólarlagið!

Viljið þið ekki örugglega sjá meira?
43-www.skreytumhus.is-034

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Florída – fyrsti hluti…

  1. Margrét Helga
    26.05.2016 at 08:12

    Mmmmmmmm…þessi Florida er greinilega gjöðveik!! 😉 Og túrkísblái púðinn með hvíta blóminu (við hliðina á Happy Day púðanum) er enn geggjaður (sá hann fyrst á snappinu þínu 😉 ). Er líka búin að finna hann á netinu þannig að maður veit aldrei 😉

  2. Lilja
    26.05.2016 at 11:43

    vááá.. Hlakka til að fá að heyra meira. Sér í lagi afþreyingu og matsölustaði fyrir pjakkinn.

  3. Margrét
    26.05.2016 at 12:48

    Hvað kom Soffía með heim frá Target ?
    Er mest spennd yfir því 🙂

  4. Rannveig Ása
    26.05.2016 at 18:06

    En dásamlegt frí! Og þú ađ versla í matinn í húsbúnađardeildinni er einmitt ég 😂 haha. Bíđ spennt eftir framhaldinu 😊

  5. Kristín Hávarðsdóttir
    04.03.2017 at 02:40

    Gaman að skoða Flórídamyndirnar þínar… Við fjölskyldan (mamman, pabbinn, 3 börn og tengdaforeldrar) erum að fara núna 1 maí – 26 maí og spennan er mikil, sérstaklega fyrir börnin…. Leigði hús gegnum Airbnb, en allt annað er svo yfirþyrmandi að ´það hálfa væri hellingur…
    En Target verður klárlega skoðað og rannsakað… 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *