Skál – DIY…

…og þetta verkefni hefur verið sýnt áður – en svei mér þá, mér fannst það alveg eiga það skilið að sjást aftur 🙂

Ég átti hérna Ikea Stockholm-skálina, eins og svo margir, margir aðrir, en var bara hætt að nota hana…

…ég brá þá á það ráð að fara í Slippfélagið og næla mér í Montanaspreyjið og gefa blessaðri skálinni framhaldslíf.

Ég fékk mér hvíta litinn Pebble og svo sægrænann Malachite til þess að gera skálina sérsniðna að mér og mínum þörfum.  Ég mæli líka með því að þið spjallið við sölumennina í Slippinum um hvað á að spreyja, því að það er hægt að fá alls konar stúta sem eru sérsniðnir að mismunandi verkefnum sem maður er að vinna…

09-www.skreytumhus.is.is-003

…ég byrjaði á því að snúa skálinni öfugt og spreyja hana hvíta undir…

07-www.skreytumhus.is.is-001

…enda var áferðin á stálinu alltaf kámug og ég var alveg ákveðin í að losna við hana 🙂

06-www.skreytumhus.is.is

…síðan var sægræni liturinn settur innan í…

08-www.skreytumhus.is.is-002

…og útkomin var alveg glæný, gömul skál…

10-www.skreytumhus.is.is

…sem gaf þar að auki skemmtilegan lit hérna fyrir utan hús…

12-www.skreytumhus.is.is-002

…og stóð meira segja úti í allt sumar…

13-www.skreytumhus.is.is-003

…ekki bara fín?

14-www.skreytumhus.is.is-004

Er ekki bara rétti tíminn að bregða sér í Góða og finna einhvern hlut og prufa að spreyja – ég lofa ykkur að þetta er ávanabindandi, enda auðvelt og svo ótrúlega mikil breyting sem getur orðið á einföldustu hlutum.

Góða skemmtun 

15-www.skreytumhus.is.is-005

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *