Lítið og létt…

…því að sumir dagar eru bara þannig!

Gamli skápurinn í eldhúsinu er einn af uppáhalds hlutunum mínum og ég ákvað bara hreinlega að opna hann og sýna inn í…

www.skreytumhus.is-136

…enn er ég með pappírinn í bakinu á honum.  Þetta er bara gjafapappír sem að ég festi með límbandi sem ég rúllaði í hring.  Síðan er í honum hitt og þetta sem er þó að mestu leyti bara pjátur.  Þá á ég við að þetta eru hlutir sem eru í raun í lítilli notkun en ég vil samt endilega eiga 🙂

www.skreytumhus.is-122

…eins og litlu dásamlegu mokkabollarnir sem að ég hef keypt á loppumörkuðum í Danaveldi…

www.skreytumhus.is-121

…og auðvitað undirskálar með…

www.skreytumhus.is-120

…gamla silfurkannan sem mamma gaf mér, og sykurkör sem ég fann í Góða hirðinum á sínum tíma…

www.skreytumhus.is-117

…og litlar og aðeins stærri ljónaskálar, ásamt köngli og bambaskinni – sem eru í raun eftirlegukindur frá jólum…

www.skreytumhus.is-115

…jeminn, mamma mín yrði nú ekki per sátt við sína ef hún sæji hversu mikil þörf er á að fara að fæga góssið – usssss ekki segja…

www.skreytumhus.is-114

…meiri skálar og borðar og blúndur, og styttan sem var á brúðartertu foreldra minna fyrir 53 árum síðan…

www.skreytumhus.is-022

…og þannig er það nú.  Lítið og létt, kannski ekki veigamikill póstur en vonandi gaman að fá að kíkja aðeins inn í skápinn ♥

www.skreytumhus.is.is-001

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

3 comments for “Lítið og létt…

  1. Kolbrún
    26.04.2016 at 21:14

    fuglabollarnir eru hreint yndi

  2. Margrét Helga
    26.04.2016 at 22:05

    Allt svo flott 🙂 Verður þú svo komin út úr skápnum í næsta pósti? 😛

    • Soffia - Skreytum Hús...
      27.04.2016 at 02:40

      Lofa engu 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *