Þrjár litlar lausnir…

…þegar ég var að ramba í Rúmfó á Korputorginu (þar að reyna að koma þessari setningu í almenna notkun, svona eins og að sörfa á netinu) í seinasta pósti, þá rak ég augun í þessi hérna litlu krútt.  Mér fannst þeir bara of sætir til þess að koma þeim ekki fyrir einhversstaðar…

www.skreytumhus.is-005

…og upp fóru þeir í eldhúsinu, báðir tveir

www.skreytumhus.is

…ofan í þá setti ég þurrkaðar greinar sem ég átti fyrir og þurrkað brúðarslör.  Þannig að þetta breytist ekki neitt og verður alltaf eins í þessum vösum, það finnst mér ekkert leiðinlegt…

www.skreytumhus.is-001

…auk þess þarf ég að benda á þennan gordjöss disk sem ég fann í Góða um daginn, það var nefnilega svo mikil bakkaþurrð á svæðinu – þið skiljið…

www.skreytumhus.is-004

…auk þess fannst mér þessar vírkörfur alveg æðislegar…
www.skreytumhus.is-007

…og þar sem dóttir mín er farin að líkjast móður sinni á þá vegu að hún les og les…

www.skreytumhus.is-008

…þá eru að safnast upp inni hjá henni alls konar bækur…

www.skreytumhus.is-009

…og farnar að myndast bókahrúgur…

www.skreytumhus.is-010

…þannig að svona var hillan áður, alls konar bókastaflar.  T.d. undir rassinum á músinni, og í efstu hillunni sem þið sjáið, og bara hér og þar…

www.skreytumhus.is-011

…og eftir að nýju fínu körfurnar fóru í notkun, þá varð þetta mikið betra…

www.skreytumhus.is-013

…dásamlega fallegir litir á þeim…

www.skreytumhus.is-014

…og fremur yndislegt að sjá hana lesa og kynnast þessum bernskuvinum mínum…

www.skreytumhus.is-015

…mikið af þessum bókum voru einmitt í minni eigu…

www.skreytumhus.is-016

…og aðrar koma frá ömmu hennar…

www.skreytumhus.is-017

…svo er mikið hreinlegra að sjá bara framan á þrjár bækur, en að sjá í kjölinn á 30 bókum.  Auk þess sem fleiri bækur komast fyrir…

www.skreytumhus.is-018

…og talandi um sniðugar geymslur…

www.skreytumhus.is-020

…þá voru þessir stjörnukassar kjörnir inn hjá litla manninum…

www.skreytumhus.is-021

…en hann geymis sitt hvað Lego sem hann er búinn að byggja þarna ofan í…

www.skreytumhus.is-022

…eins og sést…

www.skreytumhus.is-023

…og svo eru þær í stíl við þessar, og við vælum ekkert yfir því 😉
Auk þess geta svona vírkörfur og aðrar slíkar fengið nánast endalaust framhaldslíf – bara eftir hvað barnið er gamalt…

www.skreytumhus.is-025

…tók reyndar einn svona sætann lítinn kertastjaka inn hjá dömunni…

www.skreytumhus.is-034

…datt í hug að sniðugt væri t.d. að geyma armbönd í honum…

www.skreytumhus.is-035

…en ég held að þessir séu mitt uppáhalds – gætu líka verið æðislegir fyrir sumarblómin sem krakkarnir týna…

www.skreytumhus.is-029

…eða vírkörfurnar, eða þessir 🙂

Get ekki ákveðið, hvað finnst þér?

www.skreytumhus.is-028

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Þrjár litlar lausnir…

  1. Anna Sigga
    13.04.2016 at 08:15

    veggpottarnir alveg pottþétt , langar í svona sjálf 😀

    kv AS

  2. Kolbrún
    13.04.2016 at 09:03

    veggpottar sætir og sniðug karfa þar sem bækurnar raðast oft illa á venjulegan hátt því hillan er yfirleitt mun dýpri en bækurnar

  3. Greta
    13.04.2016 at 09:57

    Æðislegir veggpottar 🙂

    Það vekur upp góðar minningar að sjá gömlu bækurnar þínar! Held svei mér að ég hafi lesið þær flestar.

  4. Anonymous
    13.04.2016 at 22:28

    Gordjöss snillingur (“,) fæ þvílíkan innblástur að skoða þessar flottu myndir og koma skipulaginu betur í verk út frá þessum frábærum hugmyndum (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *