Innlit í Rúmfó…

…um daginn var ég að ramba í Rúmfó á Korputorgi, svona sem endranær, var í erindagjörðum sem sáust á Snapchat í seinustu vikum og sýndu mig fylla bílinn fyrir verkefni sem ég var að vinna.  En þá rak ég augun í að eitt og annað vorlegt er að detta í hillurnar og datt í hug að deila því með ykkur.
Svona af því að ég veit hvað þið hafið gaman að því…

IMG_8327

…þessi teppi eru mjúk og yndisleg, og þið sjáið bara hvað þau eru ég-leg.  Það er hægt að snúa því öfugt og þá er það ljósara hinum megin…

IMG_8247…enda fékk það að flytja með mér heim.  Enda mikill “skortur” á teppum á þessum heimili *hóst*…

IMG_8259

…svo voru það vírkörfurnar…

IMG_8319

…elska svona vírkörfur og endalaust hægt að nota þær, og þar að auki í svona fallegum litum…

IMG_8320

…stjörnur, ég eeeelska stjörnur…

IMG_8321

…og þessir í svo dásamlega vorlegum litum…

IMG_8322

…þar sem bóndarósir eru ekki á hverju strái hérna heima, þá gætu þessar fallegu gervi rósir komið sterkar inn…

IMG_8323

…var örugglega búin að sýna ykkur þessa – en ég sé alveg fyrir mér að vera með liti og þess háttar föndurdót fyrir krakka í þessu, svona Joanna Gaines style…

IMG_8324

…þessi snilld komin fyrir brúðkaupin í sumar…

IMG_8325

…og svo eru komnir útiblómapottar, en ég sá nú frekar fyrir mér að nota t.d. þessa körfu fyrir prjónadótið eða aukapúða…

IMG_8326

…þessar eru úr plasti og því snilld inn í sumarið fyrir krakkana…

IMG_8328

…og hver er ekki skotin í svona fallegu gleri með dulitlu skrifelsi á…

IMG_8329

…eða svonaþþþ

IMG_8330

…Heima er best, bara ef þið vissuð það ekki…

IMG_8331

…og þessar eru alveg uppáhalds – líka ferlega flottar fyrir hnífapör og annað slíkt…

IMG_8332

…þessar eru hurðastopparar og krúttsprengjur…
IMG_8402

…og sömuleiðis þessir – einn svona er búinn að þjóna okkur ötullega í nokkur ár…

IMG_8403

…og er enn bara nokk hress…

www.skreytumhus.is-0021

…þessi hérna fannst mér líka flott – sé þau sérstaklega í krakkaherbergjum…

IMG_8404

…eins og þessir hérna, sé fyrir mér að setja einhverja skemmtilega setningu innan í þá…

IMG_8405

…svipað og við gerðum hér (smella hérna)

05-2014-01-17-011523

…spegill spegill herm þú mér…

IMG_8406

…hvaða spegill er sætastur hér…

IMG_8407

…annars finnst mér þessi alltaf snilld…

IMG_8408

…sérstaklega fyrir fermingardömurnar, þar sem það er pláss fyrir skartgripi fyrir innan…

IMG_8409

…og að lokum, dulítil lyklahús…

IMG_8410

…síðan er ég með annan póst sem ég er megaspennt að sýna ykkur!
Þá er bara spurningin, seinna í dag eða á morgun?

IMG_8258

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!-

2 comments for “Innlit í Rúmfó…

  1. Ósk
    12.04.2016 at 13:11

    Alltaf gaman að lesa frá snillingnum þér fæ aldrei nóg af þvī les endalaust gamla pósta eins og þeir væru nýjir 😄😄

  2. Inga
    12.04.2016 at 14:30

    teppið er must have – er að gera upp yfirbyggðar svalir og sé það algerlega fyrir mér á heimasmíðaða bekknum 😉
    takk!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *