Ferming…

…eitt það allra besta við þetta blogg er allt yndislega fólkið sem ég hef kynnst.  Þar á meðal er dásemdar vinkona sem ég aðstoðaði með að skreyta fyrir fermingu dóttur hennar.

Ég fékk leyfi til þess að deila með ykkur nokkrum myndum, reyndar bara símamyndum og þið afsakið það, en svo mikið af skemmtilegum litum hlutum sem voru notaðir til þess að skreyta…
www.skreytumhus.is-006

…móðirin “verslaði” megnið af skrautinu í skápunum heima fyrir, týndi til eitt og annað smálegt sem leyndist þar.  Hér eru t.d. 3ja hæða diskar sem bíða eftir að vera hlaðnir af makkarónum og fínerí-i…

www.skreytumhus.is-007

…á matarborðið var settur stór vasi og nokkrar birkigreinar ( til þess að ná hæð ) og svo bara eitt og annað, t.d. bakki – auðvitað bakki, og kertastjakar…

www.skreytumhus.is-008

…móðirin brá á það eitursnjalla ráð að spreyja bara vínflöskur og sultukrukkur, til þess að fá ílát fyrir blóm og annað slíkt…

www.skreytumhus.is-010

…kertið er bara hefðbundið hvítt kerti, sem við notuðum bara títiprjóna og festum á skrautblóm og krossinn…

www.skreytumhus.is-011

…það helsta sem var verslað er þessi dúkur í metravís úr Rúmfó…
www.skreytumhus.is-015…sem við klipptum síðan til og notuðum á borðin…

www.skreytumhus.is-013

…og svo auðvitað servéttur, sem við ákváðum að blanda bara svona…

www.skreytumhus.is-012 www.skreytumhus.is-016

…litlu berin eru gervi og fengin að láni hjá annari vinkonu – og hesturinn, hann er bara nokkrum númerum of sætur…

www.skreytumhus.is-018

…lítill bakki á stórum bakka og fermingarkertið þar ofan á…

www.skreytumhus.is-020

…einfalt og látlaust…

www.skreytumhus.is-021

…mismunandi grúbbur á borðum…

www.skreytumhus.is-022

…keyptum bara eitt liljubúnt og þrjú búnt af túlípönum…

www.skreytumhus.is-023

…og svo var bara sitthvað sætt meððí…

www.skreytumhus.is-024

…spreyjaðar flöskur…

www.skreytumhus.is-025

…og allt harmoneraði vel saman…

www.skreytumhus.is-026

…eins og áður sagði, það þarf oft ekki að fara yfir um í þemanu eða kaupa heilan helling, þetta er oft bara spurning um  uppröðun 😉

Vona að þið eigið yndislegan dag ♥

www.skreytumhus.is-027

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Ferming…

  1. Berglind
    22.03.2016 at 11:26

    Vá flott! Hvar var fánalengjan keypt?

    • Unnur Magna
      22.03.2016 at 11:33

      Fánalengjan er föndruð frá grunni – hráefni keypt í föndru 🙂

  2. Margrét Helga
    22.03.2016 at 21:41

    Fallegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *