Skreytiskart…

…skart til skrauts, skreytt með skarti og þar fram eftir götunum.

Ég var sem sé að baða þennan hérna gaur, sem er allt í einu orðin lítill krakki en ekki lengur smábarnið mitt 🙂

2013-04-08-195359_1

Þegar ég var búin að taka ca 100 myndir af honum að krúttarast eitthvað þá stóð  ég upp, svona rétt til þess að rétta úr löppunum (aldurinn færist yfir) og smellti mynd af hillunni inni á baðherbergi.
Þegar að við útbjuggum baðið, þá létum við hilluna sem að hýsir klósettkassann, halda áfram út að vegg.  Til þess að eins að geta skreytt akkurat, einhvern veginn svona.

2013-04-08-200201

Þar stendur m.a. þessi flotti vasi sem að systir mín gaf mér, fundur úr einhverri antíkverslun – svo geggjað flottur…

2013-04-08-200213

…ekki satt?
Það er svo þykkt í honum glerið og hann er bara dásemd…

2013-04-08-200218

…kertaljós á baðherbergjum er bara nauðsyn – jafnvel þó það sé bara 2,5 árs strákarass í baðinu…

2013-04-08-200222

*bliiiiing*

2013-04-08-200228 2013-04-08-200231

…dísus, eru þessar krukkur búnar að vera svona lengi eins hjá mér?
Held að frúin þurfi að rífa sig upp og breyta ögn til…

2013-04-08-200315

… síðan er ég með þennan kertastjaka, en hann er eiginlega meira svona armbandageymsla…

2013-04-08-200340

…og það er meira að segja fallegur fugl sem að situr á grein…

2013-04-08-200431

…upprunalega var hann skær-lime-grænn og kemur frá Ilva, en hann fékk að kenna á spreybrúsanum…

2012-04-04-213447

…en ég verð að segja að ég fíl´ann betur svona hvítann…

2013-04-08-200436

…síðan þegar að ég gekk fram með vélina, eftir að litli gaur fór í brustun og háttun hjá pabba sínum, þá tók ég eftir bamba litla – og hvað… jújú frúin rífur svoleiðis af sér skartið með látum um leið og hún kemur inn úr dyrunum, að enginn er óhultur…

2013-04-08-200534

…og við tölvuna fann ég síðan þessa vörðu.

2013-04-08-200747

Þannig að ef það þarf að senda af stað leitarflokk eftir mér, einhvern daginn 7-9-13, þá bara leitið þið eftir bling vörðunum 🙂

Nú ef þið eruð að dáðst að gullinu sjálfu, þá var krúttið hún mamma mín að gefa mér fallegu armböndin sem að hún útbýr af ást og umhyggju, þið komist á síðuna hennar hérna: Lukkukúlur Lillu

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Skreytiskart…

 1. Svala
  09.04.2013 at 08:29

  Elska armböndin hennar mömmu þinnar, þarf að fá mér svoleiðis fljótlega, og svo líka bamba og fugla og krukkur og kertastjaka og og og og og ………… GAAAAAAARRRRRRRG

 2. Gauja
  09.04.2013 at 08:43

  oohhh já það er oft fallegt að skreyta með skarti 🙂

 3. Svandís
  09.04.2013 at 11:37

  Perlur og glingur í fallegri skál eða krukku finnst mér alltaf fallegt 🙂

 4. 09.04.2013 at 13:49

  Fuglastjakinn er mjög fallegur svona hvítur og armböndin öll ekki síðri!

 5. Anonymous
  10.04.2013 at 00:07

  Jeminn eini hvað þetta er alltaf hreint flott hjá þér
  armböndin eru bara æðisleg (“,)svo gaman að kíkja við og skoða póstana

Leave a Reply

Your email address will not be published.