Skrifstofan – hvað er hvaðan…

…þessi verður stór og allt sem er feitletrað er hægt að smella á (vísar beint á hlutinn, ef ég fann hann á viðkomandi síðu) 🙂

Skáparnir sem við settum undir borðið voru keyptir í Von & bjargir, nytjamarkaðinum.  Þetta eru bara gamlir eldhússkápar, sem við spreyjuðum, máluðum og húsbandið bætti við spýtum að ofan til þess að hæðin á þeim passaði ofan á skápana…

www.skreytumhus.is-001

…áður voru þeir sem sé svona…

www.skreytumhus.is-012

…svo voru þeir spreyjaðir með Montana-spreyji frá Slippfélaginu

www.skreytumhus.is-004

…sem var svona næstum eins og grunnurinn bara…

www.skreytumhus.is-006

…og eftir að húsbandið bætti við spýtum ofan á – þá málaði ég þá eina umferð með hvítum grunni – bara svona til þess að fá aðra áferð á þá…

www.skreytumhus.is-0311

…ég keypti síðan mismunandi höldur á þá í Ikea.  Höldur sem passa saman, en eru ekki eins. Hnúðarnir eru FÅGLAVIK og hinir heita FÅGLEBODA

www.skreytumhus.is-017

…mottan er frá Rúmfó á Korputorgi, og þetta eru alveg go to-motturnar mínar, vegna þess hve auðvelt er að þrífa þær…

www.skreytumhus.is-009www.skreytumhus.is-031

…stóllinn minn góði heitir Suldrup og er alveg sérlega kómfý – hann er líka frá Rúmfó

www.skreytumhus.is-024

…og ég var sko ekkert að grínast um það hversu þreyttur gamli stóllinn minn var orðinn, það var ástæða fyrir að það var alltaf teppi í honum…

www.skreytumhus.is-051

…litla boxið kemur líka frá Rúmfó, og kostaði að mig minnir 995kr.  Sömuleiðis fást þessar fallegu kertakrukkur þar…

www.skreytumhus.is-039www.skreytumhus.is-0031

…þessar körfur með leðurhöldunum eru líka frá Rúmfó (sjá hér) – ferlega flottar og kostuðu líka um 1000kr…

www.skreytumhus.is-036

…þessi hamraða álskál (sjá hér) er líka frá Rúmfó

www.skreytumhus.is-033

…eitt af uppáhöldunum mínum eru síðan þessi hérna fölbleiku box, þau eru líka frá Rúmfó og voru frekar nýkomin (sjá hér og hér) – sama verð og hér fyrir ofan, einhversstaðar í kringum 1000kr stk…

www.skreytumhus.is-037

…vírkarfan = Rúmfó

www.skreytumhus.is-007

…síðan fékk ég þetta geggjaða luktarljós í Bauhaus

www.skreytumhus.is-029

…þar fékk ég líka allt efnið í hillurnar mínar…

www.skreytumhus.is-044

…eins og þið sjáið þá eru þetta bara svona einfaldar veggjastoðir (eða hvað skal kalla þetta) og síðan eru tvær stoðir undir hverri hillu…

www.skreytumhus.is-021

 Veggjajárnfestingarnar eru á um 500kr stk, hver hillustoð (þessar eru til þess að skrúfa í gegnum og upp í hilluna) og kosta um 500kr.  Hver hilla kostaði síðan um 2000kr, en þetta er svona límtréshillur sem ég fékk þá í timbursölunni síðan til þess að stytta fyrir mig…

www.skreytumhus.is-026

…ég geri síðan sérpóst um bæsunina á þessum hillum, en þær eru bæsaðar með sama bæsi og ég er vön að nota frá Slippfélaginu…

www.skreytumhus.is-045

…sömuleiðis er þessa hilla úr Bauhaus, en hins vegar er Effelturnar-myndin úr Rúmfó

www.skreytumhus.is-022

…þetta geggjaða ljós fékk ég sömuleiðis í Bauhaus...

www.skreytumhus.is-0231

…og það er alveg möst að fá sér svona flotta vintage peru í með…

www.skreytumhus.is-0241

…bókakassarnir eru frá Bauhaus líka – kostuðu rétt rúmlega 2000kr stk, en við ætlum að styrkja aðeins botninn á þeim og bæta svo við hjólum (og það verður sérpóstur)…
www.skreytumhus.is-002

…þar með held ég að allt “nýtt” sé upptalið!  Ef það er eitthvað sem þið sjáið, sem ég minnist ekki á – þá er ykkur frjálst að spyrja að vild og ég svara eftir bestu getu!

www.skreytumhus.is-029

 p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Skrifstofan – hvað er hvaðan…

  1. Margrét Helga
    03.03.2016 at 08:08

    Æði! Takk! Ótrúlegt að þetta séu nytjamarkaðshirslur en ekki eitthvað sem keypt var dýrum dómum…en…þegar maður hugsar sig aðeins um þá kemur það ekkert á óvart…þú ert ekki þessi bruðl-týpa heldur hagsýn húsmóðir og DIY-ari <3 Og algjör snillingur 🙂

  2. Elísabet
    03.03.2016 at 10:11

    Æðislegt herbergi og flottur liturinn. Ég er einmitt að fara að mála herbergi sonar míns sem er tæplega 11 ára og það á að vera í gráu. Búin að fá litaprufuna af kozýgráa og mála á vegg. Mér finnst liturinn æðislegur en er pínu hrædd um að hann sé of dökkur í allt herbergið? Herbergið er frekar stórt, um 15 fm. og öll húsgögn eru hvít sem tónar flott við grátt. Er kannski bara töff að hafa allt svona dökkt?
    Úff..ein óákveðin 😉

    Kær kveðja,
    Elísabet.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.03.2016 at 00:28

      Ég held ekki að kósý væri of dökkur í barnaherbergi – sérstaklega ekki í strákaherbergi 🙂 Setja bara fallega tóna með og ef húsgögnin eru hvít þá ætti þetta ekki að vera vandamál!

  3. Kolbrún
    07.03.2016 at 13:21

    æðisleg skrifstofan þín og gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að nýta gamalt og bara spraybrúsinn breytir öllu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *