Forsmekkur að skrifstofu…

…aftur? 🙂

Það er nefnilega þannig með sum rými, að þau þurfa að fá að breytast og þróast með árunum (hér sérðu skrifstofuna, eins og hún var).  Önnur geta verið nánast óbreytt, eins og t.d. hjónaherbergi, en herbergi eins og t.d. þessi skrifstofa, og barnaherbergin, eru í stöðugri þróun.  Þarfirnar breytast með tímanum.

Seinast þegar við gerðum skrifstofuna þá voru krakkarnir t.d. mikið í því að sitja hérna inni og perla og lita og annað slíkt.  En núna hefur það minnkað mikið – þau sitja oft saman við eldhúsborðið eða bara frammi í stofu.  Eins er ég mikið meira að vinna í tölvunni og að alls konar verkefnum og vantaði meira pláss fyrir mig!

Þannig að ég ákvað bara að nú skyldi skrifstofunni breytt – og ég myndi aðlaga hana að mestu leyti að mínum þörfum 🙂

Er það samt ekki ágætt líka, að gera hlutina fyrir sjálfa sig líka…

www.skreytumhus.is-019

…nú er ég bara að klára að setja í hillur…

www.skreytumhus.is-005

…og fiffa til hitt og þetta…

www.skreytumhus.is-006

…þar til ég get sýnt ykkur nýjar hirslur…

www.skreytumhus.is-017

…gamlar hirslur…

www.skreytumhus.is-008

…og nýja dásamlega SkreytumHús-litinn sem ég setti á alla veggi herbergisins…

www.skreytumhus.is-009

…þannig að þið getið búist við risamyndapósti…

www.skreytumhus.is-011

…á morgun 🙂

Hvernig lýst ykkur á það/þetta?

www.skreytumhus.is-013

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

12 comments for “Forsmekkur að skrifstofu…

  1. Kristjana Axelsdóttir
    01.03.2016 at 11:36

    Finnst þú nýbúin að græja skrifstofuna,,,,,,,en hlakka til að sjá!

    • Anna Sigga
      01.03.2016 at 12:17

      segi eins og Kristjana …. fóru þá allar hvítu hirslurnar út ??

      • Soffia - Skreytum Hús...
        01.03.2016 at 20:22

        Júbb – út með það allt saman 😉

  2. Margrét Helga
    01.03.2016 at 14:00

    Hlakka til að sjá alla breytinguna 😀 Forsmekkurinn lítur vel út…alltaf gaman að fá póst með myndum af risum, eða er það ekki annars sem risamyndapóstur er um?? 😛

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.03.2016 at 20:22

      Að sjálfsögðu 🙂

  3. Greta
    01.03.2016 at 14:32

    Úh… spennandi 🙂
    Hlakka til að sjá útkomunina.

  4. Eydís Einarsdóttir
    01.03.2016 at 14:43

    Hlakka ekkert smá til 🙂 Og vonandi kemur líka póstur seinna um hvað er hvaðan 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.03.2016 at 20:21

      Geri mitt besta 🙂

  5. Magga
    01.03.2016 at 19:43

    Er pínulitli skúffuskápurinn (er það ekki fínt orðið fyrir þetta) frá Rúmfó?
    Manstu nokkuð hvað hann kostaði, finn það ekki á síðunni þeirra 😛

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.03.2016 at 20:21

      Það passar Magga, hann kostaði 995kr ef ég man rétt 😉

  6. María Erla
    02.03.2016 at 00:07

    Hvað heitir nýji SkreytumHús-liturinn sem þú ert með á veggjunum ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2016 at 00:10

      Þessi nýji gat ekki heitað neitt annað en Kózýgrár, hann er svo dásamlega hlýlegur og kózý – auðvitað 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *