Öskudagurinn…

…var núna um daginn og ég ákvað að deila með ykkur mynd af mínum yndislegu börnum á þessum degi barnanna…

www.skreytumhus.is-001

…minn ljósi glókollur fékk svart sprey í hárið, og mamma hann fékk nett fyrir hjartað að sjá ljósu lokkana “hverfa”, þó það væri eingöngu tímabundið…

www.skreytumhus.is

…elsku stóra stelpan mín ákváð hins vegar að vera blómálfur.  Ég spurði hana hvort að hún vildi ekki fara sem eitthvað svona “skelfilegt” – vampýra eða eitthvað svoleiðis og fékk strax svarið:

“mamma, veistu ég er bara ekki svona krípí í mér” – haha, satt er það 🙂

www.skreytumhus.is-003

…við settum síðan nokkur blómabönd í hárið á henni, ásamt nokkrum lausum blómum, sveppum og jújú, einum fugli…

www.skreytumhus.is-004

…hún var síðan í jólakjólnum sínum, og með blómabelti frá mömmu sinni, og auðvitað aukablóm með…

www.skreytumhus.is-005

…hún var í inniskóm þegar hún var í skólanum, og við festum líka blóm á þá…

www.skreytumhus.is-008

…og á bakinu bar hún þessa líka blómlegu vængi (og já, hárið var aðeins bleikt til)…

www.skreytumhus.is-010

…ég keypti bara svona einfalda vængi í ToysRUs og tvo blómkransa, sem ég klippti svo í sundur…

www.skreytumhus.is1

…síðan sat ég við eina kvöldstund og saumaði öll blómin á vængina – dææææææs…

www.skreytumhus.is-0011

…hér sést helmingurinn og rúmlega það tilbúinn, og eins og sést þá bætti ég líka við fiðrildum…

www.skreytumhus.is-0021

…og að verki loknu og með fingurnar varanlega krepptar…

www.skreytumhus.is-0031

…en útkoman var skemmtileg…

www.skreytumhus.is-0041

…og dóttirin alsæl…

www.skreytumhus.is-0051

…og í það minnsta vængir sem voru ólíkir öllum öðrum…

www.skreytumhus.is-0071

www.skreytumhus.is-0081

…þannig að annar búningurinn var heimagerður og svona samansuða…

www.skreytumhus.is-013

…en hinn klassískur aðkeyptur…

www.skreytumhus.is-015

…enda skiptir það ekki öllu máli þegar að krílin halda kát út í daginn 🙂

www.skreytumhus.is-002

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Öskudagurinn…

  1. Margrét Helga
    23.02.2016 at 08:08

    Þau eru/voru ofboðslega flott 🙂 er alltaf jafn fegin að mínir drengir vilja yfirleitt bara vera þeir sjálfir. Er ekki mikill buningahönnuður 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *