Lang í, lang í…

…haldið þið ekki bara að það sé yfirvofandi Ammmmeríkuferð hjá frúnni.  Að vísu er það ekki fyrr en eftir 3 mánuði en spennan er ekki minni fyrir vikið.  Því er ég farin að huga að einum og einum (eða fjórum og fjórum) hlutum sem að mig langar mig að fjárfesta mér í.  Það er spurning hvort að þið viljið fá að vera memm í þeim pælingum?

Í það minnsta fékk ég þessa tvo dunka lánaða hjá henni Völu minni fyrir afmæli litla mannsins 2011.

2011-07-27-181519

Síðan þá er mér búið að langa endalaust mikið í svona til þess að eiga 🙂

Því stökk ég rakleiðis inn á Pottery Barn og kíkti á úrvalið hjá þeim núna…

Fullscreen capture 7.4.2013 231337

…þessir dunkar eru bara dásemd…

Fullscreen capture 7.4.2013 231341

…og það verða eitthvað svo sumarlegir og dásamlegir drykkirnir í þessu…

Fullscreen capture 7.4.2013 231348

…í alvöru, ætli ég komi bara 7 svona dúnkum með mér heim?

Fullscreen capture 7.4.2013 231411

…þetta er t.d. nauðsynlegt á pallinn…

Fullscreen capture 7.4.2013 231423

…sko!  Er reyndar ekki sannfærð um að blanda saman blómapottum og barnum, en oooook…

Fullscreen capture 7.4.2013 231427

…síðan er hægt að fá svona stálstand undir dunkinn…

Fullscreen capture 7.4.2013 231504

…og svo er líka gólfstandur, en ég held að það sé ekki flutningsvænt, jú sí…

Fullscreen capture 7.4.2013 231506

…held að ég fái mér ekki þennan með haldinu…

Fullscreen capture 7.4.2013 231545

…eeeeeeeen ég er farin að halda það að þessir verða fyrir valinu….

Fullscreen capture 7.4.2013 231709

…eins finnst mér þessi sæblái standur alveg dásamlegur, og hann fer á listann…

Fullscreen capture 7.4.2013 231951

…og hugsanlega bara hvítur líka…

Fullscreen capture 7.4.2013 232006

…hvað mynduð þið velja? 🙂

ps…ég var að setja inn sér hlekk hér að ofan með herbergisbreytingunum sem ég hef gert fyrir aðra.

Endilega kíkjið á með því að smella hér!

26 comments for “Lang í, lang í…

  1. Kolla
    08.04.2013 at 08:29

    OMG öfund!!
    Búin að vera skoða svona dunka í 2 ár,þeir eru svo flottir og bráðnauðsynlegir 🙂 Mundi velja þennan með hvíta standinum.

  2. 08.04.2013 at 08:31

    frábært, þú tekur 2 fyrir mig líka 😉 væri fínt fyrir mig í brúðkaupsveisluna í sept !! Blái liturinn er akkurat einn af þemalitunum. VÁ hvað ég þarf greinilega að komast út !!! Ætli hægt sé að fá svona sent heim?

    • Soffia
      08.04.2013 at 19:27

      Birna, þeir senda heim en hvernig kostnaðurinn er – fjúffff, það er önnur saga 🙂

  3. Svala
    08.04.2013 at 09:22

    Hurru essgan, bara koma með gám af þessu heim. Ég tek allavegana tvo, alveg perfect á pallinn í íslenska sumarhitanum.

    • Soffia
      08.04.2013 at 19:27

      Bara tvo???? Þúrt svo hógvær 😉

  4. Svava
    08.04.2013 at 09:31

    Vá hvað þeir eru flottir:) Ég verð að láta versla eitt svona stykki fyrir mig í Ammeríku 😉

  5. Audur
    08.04.2013 at 09:45

    Geðveikt! Þú verður eiginlega að taka bara sæbláa standinn líka, iss hann kemst í snyrtibudduna 😉

  6. Kristbjörg
    08.04.2013 at 11:35

    Búin að langa í svona þvílíkt lengi. Fór tvisvar til ammmeríkunnar i fyrra en var með svo mikinn farangur að ég gat ekki tekið þetta með eða eiginlega nennti ekki að halda á þessu í handfarangri. Læt kallinn halda á þessu næst.

  7. Guðbjörg Valdís
    08.04.2013 at 14:17

    Gordjöss! Mátt taka tvo fyrir mig 😉

    Pé ess…
    Ég er ekkert rosalega mikið að öfunda þig vegna ameríkuferðarinnar *öhömm* *hóst, hóst* 😉

    • Soffia
      08.04.2013 at 19:27

      *hóst* égöfundamiglíkarosalegamikið *hóst*

      😀

  8. Anna Sigga
    08.04.2013 at 14:44

    Ég á ekki orð……..mig langar bara fá sumarið strax !!!

    En þetta er allt fallegt! Sa einmitt sægræna diskinn…. Og hugsaði nei he þetta er “Dossudiskur!” 😀 snillingur, heppin að vera fara og þessi dunkar hafa bara verið að bíða eftir þér +diskurinn góði 😉

    Solarkveðjur að norðan, AS

  9. Dedda
    08.04.2013 at 14:49

    Ég bý hérna í Ameríkuhreppi og ef þér líkar vel við Pottery barn endilega kíktu líka á William-Sonoma flottar vörur þar en já mig grunar að þú eigir eftir að missa þig í Pottery Barn alltaf svo flottar vörur þar 🙂

    • Soffia
      08.04.2013 at 19:29

      össssss….heppin þú að búa bara í ammeríkuhéraði 🙂

      En já, að missa sig í Pottery Barn er hægur leikur, en hins vegar er það alltaf stuðbremsa að hugsa um hvernig maður ætlar að koma hlutinum heim!

  10. Þórný
    08.04.2013 at 17:38

    Var í Pottery Barn í Washington í gær. Varð hugsað til þín þegar ég sá nokkrar svona dunka 😉 Fyrir utan búðina var svo einn svona með fullt af ananasvatni -namm, namm!! Góða skemmtun í ferðinni þinni í sumar og takk fyrir skemmtilega bloggið þitt 🙂

    KV. Þórný

  11. Sara Björk
    08.04.2013 at 20:30

    Ég á svona 3 stk og þetta er dásemd !!! Algjört möst !!
    Höfum notað þetta í sumarhitanum, afmælum, og jólaboðum fyrir ölið og margt fleira 🙂 algjör sniiiild 🙂

    • Soffia
      08.04.2013 at 20:34

      Ahhhh – ég ætlaði bara að fá mér tvo. En ég sé að þrír væri mikið betra 😉

    • Eysteinn
      14.04.2013 at 20:34

      Sæl Sara er einhver möguleiki á að fá þá lánaða/leigða af þér yfir einn sólarhring? Ég þarf svo nauðsynlega svona ílát vegna sýningar sem ég er að taka þátt í hafnarhúsinu næstkomandi laugardag.

  12. Elín
    08.04.2013 at 21:00

    Ohhh mér var búið að dreyma um þessa í langan tíma þegar húsbóndinn gaf mér í jólagjöf núna um jólin ( minn er á hvítum standi). Held bara að þetta sé það fallegasta í eldhúsinu mínu….

  13. 08.04.2013 at 21:50

    ohh mig langar svo að komast pottery barn 🙂

  14. Anonymous
    09.04.2013 at 01:30

    pant pant ..heila tvo ..engin græðgi – þú reddar því er það ekki (“,)
    lovjú

  15. Katrín Gunnarsdóttir
    09.04.2013 at 09:03

    ohhh… já takk er sko búin að vera að skoða þessa í 2 ár og dauðlangar í. Ég myndi fjárfesta í 1 ef ekki 2 🙂

  16. 09.04.2013 at 10:35

    worldmarket er oft með ódýrari en ágæta “drink-dispensers”

    http://www.worldmarket.com/search.do?query=drink+dispenser

    tekurðu svo ekki örugglega eitt svona með heim? http://www.worldmarket.com/product/metal-party-tub.do?&from=fn

    • Soffia
      10.04.2013 at 00:53

      Kraaaaaaaapppp Bryndís, það er endalaust af fallegu góssi þarna 🙂

  17. Eysteinn
    14.04.2013 at 20:36

    Ef þið vitið um einhvern sem getur lánað/leigt mér svona ílát yfir einn sólarhring, Ég þarf svo nauðsynlega svona ílát vegna sýningar sem ég er að taka þátt í hafnarhúsinu næstkomandi laugardag. Ég væri mjög þakklátur viðkomandi.

  18. Daníela
    11.05.2014 at 15:53

    Sæl veistu um einhverja sambærilega dunka til sölu hérna á íslandi ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.05.2014 at 21:58

      Daníela, ég sá svipaða, en örlítið minni, í Pier núna um daginn. Síðan var einn til úr plasti í Lauru Ashley í seinustu viku 🙂

Leave a Reply to Bryndís Guðnadóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *