Afmælisrestar…

…eða næstum svona hitt og þetta afmælis 🙂

www.skreytumhus.is1

Ég átti víst eftir að klára blessaða afmælið hérna inni og var búin að lofa veitingapósti, eða bara restum!  Eru ekki líka afgangar klassískir eftir svona partý?

Fyrst af öllu, ég er ekki nein eldabuska og er víst ekki að njóta mín í bakkelsi og öðru slíku, nema bara til þess að borða það.  Hins vegar bý ég svo vel að eiga góða að og kunna að redda mér – það er kostur.

Einföld lausn, bollakökur úr kökumixi – hver kann ekki að meta svoleiðis gersemar 😉

www.skreytumhus.is-022

…eins kom fram í fyrri pósti, þá keypti ég box í Tiger, og var með popp, snakk og saltstangir í svoleiðis og þetta er alltaf svo vinsælt hjá krökkunum, sérstaklega til þess að taka með inn í herbergi eftir að þau hafa borðað…

www.skreytumhus.is-037

…ég var með servéttur úr Rúmfó, og þarna sjáið þið stæðurnar af diskum sem biðu gestanna.  Enda erum við stór famelia og svona “lítið” barnaafmæli kallar á næstum 50 gesti…

www.skreytumhus.is-056

…og að vanda var það elskan hún mamma sem kom til bjargar, og í þetta sinn með fullan bíl af kökum…

www.skreytumhus.is-080

…síðan, eins og venjulega var ég með ávexti í skál, sem er alltaf jafn vinsælt…

www.skreytumhus.is-071

…lakkrístoppar frá mömmu – sem er uppáhalds afmælisbarnsins…

www.skreytumhus.is-072

…fyrrnefndar möffins…

www.skreytumhus.is-076

…og smá skraut skemmir aldrei…

www.skreytumhus.is-077

…einfaldast í heimi og ávalt vinsælt, brauð og pestó…

www.skreytumhus.is-078

…manni langar eiginlega aftur í kökur, þegar ég horfi á þessar myndir…

www.skreytumhus.is-079

…eins og sést hérna, þá tók ég tvöfaldan disk sem ég átti og skellti ofan á disk á fæti, svona til þess að fá upphækkun…

www.skreytumhus.is-081

…nú og ef er verið að spá hvers vegna skálar?

www.skreytumhus.is-0081

…þá er málið að afmælisbarnið er alls ekki hrifið af kökum, en hún elskar ís hins vegar endalaust.  Því voru keyptar hennar uppáhalds sósur…

www.skreytumhus.is-024

…og ég fann svona sniðug ískex í Krónunni -alls konar bragðtegundir…

www.skreytumhus.is-023

…sem urðu mjög vinsæl…

www.skreytumhus.is-038

…og bónus, sæt í skálum…

www.skreytumhus.is-066

…ekki satt?

www.skreytumhus.is-083

…og ég get alveg svarið fyrir það að þetta var þvílíkt vinsælt hjá krökkunum, þau alveg hreint átu ís eins og þau væru á launum við það 🙂

www.skreytumhus.is-086

…svo var auðvitað kaka með 10 kertum…

www.skreytumhus.is-063

…því að hluti af stemmingunni er að blása á kertin auðvitað…

www.skreytumhus.is-087

..og þarna sjáið þið sæla afmælisstúlku…

www.skreytumhus.is-090

…og að svo þarf að blása…

www.skreytumhus.is-091

…heitu réttirnir komnir úr ofni, og þá er bara að borða, og borða meira…

www.skreytumhus.is-092

…afmælismæðgur…

www.skreytumhus.is-088

…og krakkaborðið í fullu swing-i…

www.skreytumhus.is-093

…ísinn vinsæll – og ég veit ekki hvort að þið sjáið það, en mjólkin var vinsælasti drykkurinn með…

www.skreytumhus.is-094

…svo kemur hér bara kökuklám…

www.skreytumhus.is-095

…svona til þess að koma þessu öllu frá…

www.skreytumhus.is-096

…karamellukaka – ommnommnomm…

www.skreytumhus.is-097

…hin klassíska skúffukaka enn og aftur…

www.skreytumhus.is-098

…og svo er þetta alltaf snilld.  Marensbotn niðurbrotinn, þeyttur rjómi, kókósbollur og svo jarðarber og t.d. bláber – og allt hrært saman.  Alveg geggjað gott og allir geta gert…

www.skreytumhus.is-100

…afmælisstelpan mín stóra, og minnsti fjölskyldumeðlimurinn, litla dásamlega frænkan okkar ♥

www.skreytumhus.is-101

…og krakkahópurinn í stuði…

www.skreytumhus.is-103

…pakkar opnaðir…

www.skreytumhus.is-106

…fékk þessa rosalega flottu mynd eftir frænku sína…

www.skreytumhus.is-107

…og að lokum verð ég að sýna ykkur Storminn, en hann hefur einstakt lag á að troða sér í fangið á fólki og fá þannig þá athygli sem honum finnst að hann eigi inni alltaf…

www.skreytumhus.is-064

…hann er svoddan troðustupúki…

www.skreytumhus.is-108

…og það sem skiptir öllu, þessi unga afmælissnót var verulega kát með daginn sinn og veisluna – og þá er allt gott…

www.skreytumhus.is-109

…og með þessu lýkur þessum amælisþríleik (Fyrsti hluti hér annar hluti hér).

Þá segi ég bara góða helgi og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥

www.skreytumhus.is-113

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

3 comments for “Afmælisrestar…

  1. Margrét Helga
    26.02.2016 at 14:02

    Æðislega girnilegt hjá þér og ykkur! Og auðvitað flottar skreytingar eins og alltaf. Ef svo ólíklega myndi vilja til að yngri sonur minn og dóttir þín myndu fá sér ís saman þá er greinilega eins gott að hafa nóg af honum!!! 😛 Hann er líka með svona ís-æði! 😉 Og sá eldri reyndar líka….

    Góða helgi mín kæra 🙂

  2. Anonymous
    26.02.2016 at 20:16

    Soffía hvar fekkstu þessi flottu kerti á afmæliskökuna?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.02.2016 at 22:24

      Keypti þessi í Hagkaup í Garðabæ 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *