Afmælisveisla fyrir 10 ára dömu…

…og forsendurnar breytast með hverju árinu.
Bless Barbie kaka, so long Monster High, auf wiedersehen PetShop.

Halló litla blúndan mín 

www.skreytumhus.is-061

…borðið var skreytt að vanda…

www.skreytumhus.is-068

…og nokkrar bollakökur komust á disk…

www.skreytumhus.is-076

…og mest megnis var bara notast við það sem til var heima…

www.skreytumhus.is-0081

…og svo bara raðað kertastjökum og öðru slíku á borðið mitt…

www.skreytumhus.is-085

…og auðvitað fánalengjurnar – enda klassík.

www.skreytumhus.is-0091

…ég keypti líka blóm til þess að hafa á borðunum, og þar á meðal þessar grænu greinar sem vöktu með mér mikla löngun um sumar og sól…

www.skreytumhus.is-035

…nú ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvort að það hafi verið súpa með kökunum?  Þá er það rangt 🙂

Við ákváðum að bjóða upp á ís, eins mikið og krakkarnir gátu í sig komið, þar sem að afmælisbarnið elskar ekkert heitar en ís – ís og meiri ís…

www.skreytumhus.is-032

…rósina fékk daman í skírnargjöf, og því kjörið að hafa hana á borðinu, til skreytinga…

www.skreytumhus.is-048

…annars var þessi dúkur nánast stjarna borðsins, gerði svo mikið…

www.skreytumhus.is-0051

…og það er ágætt að móðirin á lager af kertastjökum því þá var auðsótt mál að týna á borðið það sem þótti passa…

www.skreytumhus.is-058

…og til þess að hafa einhverja afmælisköku, þá var klassíska skúffukakan skreytt með krúttaralegri uglu í tilefni dagsins…

www.skreytumhus.is-060

….og meira af snakki og góssi…

www.skreytumhus.is-065

…það kemur síðan sér póstur um hvað er hvaðan og meiri myndir af veitingum!

Þið megið líka bauna á mig spurningum hér fyrir neðan og ég skal reyna að svara þeim eftir fremsta megni 🙂

www.skreytumhus.is-070 p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

9 comments for “Afmælisveisla fyrir 10 ára dömu…

  1. Margrét Helga
    15.02.2016 at 21:23

    Vá!! Allt æðislegt eins og þín er von og vísa 🙂 Hlakka til að sjá “hvað er hvaðan” póstinn!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 23:55

  2. Anna Sigga
    15.02.2016 at 22:48

    Æði afmæli ! 🙂

    jú öskjurnar undir snakkið, hvar ?? 🙂

    ammæli hjá mínum 7 bráðum 8 ára eftir örfáar vikur 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 23:54

      Tiger, nokkrir litir til…

  3. Ása Hauksdóttir
    16.02.2016 at 12:46

    Mig langar að flytja til þín, alltaf allt svo fínt og fallegt 🙂

  4. Guðrún H
    16.02.2016 at 14:04

    Þetta er alveg yndislegt, ég get rétt ímyndað mér að afmælisbarnið hafi verið ánægð með fínheitin. Mig langar svo að vita hvar þú fékkst dúkinn, hann er æðislegur.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 23:54

      Dúkurinn er úr Rúmfatalagerinum á Korputorgi 🙂

  5. Greta
    16.02.2016 at 15:08

    Æðislegt hvað þér tekst að gera þetta pínu “fullorðinslegt” sem hæfir
    10 ára stúlkum :-).
    Hlakka til að vita hvar snakk-boxin og glösin fást.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 23:53

      Snakkboxin eru úr Tiger, en glösin frá Ikea 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *