Íbúð – fyrir og eftir…

…ég fékk skemmtilegt verkefni síðla hausts að aðstoða yndislega konu við að gera íbúð hlýlega og kósý.

Þetta þótti mér nú ekki leiðinlegt og við hófum verkefnið með því að skoða íbúðina og hvernig hún leit út fyrir.

Fyrir-myndir, auðir veggir…

IMG_4346

…fallegur rúmgafl úr parketi sem var fyrir í svefnherbergi og flott náttborðsljós – vantaði bara herslumuninn…

IMG_4339

…stór kommóðuveggur sem þurfti bara smá skrautmuni…

IMG_4340

…stofunni sem vantaði smá hlýju…

IMG_4344

…fallegir kalkaðir veggir sem þurftu bara smá skreytingar…

IMG_4345

…og jú, það þurfti eitthvað að endurraða…

IMG_4349

…því var skundað í leiðangur þar sem t.d. þessi var keyptur í Rúmfó…

IMG_4380

…speglar voru skoðaðir…

IMG_4385

…sem og klukkur…

IMG_4391

…svo þegar ég fór í Ikea þá bar þessi sjón fyrir augum þegar ég gekk út…

IMG_4428

…og þegar ég keyrði burt – þannig er auðvelt að tímasetja þessa ferð mína…

IMG_4430

…og það getur enginn sagt að hún Soffia sé ekki með meirapróf að raða í bíl sko…

IMG_4431

…hann var svo smekkfullur að ég hélt að ég kæmist ekki í bílstjórasætið…

IMG_4432

…því allt var troðið…

IMG_4433

…og svo er bara að raða og búa til frið og ró og kózýheit…

IMG_4435

…löberinn fallegi er úr Rúmfó, stóra geggjaða skálin úr Ilva en kertastjakinn úr Ikea…

IMG_4443

…himnafegurðin er síðan bara sér kapituli út af fyrir sig…

IMG_4444

..sófinn var færður upp að veggnum, og stór og falleg motta sett til þess að “festa” niður sófasvæðið…

IMG_4451

…bakkinn fannst í Góða Hirðinum á nokkrar krónur og fékk bara spreymeðferð – og sjáið hvað tvo svona borð saman, úr Rúmfó, eru geggjuð upp við kalkaða vegginn…

IMG_4452

…við völdum “hlýja” púða, flauels-púða úr Ikea og svo dásamlega íslenska púðann frá Lagður…

IMG_4454

…það líka alltaf svo gaman að raða á svona falleg hliðarborð…

IMG_4503

…myndirnar fann ég í Góða Hirðinum, en kertastjakarnir eru úr Ilva og Ikea…

IMG_4456

…glerkassinn flotti er úr Rúmfó, en Maríu-styttan er úr Pier…

IMG_4459

…ég fann líka þessa fallegu platta í Góða og setti einn undir styttuna, og það kom ótrúlega skemmtilega út.  Kom eitthvað svo skemmtileg vidd í kassann…

IMG_4458

…fann fleiri svona líka og við settum þá á “neðri hæðina”.  Bakkinn og tréskálin koma úr Rúmfó…

IMG_4464

…skreytt með bókum og kertum, allir eiga svoleiðis ekki satt?

IMG_4463

…þar sem að borðið var stórt, var sniðugt að skipta því upp í svæði með bakkanum og bókum, þá virka hlutirnir fastir og eru ekki of litlir á borðið…

IMG_4466

…ljósakrónan var fyrir í íbúðinni, en stóru kertastjakarnir eru að mig minnir úr Ilva…

IMG_4468

…stóra glerkrukkan í glugganum er úr Ilva, en sú litla úr Rúmfó. Síðan sjáið þið stóra svona kampavínsfötu, en hún geymir fullt af kertum svona á milli partýa…

IMG_4469

…smá gervigrænka, sem kom úr Ikea, og glerkrukka með krana úr Rúmfó.  Þriggja hæða diskurinn er úr Ilva…

IMG_4470 IMG_4471

…við fengum þennan fallega bekk og hann var kjörin til þess að gefa smá mýkt á móti leðursófunum, til þess að skapa aukasæta sem auðvelt væri að nota, og svo skyggir hann ekkert á gluggann…

IMG_4472

…svo er þessi bekkur bara dásemd, og verður enn fallegri með gæru ofan á…

IMG_4517

…önnur einföld lausn sem að snarbreytti rýminu var að setja gardínur fyrir gluggana.  Þessar eru dökkgrár, úr svona sléttflaueli, þannig að þær eru dásamlega mjúkar og hlýjar að sjá, hljóðeinangra og draga alveg úr birtu ef þörf krefur…

IMG_4485
…nú svo þegar maður er með smá veggbút, sem vantar eitthvað á, þá var þessi stigi bara snilld…

IMG_4480

…það átti reyndar eftir að loka þessum dósum, en þið látið bara eins og þið sjáið það ekki, og svo er þetta góður staður fyrir aukateppin, ekki satt?

IMG_4476

…sömuleiðis á tóma vegginum á ganginum, þar var búið til smá “móment” – stór spegill og gólflampi, og svona smátterí með…

IMG_4477

…fallegt rúmteppi og púðar, ásamt dýrðlegri grárri gæru…

IMG_4486

…og þessi yndislegu náttborð…

IMG_4488

…þau eru hol að innan þannig að hægt er að geyma í þeim sitthvað – þessi koma úr Rúmfó…

IMG_4496

…punterí á kommóðuvegginum…

IMG_4490

…vantaði eitthvað í hvelli í rammana, þannig að við réðumst bara í Fréttablaðið…

IMG_4491

…og tókum kápuna af einni bók, sem var orðin illa farin…

IMG_4493

…og þessi fannst mér ansi skemmtileg…

IMG_4494

…allt verður fallegra með kertaljósi…

IMG_4495

…og erum við ekki bara sammála að stofan er kósý og hlýleg núna…

IMG_4497

…svona með nokkrum vel völdum hlutum…

IMG_4499

…og slatta af púðum, auðvitað!

IMG_4500

…og nóg af kertum – aldrei nóg af kertum sko…

IMG_4511

…þessi risastóri 3ja hæða var hreint dásamlegur!  Ég fékk svo í hnén þegar ég sá hann að ég er ekki enn búin að jafna mig…

IMG_4507

…risavaxinn draumur á hæðum…

IMG_4508

…og auðvitað var karfa með aukateppum og púðum…

IMG_4509

…borðið hafði verið kalkmálað og kemur alveg ferlega flott út…

IMG_4515

…ég fann þessar dýrðlegu könnur í Góða, alveg hrikalega flottar og glerkúpullinn er úr Rúmfó…

IMG_4519

…síðan náðum við ekki alveg að klára forstofuna, en þetta er svona forsmekkur að henni…

IMG_4527

…mig langar rosalega að fara þarna við tækifæri og fá að taka myndir í dagsbirtu – það var orðið svo dimmt þegar við kláruðum að myndirnar eru fremur dökkar.

En ég vona að þetta komist til skila engu síður.

Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég er bara ansi stolt af útkomunni ❤

IMG_4518

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

25 comments for “Íbúð – fyrir og eftir…

  1. Margrét Helga
    09.02.2016 at 08:58

    Vá! Þvílíkur munur! Geggjað 😀 Fallegt og kósý 🙂 Held að ég þurfi pottþétt að fá þig til að skipuleggja blessað hornherbergið þegar það verður tilbúið 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 23:58

      Call me 😉 ♥

  2. Rannveig Ása
    09.02.2016 at 09:05

    “You never seaze to amaze me” segi ég nú bara. Vá, vá, vá. Bravó! *hneygj og beygj*

  3. Kristín S
    09.02.2016 at 12:00

    mjög flott !
    Hvaðan er karfan undir púðana og teppin – er einmitt í svoleiðis leit 😉

    kveðja
    Kristín S

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.02.2016 at 12:47

      Karfan er úr Rúmfó 😉

      • Kristín S
        10.02.2016 at 21:10

        takk
        skaust þangað í dag (með eiginmanninn með mér) þannig að hún kom ekki heim með okkur, heldur önnur sem við vorum sammála um 😉 (þessi gráa þykka sem er eins og fléttuð).

  4. Berglind Kristinsdóttir
    09.02.2016 at 12:46

    ótrúlega flott breyting á þessu annars fallega heimili

  5. Elisabet
    09.02.2016 at 13:32

    Fallegt og mjög smekklegt !
    Mikið hlýtur að vera gaman að finna breytinguna frá því að byrja með blogg útaf ástríðu og að svo tengjast áhugamálið og atvinna í alsherjar gleði 🙂
    Att þetta allt skilið því að þetta er þrotlaus vinna, ástríða og gjafmildi sem að stendur á bak við velgengni þína. Go Girl !

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 23:58

      Awww – ég fékk heitt í hjartað – takktakk ♥

  6. GG
    09.02.2016 at 17:12

    Þetta er virkilega fallegt og vel heppnað 🙂 Hvað kostaði þetta svona ca?

  7. Alma
    10.02.2016 at 09:54

    Vá. Ég segi bara…. vá. Þú ert ótrúlega hæfileikarík!! Á svo mikið af dóti sem var einmitt keypt til að gera “kósí” en ég hef bara ekki þessa hæfileika… Dásamlegt að fá svona góðar hugmyndir frá þér! Ég meina… plattar undir kertin? Tær snilld! Gefa ótrúlega mikla dýpt!! Nú er bara að bretta upp ermarnar og fara að fikta sko. Og veistu hvað? Þú ert listamaður! Til hamingju með þetta og endilega haltu áfram að deila fegurðinni! Knús til þín! 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.02.2016 at 23:57

      Hjartans þakkir – ♥

  8. Sigga
    28.02.2016 at 14:57

    Þetta er virkilega flott – gaman að sjá svona mikinn mun! Èg tala nú ekki um að sjá svona fyrir og eftir myndir! Hvar fæst ljósi bekkurinn í stofunni?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.02.2016 at 14:59

      Takk Sigga! Bekkurinn er úr Rúmfó 🙂

  9. Gerður Janusdóttir
    03.05.2016 at 08:46

    Sæl, Gaman að sjá muninn 🙂 Hvaðan er svarti og hvití púðinn í forstofunni ? Takk fyrir gott blogg.
    Gerður.

  10. Lára
    10.10.2016 at 14:43

    Alltaf svo flott hjá þér. Ein spurning, kommóðu veggurinn. Hvaða litur er á veggnum? svo fallega grár 🙂
    bestu kveðjur

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.10.2016 at 23:18

      Takk fyrir það – málningin var á íbúðinni fyrir, en ég held að þetta sé kalkmálningin frá Auði Skúla 🙂

  11. Sirrý Odds
    12.01.2017 at 08:57

    Sæl, Þessari línu er ég svo hrifin af.mjög flott.
    Spegillinn stóri með standlampanum hvar fékkst þú hann ??
    Mér vantar nákvæmilega svona spegill í svefnherbegi,

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.01.2017 at 21:54

      Spegillinn og lampinn eru úr Ikea. Minnir að spegilinn heiti Hemnes!

  12. maja
    28.02.2017 at 09:28

    mjög fallegt og hlýlegt 🙂

  13. Anonymous
    01.03.2017 at 10:12

    Mér finnst þetta vera ofhlaðið og ópraktískt – myndarammar á gólfinu eru til ama og erfitt að þrífa í kringum þá. Ekki fyrir mig. Þetta er hreinlega bara eins og kertastjakabúð.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.03.2017 at 10:25

      Já velkomin á fætur sólskin!

      Bara smá upplýsingar, þá átti eftir að hengja upp alla rammana sem á gólfinu standa – þeim var stillt upp á þeim stöðum sem þeim var ætlað veggpláss.

      Annars bara óska ég þér góðs dags!

  14. Steinunn Þorsteinsdóttir
    01.03.2017 at 17:48

    ein spurning, hvar endaði sjónvarpið?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.03.2017 at 20:46

      Það er annað sjónvarpsherbergi í húsinu, þetta átti að verða stofa til að sitja og spjalla og njóta útsýnisins 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *