Innlit í æðislegt strákaherbergi…

…og þá er það innlit í strákaherbergið sem ég lofaði ykkur í seinustu viku.  Svona eftir að hafa skoðað herbergi systur hans (sjá hér), þá er ekki annað hægt…

IMG_6645

…eins og áður sagði, þá átti ég ekki hönd á bagga í að gera þessi yndislegu herbergi – en ég stóðst bara ekki að fá að deila þeim með ykkur.  Þetta er svo dásamlega stílhreint, fallegt og bara pörfekt…

IMG_6649

…blái liturinn gefur svo mikla hlýju, og myndirnar yfir rúminu sýna hve miklu máli það getur breytt að velja myndir og ramma í réttri stærð.  Ef þetta hefðu verið tvær litlar myndir þá hefði þetta alls ekki verið eins flott og mikill karakter af þeim…

IMG_6648

…eins er djúpur og flottur skápur/skenkur á bakvið hurðina og að rúminu, sem geymir fatnað og leikföng og tekur allt sem þarf að koma fyrir.  Auk þess er þetta landakort alveg hreint svakalega flott…

IMG_6651

…rétt eins og í stelpuherberginu þá er stillt upp með leikföngum og því sem að skiptir barnið máli.  Þannig á þetta að vera í barnaherbergjum, að mínu mati…
IMG_6654

…enda er það kjörið þegar að dótið er svona flott…

IMG_6675

…og svo er það þægilega aðgengilegt…

IMG_6677

…og bækur eru ekki bara skemmtilegar, þær eru sko líka skraut – bara svo það sé á hreinu…

IMG_6656

…svo er það þessi herramaður sem fékk sér sæti fyrir myndatökuna…

IMG_6658IMG_6682 …á meðan annar faldi sig bara á bak við gardýnuna…
IMG_6662

…fallegur Heico lampi i hillunni…

IMG_6663

…og önnur leikföng…

IMG_6680

…og rétt eins og stelpuherberginu eru snagar sem að geyma töskur og aðrar slíkar nauðsynjar…

IMG_6667

…mér finnst þetta allt saman svo flott – alveg upp á 10…

IMG_6672 IMG_6652

…og ég held að þið finnið, eins og ég, hversu fallegt og stílhreint þetta er.  Friðsælt er líka orð sem kemur upp í hugann, þið sjáið líka að það virkar svo hátt til lofts, þegar að gardýnustöngin er höfð svona ofarlega…

IMG_6684

…síðan var það flotta balletsláin sem er í stelpuherberginu, en drengurinn sem á þetta flotta herbergi sem við vorum að skoða er sko líka að æfa ballet alveg á fullu, og fær að nota aðstöðuna með systur sinni…

IMG_6642

…ég fékk að prufa að sækja teppi og púða, eins og þið sjáið þarna til hliðar, og þessi hérna fylgdi mér eftir – til þess að vera viss um að ég gerði ekkert af mér 😉

IMG_6694

…og eins og þið sjáið, þá væri þetta snilld líka í hjónaherbergi fyrir rúmteppin á milli æfinga hjá þeim sem stunda dans…

IMG_6699

…fylgifiskurinn minn 🙂

IMG_6704

…greinilegt hver kann að stilla sér upp…

IMG_6707

…haha 🙂

IMG_6710

…krúttköttur ♥

IMG_6715

…og eins og þið sjáið, þá er þetta svo fallegt heimili…
IMG_6718

…dansandi skuggar á veggjum…

IMG_6720

…og auðvitað…

IMG_6721

IMG_6723

…elsku vinir, hjartans þakkir fyrir að hleypa mér inn á heimilið og leyfa mér að mynda og deila þessu hérna.  Ég kann svo mikið að meta það 🙂

Ég er sko viss um að þið eruð uppfullar af hugmyndum eftir þetta, ekki satt?

Dásamlegt ♥

IMG_6686

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Innlit í æðislegt strákaherbergi…

  1. Margrét Helga
    01.02.2016 at 09:52

    Yndisleg herbergi, fæ fullt af hugmyndum fyrir mína tvo gaura en þeir fara vonandi að fá sín herbergi núna fljótlega 😉

    Kettirnir eru æði, sérstaklega þegar hann er á bak við teppið á ballettstöngunum og uppi á handriðinu. Hvíti bletturinn á hökunni á honum (á síðustu myndinni) virkar eins og kanínutennur á honum 😀 Þvílíkt krútt!

  2. Ragga
    01.02.2016 at 22:19

    Æðislegt rúmteppi en ég leita mikið að fallegu rúmteppi til strákanna minna. Veistu hvar þetta fæst?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.02.2016 at 19:10

      Rúmteppið er frá Rúmfatalagerinum 🙂

  3. Sigríður
    27.03.2017 at 12:21

    Langar svo að forvitnast um dásamlega bláa litinn á strákaherberginu, hvort þú ert með heitið á honum ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *