Innlit í dásamlegt stelpuherbergi…

…um daginn fór ég í heimsókn til vinafólks, og verandi ég, og gasalega þreytandi týpa, þá gat ég ekki staðist það að fá að taka smá myndir af fallegu barnaherbergjunum hjá þeim og sýna ykkur 🙂

Ég er sem sé þessi þreytandi týpa, sorry!

En þið njótið góðs af og fáið vonandi alls konar flottar hugmyndir – og við byrjum í stelpuherberginu…

IMG_6608

…í þessu fallega herbergi býr sko 10 ára ballerína, sem er svo heppin að pabbi hennar útbjó svona dásamlega balletslá fyrir hana, og bróður hennar sem er líka í ballet, í jólagjöf.

Sláin er náttúrulega bara snilld þar að auki fyrir rúmteppin og annað slíkt…

IMG_6605

…þarna er allt á sínum stað, og greinilegt að allt á sinn stað – sem er alveg yndislegt í barnaherbergi.  Það auðveldar svo krökkunum að ganga sjálf frá, og bara að ganga vel um…

IMG_6606

…og þarna er líka eins og mér finnst svo fallegt, stillt upp með leikföngum og öðru slíku sem barnið á, notar og hefur gaman að…

IMG_6607IMG_6624

…alltaf sniðugt að vera með snaga fyrir veski og annað slíkt, og hérna eru þeir í fínni hæð.  Þannig að skrifborðið nær að “fela” töskurnar og allt er svo fínt…
IMG_6610

…ótrúlega flott listaverk eftir ungu listakonuna sem býr í herberginu…

IMG_6632

…og hér erum við að ræða unga konu með alvöru myndlistaráhuga…
IMG_6631 IMG_6612

…dásamlega krúttaður kisulampi…

IMG_6633

…hreindýr geymir skartið…

IMG_6613

…þar á meðal þetta geggjaða kisuhálsmen, sem er íslensk hönnun…

IMG_6614

…svo er ekki annað hægt en að minnast á himnasængina, sem gerir rúmið ævintýri líkast…
IMG_6619

…en þau notuðu bara gardínuuppfestingar úr Ikea og síðan fallegar gardínur…

IMG_6643 IMG_6644

…og úr verður þetta yndislega pláss ♥

IMG_6634

…sem verður ennþá krúttlegra með svona fallegu sængurveri, púðum og vinalegum loðdýrum…

IMG_6620 IMG_6621

…prinsessulegur kjóll, og auðvitað bogi líka, því að alvöru prinsessur redda sér sjálfar…

IMG_6625

…alveg dásemd að sjá svona persónuleikann í gegnum herbergið…

IMG_6629

…nú og talandi um ballerínuna sem í herberginu býr, þá er þetta nú viðeigandi lampi – í tjúllpilsi…

IMG_6623

…og það er margt sem minnir á þessa ástríðu…

IMG_6628

…og mest af öllu auðvitað sláin og balletskórnir…

IMG_6639

…mig langar að skella inn upplýsingum um slánna fallegu:
“Þessi fallega ballettslá var gjöf til barnanna okkar sem eru á 4. og 1. stigi. Hún vakti svo mikla lukku að mér datt í hug að athuga hvort fleiri hefðu áhuga á að eignast slíka slá fyrir sína ballettdansara.
Þær eru handgerðar af færum smið, festingar úr hvítu járni og stangir úr renndri eik. Fallegar og sterkbyggðar og gerðar eftir réttum stöðlum fyrir ballettslár.
Þær eru 90cm á breidd og 28cm frá vegg.”

Ef þið hafið hug á svona, þá má hafa samband við Ívar í síma 820-8011…

IMG_6640

…alveg yndislegt…

IMG_6641

…eruð þið ekki sammála um að þetta herbergi er alveg draumur í dós?

Svo hlakka ég til að sýna ykkur líka strákaherbergið, sem er alveg æðislegt líka 🙂

IMG_6687

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Innlit í dásamlegt stelpuherbergi…

  1. Margrét Helga
    25.01.2016 at 08:26

    Vá! Þetta er æðislegt herbergi! Hlakka til að sjá strákaherbergið 😀

  2. Þorbjörg Karlsdóttir
    25.01.2016 at 13:15

    Dásamlegt herbergi það hefur allt sem prinsessa gæti óskað sér 😍ohg margar sniðugar lausnir t.d sláin og snagarnir já þessi prinsessa hlýtur að vera glöð 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *