Vittsjö-an okkar…

…ég verð nú að segja að ég er enn svo afar happy með “nýju” Vittsjö-hilluna sem að við Ikea-hack-uðum núna í haust (sjá hér).  Það er gaman að raða í hana og hlutirnir eru að njóta sín vel…

skreytumhus.is-011

…enn og aftur, þrátt fyrir að jólin séu farin í kassa, þá standa eftir ýmsir hlutir sem koma m.a. í hús í kringum desember.  Eins og stóra húsið lengst til hægri, sem kemur úr Rúmfó, en hin eru reyndar eldri.

skreytumhus.is

…kassi með gamalli myndavél og Instagram myndum ofan á.  Reyndar eiga þær að fara í efra hólfið, sem er fullt af glingri núna…

skreytumhus.is-001

…þarna undir eru einmitt tvær bækur sem ég var að panta mér í desember, þarf að sýna ykkur aðeins í þær fljótlega…

skreytumhus.is-002

…þessi skál er í svo miklu uppáhaldi hjá mér, finnst hún alveg ferlega flott…

skreytumhus.is-004

…og meira af bókum…

skreytumhus.is-005

…svo ekki sé minnst á grind með tímaritum.  En þessi flotta karfa er úr Rúmfó, fyrir áhugasama…

skreytumhus.is-006

…ein krukka fær að vera í hillunni líka, og geymir kerti…

skreytumhus.is-007

…í efstu hillunni er þessi stóri engill, sem að mamma gaf mér einu sinni.  Kemur frá Sia-merkinu.  Síðan í haust, þá fann ég litla engilinn í Góða Hirðinum, þannig að nú eru þeir sameinaðir vinirnir, og með þeim stendur krúttaðaa gervitréð úr Litlu Garðbúðinni…
skreytumhus.is-014

…annars vona ég bara að þið eigið yndislegan dag og farið varlega í snjónum ♥

skreytumhus.is-012

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Vittsjö-an okkar…

  1. Margrét Helga
    12.01.2016 at 13:49

    Kósý 🙂 Gott að þeir eru sameinaðir, englavinirnir 😉

    Langar einmitt svo að skoða þessar bækur, bæði Young House Love (sem ég sá á annarri mynd í þessum pósti) og Lovable, livable home…hlakka til að sjá úr þeirri seinni í einhverjum pósti 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *