Inn í helgina…

…og við hefjum póstinn á eldhúsborðinu í vetrarbúning, sem – ef ég er hreinskilin- er í sjálfu sér ekkert mikið öðruvísi en það er allt árið. Samansafn af hinu og þessu sem gleður augað og gerir mig káta.

Það eina sem er virkilega vetrar, kannski, er litla tréð í könnunni…

www.skreytumhus.is-0071

…gamli sleðinn fær að vera áfram hérna inni, enda alltof fagur til þess að geyma uppi á háalofti 10 mánuði á ári, sei sei…

www.skreytumhus.is-0101

…lítið einmanna jólatré fær að húka áfram, Paul er kominn í gluggann og nýtur sín vel með dagsbirtuna í bakið, og svo eru pappakúlur úr Púkó og Smart sem kúra hjá trénu (þær eru reyndar frá House Doctor og því enn séns að fá svoleiðis einhversstaðar)…

www.skreytumhus.is-0111

…á eyjunni er uppáhalds uppstillingin mín komin, eina ferðina enn.   Stóra 3ja hæða karfan mín, núna með alls konar hvítu og glæru í, og fallegu stóru stjakarnir mínir frá Aff.
Fyndið hvernig maður er alltaf að breyta, en samt er svona uppáhalds – sem mér finnst passa best saman…

www.skreytumhus.is-0052

…og svo er það eldhúsborðið, því að þið þekkið mig orðið.  Ég get ekki lengi verið til friðs.

Bekkurinn minn góði, sem var gerður úr gömlu sófaborði (sjá hér) og stóð lengi í forstofunni.  Hann er búin að vera hálfheimilislaus síðan að nýji bekkurinn kom (sjá hér) og ég ákvað því að skella honum bara við borðið, svona að gamni…

www.skreytumhus.is-0014

…persónulega finnst mér þetta vera að koma ferlega skemmtilega út, og skemmst er frá því að segja að krakkarnir elska bekkinn.  Þau velja alltaf að sitja saman á honum, það er eitthvað sérlegt sport…

www.skreytumhus.is-0032

…það er eitthvað sem heillar mig við þetta, verð nú bara að segja það…

www.skreytumhus.is-044

…og séð frá stofu og inn í eldhús…

www.skreytumhus.is-048

…og ég er enn jafn skotin í stólunum mínum úr Pier, og kát með þá ákvörðun að vera með tvo liti…

www.skreytumhus.is-053

…og eins og þið sjáið, þá er smá “ljósashow” á veggnum inni í eldhúsi…

www.skreytumhus.is-049

…ég setti sem sé bakka frá henni mömmu minni á hilluna mína, og svo lítil horn á naglan sem er í vegginum…

www.skreytumhus.is-058

…á hann hengdi ég svo bara ljósaseríu, blúndukúlurnar eru úr Led-seríu úr Rúmfó, en ég tók nokkrar kúlur og setti hér og þar á seríuna…

www.skreytumhus.is-059

…og leyfði líka tveimur stjörnum að standa áfram…

www.skreytumhus.is-060

…jólahús er komin úr krukkum, og núna geyma þær bara morgunkorn og annað slíkt…

www.skreytumhus.is-061

…það var líka ekki séns að ég tímdi að taka “frönsku gluggana” í burtu, og þeir standa því ótrauðir áfram, og meira segja silfraðar kúlur með könglum í mjóu glerkrukkunum…

www.skreytumhus.is-062

…hvítt á hvítu, það er alveg hægt að skreyta svoleiðis…

www.skreytumhus.is-063

…og könglar og könnur eru klassík…

www.skreytumhus.is-064

…séð frá eyjunni og inn í stofu…

www.skreytumhus.is-065

…industrial sveitarómantík?

www.skreytumhus.is-074

…og þá segi ég bara góða helgi krúttin mín, og eigið góða helgi ♥

www.skreytumhus.is-075

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Inn í helgina…

  1. Margrét Helga
    08.01.2016 at 19:43

    Sveitarómantík er best 😉 Bekkurinn flottur þarna við eldhúsborðið! Og bara allt flott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *