Jólarestar – aðalrétturinn…

…og því er það jólatréð sem er í aðalhlutverki!

www.skreytumhus.is3

…og mig langaði bara að sýna ykkur nokkur smáatriði á trénu, bara svona til þess að vera með!

Þessir litlu krúttukallar voru settir á pakka til krakkana fyrir nokkrum árum og eiga nú fastan sess á trénu okkar…

www.skreytumhus.is-007

…og svona eins og sést þegar farið að rýna í tréð, þá eru bara alls konar skraut á trénu…

www.skreytumhus.is-008

…en þessar hérna eru í miklu uppáhaldi…

www.skreytumhus.is-009

…keypti nokkuð margar svona í Blómaval á útsölu í fyrra eða árið áður…

www.skreytumhus.is-010

…síðan eru nokkrar svona mismunandi fegurðardrottningar úr Pier.  Um að gera að nýta útsölurnar til þess að gera góð kaup á svona fallegu skrauti…

www.skreytumhus.is-013

…hér sést í dásemdar fingrafarakúlu sem að litli kallinn okkar gaf okkur í jólagjöf núna, alveg yndisleg…

www.skreytumhus.is-014

…og hér er önnur eldri sem að daman gaf okkur fyrir mörgum árum síðan…

www.skreytumhus.is-015

…ég safna líka alls konar snjókornum á tréð, á bland í poka af svoleiðis.  Síðan fékk ég þennan litla “ramma”, líka í Pier (þið getið smellt hér til þess að sjá þessa ramma), sem við settum mynd af Raffa okkar í.  Svona svo hann væri á trénu okkar…

www.skreytumhus.is-017

…lítið jólatré, föndrað af dömunni, úr eggjabakka…

www.skreytumhus.is-018

…og lítil hús og auðvitað snjókorn…

www.skreytumhus.is-019

…þetta krúttulega hreindýr var föndrað í leikskólanum af litla manninum…

www.skreytumhus.is-020

…og skrautið frá krökkunum er alltaf uppáhalds…

www.skreytumhus.is-021

…fiðrildin sem eru þarna voru notuð í skreytingar í brúðkaupinu okkar fyrir 11 árum, þannig að það er nú ágætis endurvinnsla á þessu öllu…

www.skreytumhus.is-0031

…eins eru glæru/kristalla snjókornin í uppáhaldi, en ég fékk þau í Ameríku fyrir mörgum árum…

www.skreytumhus.is-0041

…og þannig var tréð okkar í ár – sem og önnur ár í raun og veru…

www.skreytumhus.is-026

…dúkurinn er frá Ikea, hann er svona úr gráu filtefni og með ljósum sem eru eins og stjarna í laginu og mynda stjörnu á dúknum…

www.skreytumhus.is-0023

… það er víst ekki seinna vænna en að ljúka því af að sýna jólatréð – svona á seinasta degi jóla!

www.skreytumhus.is-028

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Jólarestar – aðalrétturinn…

  1. Kristjana Axelsdóttir
    06.01.2016 at 20:06

    Finnst snjókornin svo falleg….þarf að safna fleirum svo það verði fallegt á trénu, á bara 12

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:15

  2. Denise Chapman
    09.01.2016 at 19:27

    Is there any way to translate your posts to English?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.01.2016 at 01:25

      Hey Denise,
      if you look in the right corner, you can see a bunch of flags. By clicking the British flag/Union Jack its switches to English. But it is google translate, so I might sound a bit wacky 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *