Gleðilegt ár…

…elskurnar mínar, og hjartans þakkir fyrir gamla árið – og bara öll gömlu árin! ♥

Þið verðið að afsaka að ég hóf árið á því að segja ekki neitt – en ég tók mér nokkra daga og reyndi að kúpla mig aðeins frá blogginu.  Svona eins mikið og ég get, þar sem þetta er orðið mjög órjúfanlegur hluti af mér.

Í desember fengum við erfiðar fréttir, og ég held hreinlega að ég hafi í smá tíma misst gleðina.  Það var næstum ekkert sem mig langaði að skrifa og koma frá mér, mér fannst ég í raun ekki hafa neitt að gefa.

En í annan stað þá veit ég það vel, að ég hef gott af því að “koma hingað” og skrifa mig frá hlutum.  Ég hef áður gengið í gegnum sáran missi og samt gat ég fundið eitthvað að skrifa um, eitthvað að gefa frá mér, og ég held því áfram.

www.skreytumhus.is-067

Ég las líka yfir nýársstjörnuspána mína frá henni Siggu Kling, og ákvað að henda henni hingað inn:

Elsku ómótstæðilegi krabbinn minn.
Til þess að ná markmiðum þínum þarft þú aðeins að temja hugann.

Þú ert undir miklum áhrifum af umhverfi þínu og þolir ekki ef hlutirnir eru á rúi og stúi. Taktu til í kringum þig og kláraðu þau verkefni sem hafa safnast upp í kringum þig. Taktu einn dag í einu eða jafnvel bara einn klukkutíma í einu. Carpe diem eða gríptu daginn er mottó janúarmánaðar hjá þér og þú munt sjá að hamingjan býr svo sannarlega í þér.
Ekki óttast breytingar því þú ert að fara inn í andlegt tímabil þar sem þú munt öðlast meiri trú á eigin getu og allar breytingar hjá þér eru til batnaðar svo andlega verður þú svo miklu sterkari.

Þú þarft að standa á skoðunum þínum og vera skýr í máli, annað gæti leitt til misskilnings og því nennir þú ekki.

Fjárhagsleg staða þín verður verður mjög góð og gjafmildi þinni verða engin takmörk sett.
Það eru töfrar í kringum þig, eins konar örlög, en þú getur magnað upp kraftaverk með því að hjálpa til og trúa því af meiri krafti að það verði vel hugsað um þig, kærleikskrabbinn minn.

Trygglyndi er þitt aðalsmerki og það skiptir öllu máli að velja maka sem þú getur verið stoltur af, því þú ert ekkert fyrir að skipta um í ástinni. Ef þú ert á lausu þá er Venus að gefa þér fleiri aðdáendur en þér dettur í hug, en að velja vel er aðalmálið. Stundum er gott að skoða einhvern sem þér finnst ekki alveg vera þín týpa, prófaðu það! Og mundu bara að hver sá sem velur þig er heppinn því þú ert framúrskarandi maki.

www.skreytumhus.is-073

Það er líka ágætt og uppbuggilegt að byggja sig upp á nýju ári.  Setja sér ný markmið og sætta sig við að maður stjórnar víst ekki öllum heiminum, sama hvað maður reynir 🙂

Því verður þetta dagur afganga, ætla að reyna að setja inn þrjápósta til viðbótar, með jólarestum!

♥ Takk fyrir mig ♥

www.skreytumhus.is-087

4 comments for “Gleðilegt ár…

  1. Margrét Helga
    06.01.2016 at 13:33

    Knús til þín elsku Soffía…aldrei gott að fá slæmar fréttir. Þú veist af mér ef þú þarft að pústa mín kæra <3

    P.S. Hlakka til að lesa afgangapóstana 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

  2. Kristjana Axelsdóttir
    06.01.2016 at 19:55

    Knús til þín elsku Dossa.

    Tek ofan fyrir þér að vera jafn dugleg og þú ert að blogga, hugsa um heimilið og fjölskylduna….vera mamma og eiginkona. Þú ert einstök – ekki gleyma því.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:15

      Takktakk fyrir þessi fallegu orð ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *