Kveðjustund…

…því að í dag kveðjum við árið 2015 og tökum á móti nýju ári.

Við gerum þetta með ákveðnum trega og eftirsjá, en auðvitað líka eftirvæntingu og gleði líka.

2014-10-18-111113

Ég held að það sé eitthvað sem gerist við það að eldast, að maður veit að þrátt fyrir að nýtt ár geti fært manni svo margt, þá er líka svo margt sem breytist hvort sem manni líkar betur eða verr.

Við kvöddum á þessu ári yndið okkar hann Raffa, sem við vorum reyndar búin að búa okkur undir að gera í mörg ár, en kveðjustundin varð víst ekki léttari fyrir vikið.  Þetta var þungbært og mikil sorg sem fylgdi í kjölfarið, og er enn til staðar.  Maður er samt óendanlega þakklátur fyrir að hafa notið hans í þetta langan tíma, því að það er ekki sjálfgefið að fá að hafa besta vininn í 16 ár sér við hlið.

2005-10-20-182830_(IMG_9786)

Við urðum líka ennfremur vör við þá staðreynd, þegar að æxli fannst í Storminum okkar núna í desember og það sýndi okkur að við verðum enn fremur að njóta þess sem maður hefur.  Því tíminn líður svo afskaplega hratt og stoppar ekki fyrir neinum.

www.skreytumhus.is.is-014

Þannig að, ef ég ætti að strengja áramótaheit – þá er það að reyna að vera meira í líðandi stundu.  Að njóta þess sem ég hef og á, og að njóta þess að vera til.

Ég ætla að halda áfram að vera þakklát fyrir allt sem ég hef og á, því að við vitum víst flest að auður okkar liggur í fólkinu sem við erum með í kringum okkur, fjölskyldunni, vinunum og þeim sem skipta okkur máli.

Hjálpumst að því að láta ekki mjóar neikvæðnisraddir, yfirgnæva heilan stuðningskór – og það sem skiptir líka máli, reynum að gerast okkar eigin klappstýrur.  Byggjum upp í stað þess að rífa niður, hvort sem það er í raunveruleikanum eða á netinu – það er ágætis boðskapur.

www.skreytumhus.is.2015-001

Mig langar líka að reyna að gera breytingar á blogginu – að samtengja það betur við hópinn á Facebook.  Að gera einhver verkefni sem að “við getum gert saman” – að einhverju leyti.  Þannig að þið megið endilega skjóta á mig hugmyndum, og pælingum ef þið eruð með eitthvað í þá áttina.

2015-03-16-194603

Að vanda, og með það í huga að ég hljóma eflaust eins og biluð plata, þá langar mig svo innilega að þakka ykkur öllum sem gefið ykkur tíma að kíkja hingað inn og fylgjast með.

Allur stuðningurinn, vináttan, kommentin og allt sem þið sendið frá ykkur er mér alveg ómetanlegt, og mín helsta hvatning í þessu öllu.20151220026 Við tökum á móti nýju ári, nýjum áskorunum, og nýjum verkefnum með opnum huga!20151220207

Takk fyrir allt og allt, og njótið kvöldsins.

Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar – og takk fyrir þau gömlu!
Hlakka til að takast á við nýtt ár, nýtt ártal og vonandi ný tækifæri.

  *knúsar*

Soffia

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Kveðjustund…

  1. Guðrún
    31.12.2015 at 09:53

    Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna, TAKK FYRIR að vera þú og eins og þú ert og allt sem þú gerir og ég hlakka til að fylgjast með á nýju ári 🙂 Gangi ykkur allt í haginn.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

  2. Kristín S
    31.12.2015 at 14:59

    Gleðilegt ár Soffía og takk fyrir skemmtilegar og góðar hugmyndir.
    Ótrúlegur dugnaður í þér að koma með hugmyndir hér inn.
    Besta við bloggið þitt er að mínu mati að það er ansi fjölbreytt og hér koma inn hlutir sem maður hreinlega elskar og aðrir sem falla ekki að manns smekk, en það lýsir fjölbreytileikanum best !
    Vona að þú haldir ótrauð áfram á nýju ári

    kveðja
    Kristín S

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

  3. Kolbrún
    02.01.2016 at 10:47

    Gleðilegt ár og takk fyrir alla póstana.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

  4. Margrét Helga
    02.01.2016 at 11:59

    Gleðilegt ár elsku Soffía!! Það er búið að vera yndislegt að fylgjast með blogginu þínu og ég ætla sko að halda því áfram!

    Flott áramótaheit sem þú settir þér…ætla að fá að stela því af þér 😉 Það er nefnilega ekkert sem skiptir meira máli en fjölskylda (hvort sem í henni eru tví- eða ferfætlingar eða hvoru tveggja) og vinir. Vinafólk okkar setti sér það áramótaheit að styrkja vináttubönd enn frekar á nýja árinu og það finnst mér einmitt svo sniðugt líka 🙂

    Knús til þín og þinna, vonandi verður nýja árið ykkur gott!!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

  5. Magga Einarsdóttir
    02.01.2016 at 20:04

    Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir allt bloggið, það verður gaman að fylgjast með á nýju skreyingarári.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

  6. Greta
    03.01.2016 at 15:15

    Gleðilegt ár!
    Þúsund þakkir fyrir allan innblásturinn og hugmyndirnar.
    Hlakka til nýs “skreytum hús” árs 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

  7. Inga kr
    03.01.2016 at 17:35

    Kæra Soffía Gleðilegt ár, takk fyrir póstana þína og hugmyndirnar. Þú og “pælingarnar ” þínar er yndislegt að lesa / skoða. Megi nýja árið verða þér og fjölsk. þinni farsælt og gott. Hlakka til að fylgjast með þér á nýju ári.

    Hlýjar kveðjur
    Inga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2016 at 23:16

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *