Svakalegi risastóri innpökkunarpósturinn…

…loksins!

Eins og í fyrra þá fór ég á stúfana, og ákvað að fara bara á einn stað.  Enda er Rúmfó á Korputorgi nánast orðið mitt annað heimili…

www.skreytumhus.is

…þannig að allt sem hér sést, er þaðan, nema annað sé tekið fram.

Það er ofsalega mikið úrval af fallegum og litskrúðugum pappír til.  Sérstaklega mæli ég með stóru rúllunum, því að pappírinn í þeim er fallega mattur, þéttur og þykkur – sést ekkert í gegn…

www.skreytumhus.is-001

…jafnvel þó að hann sé svona hvítur!  Hér sést reyndar svartur satínborði sem ég átti fyrir út Tiger og smellpassaði svona með…

www.skreytumhus.is1

…en í Rúmfó fékk ég blúnduborðana sem ég leitaði að…

www.skreytumhus.is-002

…sem og alls konar góss og fylgihluti sem er gaman að nota í svona innpökkunarstússerí – það er víst aldrei einfalt að pakka inn pakka þegar að ég er ég sko…

www.skreytumhus.is2

…þessi hjörtu finnst mér alveg sérlega falleg á pakkana…

www.skreytumhus.is-0012

…eins og þið sjáið bara hér…

www.skreytumhus.is-004

…og þessi pappír var sko í alveg dásamlegum bláum tón, með ástföngnum (f)uglum á – yndislegur…

www.skreytumhus.is-005

…líka til svona fallegir skrautborðar með…

www.skreytumhus.is-006

…og þessi satínsnæri eru í nokkrum litum…

www.skreytumhus.is-007

…fuglarnir eru líka til í mörgun litum og týpum…

www.skreytumhus.is-009

…og þegar smá blúndu var bætt með var útkoman þessi…

www.skreytumhus.is-010

…líka fallegir tónar, meira út í jarðliti…

www.skreytumhus.is-0091

…og þá er æðislegt að nota svona brúnleita blúnduborða…

www.skreytumhus.is-011

…taka síðan breiðari blúnduna með…

www.skreytumhus.is-012

…mynda slaufu í höndunum…

www.skreytumhus.is-013

…og festir hana svona niður með mjóu blúndunni…

www.skreytumhus.is-014

…notum tréhjörtun með…

www.skreytumhus.is-015

…einn grófan fugl og la voila…

www.skreytumhus.is-016

…mjóir hvítir blúnduborðar…

www.skreytumhus.is-017

…krúttaralegir silfurjólasokkar…

www.skreytumhus.is-018

…og smá satínsnæri – og þessi verður til…

www.skreytumhus.is-019

…þessi hérna gerði ekki mikið gagn í að hjálpa, en veitti andlegan stuðning…

www.skreytumhus.is-020

…ég stenst ekki stjörnur, þannig að þessar hérna sem eru 8 stk í pakka voru kjörnar með á pakkkana…

www.skreytumhus.is-0032
…en það er bara þannig, að maður verður pínu kátur í hjartanu að horfa á svona fallega liti og mynstur…

www.skreytumhus.is-0031www.skreytumhus.is-0081

…og auðvitað er hlaðborðið alveg nauðsynlegt með…

www.skreytumhus.is-0041
www.skreytumhus.is-0042

…þessir hérna finnst mér líka æði – eru líka til í hvítu og glimmer, og svo æðislegir á tréð…

www.skreytumhus.is-0051

…þessi hérna stendur svona hjá mér á milli ár – mjög gott fyrir innpökkunar stöffið…

www.skreytumhus.is-0061

…þessi pappír er æðislegur, hann er með mynstri á báðum hliðum, hreindýr og rendur…

www.skreytumhus.is-0071
…svo notar maður líka með meira plein pappír, svona meira “fullorðins”…

www.skreytumhus.is-0111
…og þá er t.d. æðislegt að setja svona glimmerlengjur með þessum silfurlitaða…

www.skreytumhus.is-0121

…eins og svona…
www.skreytumhus.is-029
…og hver segir svo sem að “draslið” sem fylgir innpökkun geti ekki bara verið falleg og smá jóló…

www.skreytumhus.is-0141

…og að lokum, kíkjum á nokkrar pakka…

www.skreytumhus.is-018

…tréhjörtun er alveg að gera sig hérna…

www.skreytumhus.is-019

…og ég braut upp á pappírinn svo að rendurnar fengu líka að njóta sín…

www.skreytumhus.is-020

…hér eru sniðugar stjörnur og hjörtu sem eru snilld á pakka…

2015-12-17-232708

…eins og þið sjáið hérna t.d…

www.skreytumhus.is-021

…fallegu silfurjólasokkarnir…

www.skreytumhus.is-022

…og ungi litli alveg ferlega sætur…

www.skreytumhus.is-023

…ég er náttúrulega svo veik fyrir þessum lit…

www.skreytumhus.is-024

…húsborðinn er ótrúlega flottur, og stjarna með…

www.skreytumhus.is-025

…einfalt og fallegt…

www.skreytumhus.is-027

…blúndulegur pakki og litla prjónahjartað er yndis…

www.skreytumhus.is-028

…glamúrpakki..

www.skreytumhus.is-030

…og meira natur…

www.skreytumhus.is-031

…yndislegur pappír og allir glaðir!

Hvernig gengur ykkar að pakka inn?

Allt efnið er úr Rúmfó á Korputorgi, og núna er kominn svaka afsláttur af jólaskrauti og öðru slíku og alveg kjörið að fara og næla sér í eitthvað snilldarfallegt og skreyta pakkana!

www.skreytumhus.is-032

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Svakalegi risastóri innpökkunarpósturinn…

  1. Ragnhildur Skúladóttir
    18.12.2015 at 17:03

    Þú ert nú meiri snillingurinn 😜☺️👏👍

  2. Anna Sigga
    18.12.2015 at 17:41

    Þetta er frábært 🙂 fallegir litir, fallegt skraut og frumlegt í senn 😉

    Ég er reyndar búin að pakka flestu inn. Það var bara íslenskur pappír sem ég notaði en ætli ég noti ekki eitthvað útlenskt og líflegt á restina 2 pakkar, eru handa syninum svo það passar ágætlega 🙂

    Hafðu það gott um helgina 🙂

  3. Kristín
    18.12.2015 at 23:00

    Ég ‘neyðist’ greinilega til að fara aftur í Rúmfó 😍
    Þetta er sjúklega flott hjá þér Soffía 😊

  4. Halla
    18.12.2015 at 23:01

    þetta er allt svo fallegt hjá þér 🙂 mér finnst einmitt sjálfri hálft pakka stuðið vera að pakka inn pökkunum 🙂 fór samt í RL vöruhúsið í vikunni en sá ekkert af þessum bjútíum sem þú sérð 😉

  5. Kristín
    18.12.2015 at 23:29

    Hefur hagnaðurinn hjá Rúmfó ekki rokið upp eftir að þú fórst að vinna þar?? Mann langar mest til að drífa sig þangað og kaupa allt það sem þú ert að sýna. Æðislega flott hjá þér!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.12.2015 at 23:40

      Haha….ég verð nú að leiðrétta að ég vinn ekki þar 🙂
      Er bara ansi oft á ferðinni, og hef stundum “freelansað” við að stilla upp!

  6. 19.12.2015 at 00:17

    Skemmtilegir pakkar. Hér eru fleiri hugmyndir þó þær séu í öðrum stíl: http://www.visir.is/reyni-ad-hafa-pakkann-personubundinn/article/2014712159922

  7. Greta
    19.12.2015 at 10:09

    Bara eitt um þennan póst að segja: ÆÐI!

  8. Margrét Helga
    21.12.2015 at 10:36

    Yndislega fallegir pakkar hjá þér mín kæra 🙂 Skoppaði í Rúmfó í gær og sá smávegis af þessu dóti sem þú notaðir en var gjörsamlega hugmyndalaus (og ekki búin að lesa póstinn sem er náttúrulega skandall!)

    Knús í hús 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *