Gaurajólin…

…eru sko á fullu blasti inni í herbergi litla mannsins.

Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist að við erum komin með þrjú jólatré í húsinu okkar, það bara gerðist.  Reyndar get ég kannski, hugsanlega “kennt” elsku mömmu um þetta allt saman.  Hún mamma var sko með tréð á svölunum hjá sér.  Síðan, þegar hún ákvað að “nenna” ekki að vera með tré lengur – þá gáfu þau henni dóttur minni tréð sitt.  Það er sem sé langa mjóa tréð sem stendur inni hjá henni núna…

www.skreytumhus.is-027

Eftir það var ekki aftur snúið, og litli maðurinn vildi ólmur fá tré inn til sín líka.  Í fyrra var ég með gamalt gervitré inni hjá honum, það fyrsta sem ég keypti mér þegar ég var 17 ára (já ég fékk mér jólatré 17 ára – ég var bara svona villtur unglingur sko) – en í vor voru auglýst þrjú svona mjó jólatré á sölugrúbbunni og ég keypti þau í snarasti.  Núna stendur það stæðsta af þeim þremur inni hjá litla manninum…

www.skreytumhus.is-074

…tréð skreyttum við hins vegar mjög svo frjálslega og eftir vilja unga mannsins, og hér eru engar jólakúlur sko…

www.skreytumhus.is-075

…ónei, það eru sko ofurhetjur sem hanga hér úr greinum og haga sér einkar dólgslega…

www.skreytumhus.is-076

…litla gaur til mikillar gleði…

www.skreytumhus.is-077

…og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega leiki…

www.skreytumhus.is-078

…eins og þið bara sjáið 🙂

www.skreytumhus.is-079

…hér er engin stjarna, í venjulegri merkingu, heldur ofurmennið og súperstjarnan Spiderman sem stendur á toppinum – alsæll og góður með sig…

www.skreytumhus.is-080

…ég notaði síðan svona límmiðaský sem ég fékk hjá Art&Text og bætti við á vegginn, í kringum heimalöguðu Ribba-ský hilluna….

www.skreytumhus.is-081

…og hann á auðvitað líka sitt Jesú-hús eins og stóra systir…

www.skreytumhus.is-082

…dagatalið er geymt í “búri” 😀

www.skreytumhus.is-083

…og snjókallanýlenda hefur skoppað upp á kommóðunni…

www.skreytumhus.is-084

…og smá Snjókall situr og passar upp á sitt…

www.skreytumhus.is-085

…í glugganum er stjarna sem stóra systir föndraði eitt sinn…

www.skreytumhus.is-086

…og fallega stjarnan sem ég fékk niðri í Pier, æðisleg með ljósi innan í…

www.skreytumhus.is-089

…en enn meiri stjörnufans með þessari ljósaseríu úr Rúmfó sem hangir þarna…

www.skreytumhus.is-035

…varð síðan að sýna ykkur að um daginn var hann í heilmiklum leik í nokkra daga, og kastalinn stóð á teppinu…

www.skreytumhus.is-034

…öllu raðað og vel frágengið…

www.skreytumhus.is-039www.skreytumhus.is-041

…og búið að “byggja” litla viðbyggingu – skyldi hann bara vera sonur móður sinnar 🙂

www.skreytumhus.is-040

…og þannig eru gaurajólin hjá okkur í ár 🌲❤🌲
www.skreytumhus.is-090

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

1 comment for “Gaurajólin…

  1. Margrét Helga
    16.12.2015 at 10:07

    Yndislegt jólatré! Ekta í hans anda 😉

    Fyndið með viðbygginguna…ég átti svona playmohús þegar ég var lítil 😉

    Knús í hús!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *