Jólaborð – seinni hluti…

…og enn erum við að vinna með fallegu hlutina úr Litlu Garðbúðinni!

Ég tók tvær mismunandi tegundir af servéttum og blandaði þeim saman, mér finnst oft svo gaman að sjá ólíkar servéttur sem eiga samt litatóna sameiginlega og tala þannig saman…

www.skreytumhus.is-027

…nú og ef við leggum á jólaborð – þá gæti það verið svona!

www.skreytumhus.is-031

…mér þætti nú ekki leiðinlegt að setjast til borðs, að það væru svona fínir skrautskór á diskinum mínum 😉  Takið líka eftir hvað það er dásamlegir litir í þessum jólatrjám á servéttunum…

www.skreytumhus.is-032

…og við erum með saft í flösku, sem og vatn…

www.skreytumhus.is-033

…dásemdar kertaljós…

www.skreytumhus.is-034

…enn jafn kát með stólana mína – og hversu opið allt er.  Svo sjáið þið í rassinn á Storminum, þar sem hann liggur og starir út í garð – hundarassar eru líka svo jóló ekki satt?

www.skreytumhus.is-035

…þetta er nánast einfaldasta “skreyting” sem er hægt að gera á jólaborð – fallegar servéttur og jólaskraut sem viðkomandi gestur fær svo að eiga.  Eða bara fyrir heimilisfólkið til þess að hengja á jólatréð…

www.skreytumhus.is-036

…stjörnur eru alltaf að stinga sér inn á myndirnar…

www.skreytumhus.is-043

…eða liggja bara svona líka fallega kyrrar…

www.skreytumhus.is-039

…svo má reyndar ræða um hvort að það séu mannasiðir að geyma skó svona á matardiskunum 😉

www.skreytumhus.is-040

…svona upphækkanir eru algjörlega nauðsynlegar, ekki satt?

www.skreytumhus.is-044

…sem og stígvélin…

www.skreytumhus.is-046

…svo ekki sé minnst á þennan fallega jólalöber…

www.skreytumhus.is-053

..en þetta er nú bara ágætlega hátíðlegt jólaborð, ekki sammála?


www.skreytumhus.is-056 www.skreytumhus.is-057

…gervigrenið er náttúrulega líka snilld fyrir þær sem eru eitthvað pödduhræddar og alveg víst að það breytist ekkert með tímanum…

www.skreytumhus.is-062

…og uppskrifin er þá í raun bara:
Upphækkun – sleðinn hér – en gæti líka verið kökudiskur/kassi?
Fallegur löber
Greni
Nokkrir kertastjakar

www.skreytumhus.is-063

…og auðvitað skór, það verða að vera skór!

www.skreytumhus.is-066

…og þar höfum við þar – jólaborð fyrir fjóra, en auðvelt að bæta við diskum reyndar – nóg er plássið…

www.skreytumhus.is-048

…stjarnan mín og stjarnan þín…

www.skreytumhus.is-069

…síðan, þar sem svo margir hafa spurt – þá langaði mig líka að sýna ykkur gervi Cypris-a sem að fást líka í Litlu Garðbúðinni, smá snjór á þeim og alveg æðislegir…

www.skreytumhus.is-047

…og mér fannst það alveg pörfekt frammi á gangi, ásamt sleðanum fallega…

www.skreytumhus.is-070

…bara frekar bjútífúlt!  Ekki satt?

www.skreytumhus.is-072

Hvernig leggst svona jólaborð í ykkur?

Hvað er uppáhalds?

Tré, greinarnar og sleðinn eru að toppa þetta hjá mér 🙂

Vona að þið eigið yndislega helgi, ég á stefnumót við Baggalútstónleika og gæti ekki verið spenntari!

www.skreytumhus.is-068

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

 

8 comments for “Jólaborð – seinni hluti…

  1. Sólveig Pétursdóttir
    12.12.2015 at 14:05

    Ef þú bara vissir hvað þetta er allt ótrúlega insperandi hjá þér og það sem ég er búin að læra af þessu dásamlega brölti þínu, það er sko ekkert lítið skal ég segja þér!
    Það er líka svo gaman að vita að það séu til fleiri OFUR jólabörn þarna úti ❤ 🌲🍎🍎🌲❤
    njótum aðventunnar 🎅🎅🎅

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.12.2015 at 16:04

      Æji þakka þér fyrir elsku Sólveig ❤ en yndislegt að heyra!!

  2. Anna Sigga
    12.12.2015 at 19:45

    Þú ert nottlega bara snillingur 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.12.2015 at 19:52

      Takk og knús ❤

  3. Dalrós
    14.12.2015 at 15:31

    Mikið er þetta fallegt hjá þér 🙂 Hvar færðu þessa dásemdar skó ? Mér finnst þeir alveg dásamleg hugmynd.
    kv. Dalrós

  4. Margrét Helga
    14.12.2015 at 16:01

    Allt saman yndislega fallegt hjá þér mín kæra 🙂 Þarf greinilega að fá mér svona löber úr þeirri litlu 😉

    Og jú, hundsrassar eru einstaklega jóló…svo jóló að kúlurnar á mínum hundsrassi munu verða teknar niður um svipað leyti og restin af jólakúlunum 😛

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.12.2015 at 16:07

      Obbbosssí – þú ferð greinilega “all in” að taka niður skrautið í ár!

      Knús og takk fyrir allt ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *