Nú má…

…ekki satt?

Það er bara mánuður til jóla og því gjörsamlega algjörlega löglegt að sprengja upp alla jólakassa og baða sig upp úr glimmeri.  Húsbandið meira segja búinn að eiga afmæli og því allar afsakanir löööngu foknar út í veður og vind.

Því hóf ég verkið nú um helgina, þó sé reyndar hægt að segja að ég hafi líka þjófstartað svona í okt, og í byrjun nóv – en verum ekki að velta okkur upp úr smáatriðum sem skipta engu máli.  Nú er bara að glimmra og hafa gaman – til þess er þetta allt saman!

Ég reyndi að virkja sérlegan aðstoðarmannhund í þetta með mér, án nokkurs árangurs.  Hann er reyndar orðin ótrúlega góður í að slá niður hreindýrahjörð, sem stendur í skothæð, með skottinu – en þar með eru hans jólaafrek upp talinn…

www.skreytumhus.is-008

…borðið hefur tekið örlitlum stakkaskiptum.  Enda þurfti að koma mínum fjaðratrjám fyrir, og gráa glugganum, og auðvitað vængjunum og gömlu ritvélinni fallegu…

www.skreytumhus.is

…þessi tré eru alltaf jafn mikið jóla uppáhalds, en ég held að þau séu að verða 10 ára núna.  Ástæðan fyrir að þau eru svona mishá er að ég set kertastjaka innan í trén – svona eftir því hversu hátt þau eiga að ná  😉

www.skreytumhus.is-001

…ég verð að viðurkenna það fúslega, að þó að þessi ritvél sé algjörlega ónothæf – í þeim tilgangi sem hún var gerð til að þjóna – þá er hún í svakalegu uppáhaldi hjá mér.  Svona er ég nú skemmtilega skrítin, eða bara skrítin…

www.skreytumhus.is-002

…og núna er ég búin að “skrifa á hana” ljóð – svona í tilefni þeirrar árstíðar sem nú er…

www.skreytumhus.is-003

…ég hef sérlega gaman að því að horfa síðan inn í eldhús/borðstofuna núna, þar sem hún er búin að “léttast” um svo mörg kíló, svona sjónlega séð…

www.skreytumhus.is-006

…og svo er líka alveg upplagt að kúra sér í þessum sófa, með loðna, hlýja dásemdarteppið mitt – sem hefur ekki verið vanþörf á undanfarið – og glápa bara í kringum sig, eða lesa í bók eða blaði…

www.skreytumhus.is-004

…því að þetta er allt að færast í áttina – sko jólaáttina…

www.skreytumhus.is-007

…hvernig gengur annars hjá ykkur?

Jóló eða hvað? 🙂

Svo vil ég sérstaklega óska elsku krúttinu, jólabarninu, vinkonu minni og ofurkommentaranum, henni Margréti Helgu, innilega til hamingju með daginn sinn – risa knúsar  ♥

www.skreytumhus.is-009

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Nú má…

  1. 25.11.2015 at 08:23

    Gaman að sjá! Og ritvélin hreinasta dýrð, að ég tali ekki um í svona jólabúningi 😉

    Kærar kveðjur suður yfir heiðar,
    Kikka

  2. Margrét Helga
    25.11.2015 at 11:05

    Awwwww, takk fyrir afmæliskveðjuna þú yndislega kona og vinkona <3

    Og þetta lítur allt saman æðislega vel út hjá þér mín kæra….átti svo sem ekki von á öðru 😉 Hefurðu annars pælt í því að leigja Storminn út til hreindýraveiðimanna? Þeir yrðu örugglega mjög hamingjusamir að sleppa því að þurfa að skjóta hreindýrin, Stormur myndi bara nota skottið 😛

    Knús til þín mín kæra…ætla að fara að kíkja í jólaskrautskassana, svona í tilefni dagsins 😉

  3. Sólveig Pétursdóttir
    25.11.2015 at 11:33

    Að vanda er þetta mjög svo huggulegt hjá þér og undir þínum áhrifum þá fór ég af stað með jólaskrautið hér í lok október og skrautaði og skrautaði hér heima hjá mér og þvílík gleði ❤🎄🎄🎄🎄❤

  4. Kolbrún
    25.11.2015 at 12:08

    ó já nú má sko byrja þessi fjaðurtré eru æði er hægt að fá þau einhverstaaðar

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.11.2015 at 11:15

      Þessi tré koma úr Rúmfó og eru sennilegast 10 ára gömul – en ég sá svipuð upp í Ilva núna um daginn.

  5. Ragnhildur
    26.11.2015 at 08:59

    Allt svo yndislega fallegt hjá þér. Langar svo að spyrja þig hvar þú fáir greinarnar eins og þú ert með á arninum og svo litlu sætu trésveppina á borðinu?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.11.2015 at 11:14

      Greinarnar á arninum eru úr Pier og sveppirnir koma frá Bauhaus 🙂

  6. Ragnhildur
    26.11.2015 at 12:37

    Takk fyrir 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *