Herre Gud…

…og allt það!

Við eigum ýmsar skemmtilegar venjur innan fjölskyldunnar.  Ein þeirra varð til fyrir 5 árum, þegar að elsta systir mín bauð í fyrsta sinn í Halloween-partý.  Það hafði aldrei verið haldið áður og þetta fannst okkur ferlega skemmtilegt, sérstaklega krökkunum.  Litli maðurinn var bara lítið peð í fyrsta partý-inu, rétt 4ra mánaða.

Síðan gerðist það í þessu fyrsta að hún móðir mín lýsti því yfir að svona Halógen-partý væru bara æðislegt – og eftir það var ekki aftur snúið.  Við höldum alltaf Halógen partý, á hverju ári:)

Hér höfum við árið 2011 – ég var Dórótea úr Galdrakarlinum í Oz, húsbandið var fremur sleezy prestur, svo var það Gúri litli og Jasmín prinsessa…

www.skreytumhus.is5

…systir mín og hennar famelía tóku þetta skrefinu lengra og hófu að vera í fjölskyldubúningum, erfiðara og skemmtilegra – hér eru The Incredibles…

75717_1716658276678_1840244_n

…við ákváðum að vera með því árið eftir – og því kynni ég Dýrin í Hálsaskógi: Lilli Klifurmús, Amma mús, Húsamúsin og auðvitað Mikki refur…

www.skreytumhus.is4

…húsasmúsin gekkst upp í sínu hlutverki…

www.skreytumhus.is-0014

…svo ekki sé minnst á hann Mikka – hann var í stuði…

www.skreytumhus.is-0023

…systirin og famelían – jújú Heilsuhælið í Gervahverfi…

www.skreytumhus.is-0032

Þá er komið 2013, við vorum Ævintýrið um Rauðhettu.  Þið sjáið þarna Rauðhettu sjálfa, litla veiðimanninn, úlfinn í svörtu og auðvitað tveggja metra ömmu (með verulega loðna leggi – koma svo amma)…

www.skreytumhus.is-0013

…en sæt var hún amma!

Við reynum líka alltaf að búa til búningana, ekki kaupa tilbúna – og það verður skemmtilegra þannig…

www.skreytumhus.is-0022

…systirin – jújú, strumparnir mættir…

www.skreytumhus.is3

…velkomin til 2014 – við vorum í smá vandræðum, Elsa vildi bara vera Elsa og svo var turtles alveg ákveðin í að vera turtles.  Eiginmaðurinn fékk því þessa líka fínu mottu á bringuna og við vorum einhversskonar 70´s diskópar…

www.skreytumhus.is2

…á sama tíma toppaði systirin sig – og jújú Múmínfamelían mætt á svæðið…

www.skreytumhus.is-0012

…heimalagaðar grímur og allt – legg ekki meira á ykkur…

2014-10-11-212335

…og þá erum við komin að árinu í ár – 2015.

Hér er ég í mikilli búningahönnun…

www.skreytumhus.is-016

…þetta gerir sig ekki sjálft sko…

www.skreytumhus.is-017

…og útkoman var – jújú Herre Gud og englakórinn hans.

Þeir sem taka vel eftir sjá reyndar að minnsti engillinn er ekki alveg sáttur við að vera bara “engill” og var því í varabúningi innan undir…

www.skreytumhus.is

…en þó – hann gat nú alveg sprellað smá…

www.skreytumhus.is-002

…húsbandið lagði sig allan fram við að láta sér vaxa hár og skegg, og ég gerði hann svo bara gráhærðan með verkefnum – win win, ekki satt?

www.skreytumhus.is-015

…systirIn tók þetta enn á ný á hærra plan – og hér höfum við The Flinstones…

www.skreytumhus.is-003

…en mig langaði að deila þessu með ykkur að gamni, til þess að sýna ykkur skemmtilegu búningana (það eru auðvitað fleiri í partýinu og enn fleiri búningar, en ég átti svo fínar myndir af þessum til að sýna) og bara til þess að sýna frábæra fjölskylduhefð sem hefur myndast…

www.skreytumhus.is-021

…þetta er kvöld sem að krakkarnir eru farnir að bíða eftir allt árið og við erum öll saman í að finna út með búninga.

Mæli með þessu!  Áfram Halógen 🙂

www.skreytumhus.is-019

…Svo síðar, þetta hér…

www.skreytumhus.is-0121

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

10 comments for “Herre Gud…

  1. Eyrún
    23.11.2015 at 08:55

    Elska hvað þið eruð dugleg að gera svona saman þið stórfjölskyldan 🙂 yndislegt!!! 🙂

  2. Kristbjörg
    23.11.2015 at 09:29

    Vá þetta er geggjað skemmtilegt 😀

  3. Berglind Ásgeirsdóttir
    23.11.2015 at 09:59

    haha alveg frábært 😀 virkilega vel heppnuð hefð hjá ykkur

  4. Þóra
    23.11.2015 at 10:52

    Hahaha einstaklega skemmtilegur póstur

  5. Kolbrún
    23.11.2015 at 11:01

    Þetta er virkilega gaman að sjá hvað mikið er lagt í þetta án þess að kaupa allt nýtt dýrum dómi og gaman að sjá hrekkjavakan er að verða algeng í svona heimapartýum með allri familíunni.

  6. anna
    23.11.2015 at 11:17

    Gaman að þessu, frábærir búningar hjá ykkur! Húsbandið er reyndar mjög fyndið (fyndinn) 🙂 á öllum myndunum.

  7. Petrea
    23.11.2015 at 14:31

    Vá hvað þetta er flott hjá ykkur. Ég tók þá ákvörðun fyrir 11 árum að bjóða fjölskyldunni í Holloween partý og það varð að hefð hjá okkur líka, svo gaman að hittast og sjá búningana og borða mat sem hefur verið gerður “ógeðslegur,, styttir skammdegið. 🙂

  8. Greta
    23.11.2015 at 16:40

    Snilldin ein!
    Gaman að hafa svona halógen hefð í fjölskyldunni. Þið hljótið að vera að pæla í búningunum allt árið 🙂

  9. Katrín
    24.11.2015 at 16:21

    Rosa flottar myndir af ykkur og gaman að sjá.
    Hér er það líka hefð á okkar heimili að halda árlega upp á Halloween og hef ég elsta systirinn tekið það að mér að slá upp slíku fjöri.
    Einu sinni og þá er bara ekki aftur snúið 🙂
    Hér er beðið eftir þessu árlega eins og eftir jólunum allir sem einn 🙂

  10. Sigríður Ingunn
    24.11.2015 at 22:47

    Vá hvað þetta er flott og skemmtilegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *