Barnaherbergið – smáatriðin…

…því eins og við vitum orðið flest – þá eru það smáatriðin sem gera herbergið að því rými sem það er.

Gefur því persónuleika, liti og hlýju.  Þannig að, af stað…

…veggirnir eru málaðir með Dömugráum frá Slippfélaginu

www.skreytumhus.is-082

…í glugganum er einfaldlega bangsi, og dót, sem krílið kemur til með að leika sér með.  Góð vísa er víst sjaldan of oft kveðin, og við eigum að stilla upp með þeim hlutum sem börnin eiga og koma til með að nota – það er bara þannig…

www.skreytumhus.is-010

…vegglímmiðarnir eru fengnir frá ART&TEXT (sjá hér), ég lýsti því einfaldlega fyrir þeim hvað ég hafði í huga, og þau gerðu þetta fyrir mig.  Algjör snilld.  Þetta er svo bara pillað af ef maður fær leið á þessu.  Hægt að bæta við alveg eftir hendinni, ef þig langar í fleiri ský. Droparnir gætu komið í alls konar litum, eftir því hvað hentar.  Síðan datt okkur líka í hug að gaman væri að teikna/skrifa í skýin, þegar fram líða stundir.  Setja nafnið, teikna andlit, eða bara hvað sem er…

www.skreytumhus.is-011

…á borðinu er löber úr Rúmfó, grár og hvítur, og hann gefur hlýju og skemmtilegan tón inn í herbergið, í stað þess að hafa bara beran hvítann borðflötinn…

www.skreytumhus.is-014

…aftur þá er bara stillt upp með dóti – þannig er líka auðvelt að setja inn mismunandi liti í hillurnar…

www.skreytumhus.is-015

…og auðvitað bækur – það þarf alltaf að stilla upp með bókum…

www.skreytumhus.is-016

…og við fundum þessar hillur í Rúmfó líka, en þær voru í hárréttri breidd…

www.skreytumhus.is-019

…svo er það aftur litla tips-ið með að nota bækur eins og “bakka” en án bókarinnar myndi þessi ugla virka mjög einmanna á veggnum…

www.skreytumhus.is-020

…snaginn er eins og áður sagði úr Rúmfó

www.skreytumhus.is-022

…en herðatréð krúttlega er ansi gamalt og kemur úr Söstrene

www.skreytumhus.is-025

…listaverkin eru eftir móður krílisins…

www.skreytumhus.is-030

…svo geggjað flott…

www.skreytumhus.is-031

…og þessar hirslur koma frá Pottery Barn Kids, og ég lét sauma út í þær texta: smáhlutir, sokkabuxur, hattar…

www.skreytumhus.is-035

…þessa körfu, sem er fullkomin á litin og stærð fann ég í Góða einn góðann dag…

www.skreytumhus.is-036

…uglupúðarnir fundust hins vegar á sölusíðu SkreytumHús sem finnst á Facebook…

www.skreytumhus.is-037

…lítið og krúttaralegt í hillum…

www.skreytumhus.is-040

…fallega blómálfamyndin af gjöf sem móðirin fékk þegar hún fæddist, og afskaplega indælt að láta svona muni fylgja krílum…

www.skreytumhus.is-045

…það eru pælingar um að nota kommóðuna líka sem skiptiborð, og við fundum dásamlega skiptidýnu í Rúmfó sem smellpassaði í það…

www.skreytumhus.is-049

…sömuleiðis er litli bambapúðinn þaðan líka…

www.skreytumhus.is-051

…litlu droparnir sem koma úr skýjunum gefa líka skemmtilegan lit á veggina, svona í og með…

www.skreytumhus.is-055

…ég var síðan í Nytjamarkaðinum þegar ég fann þessar ævintýramyndir.  Þær voru rammaðar inn í janúar 1974 og náðu á furðulegan hátt að heilla mig upp úr skónum.  Ég er búin að vera að goggl-a og googl-a þær en finn engar upplýsingar, þannig að ef einhver veit eitthvað þá má sko senda á mig línu…

www.skreytumhus.is-062

…þetta eru brúður sem eru uppstilltar í ævintýrum – æðislegir litir…

www.skreytumhus.is-063

…og svo dásamlega skrítnar og lausar við að vera væmnar…

www.skreytumhus.is-064

…geymslukörfurnar flottu eru úr Rúmfó og eru æðislegar undir leikföng, eða eins og þarna aukateppi…

www.skreytumhus.is-074

…því það er nauðsynlegt að geta kúrt sig undir teppi á komandi vetrarmánuðum…

www.skreytumhus.is-075

…samt uppáhalds er þetta…

www.skreytumhus.is-080 www.skreytumhus.is-081

…og þessi frábæri skemill er líka úr Rúmfó – en að mínu mati þá er hann límið sem heldur öllu herberginu saman!

Þá held ég að allt sé upptalið – annars skjótið þið bara á mig spurningum!

Foreldrasettið var himinlifandi og þá get ég ekki farið fram á meira 🙂

www.skreytumhus.is-083

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

9 comments for “Barnaherbergið – smáatriðin…

  1. Margrét Helga
    10.11.2015 at 12:53

    Yndislegt 🙂

  2. 10.11.2015 at 17:39

    awww I love the little owls

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.11.2015 at 15:56

      Thanks Christine, I love them as well – so cute! 🙂

  3. Rut
    02.11.2016 at 10:43

    Æðislegt herbergi, veistu hvaðan teppið er ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.11.2016 at 10:52

      Teppið er úr Ikea 🙂

  4. Steinunn
    02.08.2017 at 08:19

    Vantar upplýsingar um loftljósið? 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *