SkreytumHús-kvöldið…

…var í Rúmfó í gær – og vá hvað það voru margar sem að skunduðu á svæðið!  Geggjað að fá að hitta ykkur og spjalla, og gaman að sjá hversu spenntir allir voru fyrir jólunum og bara skrautinu almennt.  Yndis!

Ég tók nokkrar myndir, áður en hófið hófst – bara til þess að sýna ykkur, sem ekki komust, hvernig var raðað á borðin.

Því miður var margt sem kláraðist í hvelli, enda þegar 300 konur koma inn á sama tíma og langar öllum í fínerí, þá hafa þær hraðar hendur 🙂

Fyrst var það hvíta borðið…

IMG_4777

IMG_4763

…það er auðvitað sá stíll sem hentar mér best af öllu – það sem ég myndi gera helst heima hjá mér…

IMG_4764

…stóri vasinn þarna í baksýn er bara venjulegur glervasi – en ég tók vegglímmiða og notaði bara að hluta til á vasann…

IMG_4765

…skellti líka límmiðum á bakkann, skemmtilegt að leika sér með þetta – og þessi kerti sko…

IMG_4797
…litlu grænu trén sem þið sjáið þarna á bakkanum urðu mjög vinsæl…

IMG_4779

…sérstaklega þegar þeim var stungið ofan í þessar krukkur með gervisnjó…

IMG_4784

…annað sem var ansi hreint vinsælt voru þessi hreindýr, sem barasta flúðu öll á vit ævintýranna með dömunum á fyrstu mínútunum…

IMG_4780

…hvíta og kósý stemmingin…

IMG_4781

…þessi dýrakerti eru alveg yndis…

IMG_4782

…sömuleiðis þessir litlu nafnahaldarar – ekta í jólaboðin…

IMG_4783

…og svona var hvíta borðið…

IMG_4785
…síðan fór ég útfyrir þægindarammann og geri smá svona kántrískotið borð í rauða átt – jeminn…

IMG_4786

…alls konar krúttlegheit…

IMG_4789
…þessi jólasveinn er alveg á hraðferð til jóla, og löberinn er fallegur…

IMG_4792

…meira í rauðu deildinni…

IMG_4793

…síðan var það kopar og svarta borðið…

IMG_4769

…”dúkurinn” er efni úr metravörunni, alveg ferlega flottur…

IMG_4770

…og bland í poka…

IMG_4771

…flott kertaglös…

IMG_4772

…æðisleg þessi litlu hús sem hanga þarna á – verulega sætt pakkaskraut…

IMG_4773

…og uglukrúttin eru í nammidiskunum, en ég lét bara textann snúa aftur…

IMG_4776

…hér sést hluti af sérvöldu vörunum sem voru á 30-40% afslætti…

IMG_4795

…enn og aftur langar mig að þakka ykkur öllum fyrir komuna, og sérstakar þakkir til ykkar sem gáfuð ykkur tíma í að spjalla 🙂

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um hvort að hægt verði að hafa annað svona kvöld fyrir jólin, t.d. í byrjun des – þannig að ef þið hafið hug á svoleiðis þá megið þið endilega skilja eftir komment eða smella einfaldlega á like-arann!

*knúsar* og góða helgi!

IMG_4774

6 comments for “SkreytumHús-kvöldið…

  1. 06.11.2015 at 08:36

    Dásamlega flott 🙂 Ég væri alveg til í annað svona kvöld þar sem ég komst ekki á þetta 🙂

  2. 06.11.2015 at 08:37

    Glæsilegt allt saman, ekkert smá flottar vörur hjá Rúmfó og það held ég að stemningin hafi verið skemmtilega þarna hjá ykkur í gær 😉

    Ljúfa og skapandi helgi!

    kk Kikka

  3. Anna Sigga
    06.11.2015 at 09:02

    Já ég myndi vilja annað kvöld 😀 😉 er að fara plana húsmæðra orlof og þá yrði það reyndar betra að hafa það á föstudegi en … það er víst ekki alveg gefið 🙂 … myndi amk reyna koma hihihi.

  4. Margrét Milla
    06.11.2015 at 10:47

    Æðislegt, væri alveg til í að leikurinn yrði endurtekinn þar sem ég komst ekki í gærkvöldi :/

  5. Margrét Helga
    06.11.2015 at 11:45

    Hefði viljað vera þarna en komst því miður ekki…maður getur ekki verið alltaf allsstaðar, svona fyrst það má ekki klóna mann 😉

    Margt þarna sem mig langar í…

  6. Kolbrún
    06.11.2015 at 13:56

    Sama her komst ekki en frábært að fá allavega að sjá myndir rosalega flott allt. takk fyrir þetta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *