Barnaherbergi – fyrir og eftir…

…reyndar er fyrir myndin af galtómu herbergi 🙂 …

12200873_10207765242751058_1807881447_n

Það samt best að útskýra smá – þannig er mál með vexti að ég er að fá glænýjan titil núna í nóvember.  Ég er sem sé að verða ömmusystir!  Það hljómar reyndar eins og ég að vera aðalleikkonan í nýrri útgáfu af Golden Girls, eða ætti í það minnsta vera með grátt hár og prjóna smotterís litstaverk – en svo er víst ekki.  Þess í stað verð ég bara ömmusystirin sem kem og raða í herberginu.

“Litla” frænkan mín, systurdóttir mín, sem kom í heiminn þegar að ég var 7 ára er sem sé að verða mamma, jeminn eini…

img047

…en sum sé – mission barnaherbergi!

Uppáhaldið mitt er að útbúa barnaherbergi, og að jóla, og að… ♥

www.skreytumhus.is-082

…við vildum gera hlýlegt, fallegt herbergi og alls ekki of væmið eða fullt af blúndum.  Það er reyndar ansi margar uglur þarna, en það er vinnuheitið á kúlukrílinu.  Útskýrir ýmislegt.

Við erum með gamla góða ættarrúmið, en það var keypt fyrir móður hinnar tilvonandi móður árið 1962, beint frá Köben.  Við erum núna í það minnsta 10 börn sem höfum sofið í þessu í gegnum áratugina.  Ég veit að þetta er afskaplega “trendy” rúm núna – en mest af öllu er þetta bara ættarrúmið sem okkur þykir voða vænt um.  Enda búið að fylgja okkur svo lengi…

www.skreytumhus.is

…litla borðið er æðislegt við en við fundum það í Rúmfatalagerinum á Korputorgi, og það smellpassar þarna inn.  Ég sé líka alveg fyrir mér litla manneskju með kaffiboð við þetta í komandi framtíð.  Uglulampinn er líka gamall, en mig minnir að mamma hafi fengið hann um 1980 og eitthvað…

www.skreytumhus.is-001

…þetta uglukrútt var nú í herbergi litla mannsins, en fékk alveg glænýtt heimili – svona í einhvern tíma í það minnsta…


www.skreytumhus.is-010

…veggirnir eru málaðir í Dömugráum frá Slippfélaginu, en ég get ekki mælt nóg með þessum lit.  Hann er svo dásamlega mjúkur og hlýr, stundum bleikir tónar, og bara pörfekt á alla veggi.  Ég fékk hins vegar þau í Art&Text til þess að útbúa skýjalímmiða fyrir okkur, og þeir gera svo ótrúlega mikið…

www.skreytumhus.is-011

…það er algjört möst að get hengt upp kjóla eða krúttheit í svona krakkaherbergjum, og við fundum þennan snaga í Rúmfó á Korputorgi líka, alveg fullkomin stærð…

www.skreytumhus.is-021

…lítið borð svo að hægt sé að geyma dót í körfum, eða bara hvað sem hugurinn girnist…

www.skreytumhus.is-027

…dásamleg listaverk og bækur – þetta verður menningarlegt uppeldi frá fyrstu stundu…

www.skreytumhus.is-034

…og svo þarf að geyma öll þessi litlu krúttaralegu föt einhversstaðar, ekki satt?

www.skreytumhus.is-052

…bókasafnið, og geymslubókar…

www.skreytumhus.is-057

…í stólnum er svo dásamlegt að sitja og rugga og bíða eftir krílinu – auk þess að yndislegt verður að sitja með það í fanginu…

www.skreytumhus.is-072

…og móðirin getur notað þennan skemill og skellt lúnum fótum þarna upp á – og látið fara vel um sig.  Svo ekki sé minnst á hversu fallega skemillinn batt allt herbergið saman, hann lét einhvern vegin allt passa…

www.skreytumhus.is-009

…ruggustóllinn er sömuleiðis gamall ættargripur, held að hann komi frá afa mínum, og nýtist vel núna…

www.skreytumhus.is-084

…síðan langar mig að sýna ykkur fleiri smáatriði, hvað er hvaðan og fleiri myndir mjög fljótlega!

Vá hvað ég er spennt eftir þessu litla kríli, ég get ekki beðið ♥

Meira um herbergið hérna!

www.skreytumhus.is-077

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

8 comments for “Barnaherbergi – fyrir og eftir…

  1. Anonymous
    03.11.2015 at 21:11

    Herbergið er hreint út sagt gjöööððveikt með alls konar áherslum (“.)
    Finnst ruggustóllinn algjör draumur, rúmið, límmiðar og alles
    Well done min kære <3

  2. Uglumamman
    03.11.2015 at 21:31

    Þetta er best! Ég er næstum á því að sofa bara þarna inni sjálf þessa stundina. Þægilegasta herbergið í húsinu…hohoo!
    Takk fyrir Dossildið mitt. Þetta er æðiber!

  3. Sigrún
    03.11.2015 at 22:18

    Sæl. Veistu hvar vegglistarnir voru keyptir?

    • Uglumamman
      04.11.2015 at 00:34

      Þeir fást í Bauhaus 🙂

  4. Margrét Helga
    04.11.2015 at 00:15

    Það er sko algjörlega best að vera ömmusystir…búin að prófa það í viku núna og það verður bara æði (hef reyndar ekki hitt litlu krúttmúsina “mína” ennþá en á morgun mun því verða reddað ef allt gengur að óskum 😀 ).

    Yndislegt herbergi og það er bara allt æði þarna inni <3

  5. 04.11.2015 at 00:31

    Ruggustóllin ( ættargripurinn) er hönnun Hans J Wegner. Alger draumur eins og allt í þessu yndislega herbergi;-)

  6. María
    04.11.2015 at 08:40

    Vá hvað þetta er flott herbergi. Heppið kríli að hafa svona gott fólk í kringum sig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *