Ljóst og ljúft…

…er ágætis lýsing á þessu barnaherbergi sem ég ætla að deila með ykkur.

Það er hún Bec – sem áður var í The Block-þáttunum, sem ég hef iðulega sagt ykkur frá – sem á þetta fallega rými.

Hún átti sem sé von á barni og vildi ekki fá að vita kynið – þannig að herbergið átti að passa fyrir bæði telpu og dreng.  Alltaf gaman að sjá svoleiðis og hvernig fólk vinnur úr því.

Ástralir eru, skv. þessum Block-þáttum, verulega “trendy” og smartir upp til hópa og því gaman að fylgjast með þeim.  Þeir eru hrifnir af Skandinavískum stíl og nýta hann óspart í bland við annað.

_5JG8030

…flottar hillur, og mér finnst þetta litla skýjaljós alveg draumur…

_5JG8021

…svona tjöld eru alltaf draumur, en ferlega flott að festa svona ljósin niður hliðina á því.  Svo eru líka töff púðarnir þarna inni…

_5JG8027

…á gólfinu er aðal “tískumottan” um þessar mundir, eða í líkinu við þær.  En flott er hún – og ofsalega fallegt að sjá gardínurnar fyrir öllum gluggaveggnum – það verður svo mikil mýkt og ró yfir veggnum…

_5JG8051

…hver elskar ekki litlar og fallegar rammagrúbbur…

_5JG8029

Hvernig lýst ykkur svo á herbergið?

Hvort finnst ykkur þetta henta betur fyrir dreng eða stúlku? 🙂

Hér er heimasíðan hennar Bec og þið getið lesið nánar um herbergið hér!


_5JG8040

All photos and copyright via Bec Marks the Spot.

1 comment for “Ljóst og ljúft…

  1. Margrét Helga
    02.11.2015 at 12:52

    Mér finnst það eiginlega hvorki passa betur fyrir strák eða stelpu…bara bæði betra 🙂 Enda var það líka “pointið” með þessu, að láta það passa fyrir bæði kyn 🙂

    Mjög flott herbergi…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *