Velkomin á Skreytumhus.is

…sem er loksins orðin að www.skreytumhus.is svona í alvöru.

Eins og þið sjáið þá eru smá breytingar, en vonandi eru þær flestar til þess að auðvelda ykkur leitina að því sem að þið viljið fá að skoða 🙂

Síðan er verk í vinnslu, en þetta er allt í áttina, og heldur áfram að breytast eitthvað áfram næstu vikur.

Þið megið endilega láta í ykkur heyra ef það er eitthvað sérstakt sem að þið mynduð vilja sjá hérna inni, eða hafa öðruvísi, eða bara sem þið saknið af blogspot-inu. Það ætti nú samt flest allt að vera komið hingað inn og vonandi meira til.

T.d. sést hérna uppi flipi sem á stendur Páskar, og þar getið þið kíkt á alla páskapóstana, en þarna verður breytilegt eftir árstíðum eða því sem að ég er að leggja áherslu á að hverju sinni.

Í öðrum fréttum er það helst að ég fékk smá montkast þegar að herbergi heimasætunnar birtist inni á Apartment Therapy núna um helgina #montrass.is#

Fullscreen capture 24.3.2013 174605

Þú gætir einnig haft áhuga á:

17 comments for “Velkomin á Skreytumhus.is

 1. Svala Helga
  25.03.2013 at 08:22

  Til hamingju með nýju síðuna. Skreytum hús bara orðin svona fullorðins 🙂 Til hamingju með heimsfrægðina líka, herbergið hennar Valdísar Önnu er nú líka bara algjört bjútí.
  Knúsar,
  Svala (S&G)

 2. Guðrún H
  25.03.2013 at 11:32

  Til hamingju með síðun og birtinguna á AT, hlakka til að fylgjast með á nýju síðunni þinni 🙂
  Kveðja Guðrún H.

 3. Svandís
  25.03.2013 at 13:41

  Til hamingju með flottu síðuna, rosa skotin í henni.
  Þetta var bara tímaspursmál hvenær heimsfrægðin færi að banka á dyrnar hjá þér 😉 Spái því að þetta sé nú bara rétt byrjunin!

  Liebe Grüße
  Svandís

 4. 25.03.2013 at 16:31

  Til lukku með nýju síðuna – ótrúlega flott:) Ekki nema von að interior design hæfileikarnir fari út fyrir landsteinana…æði:)

 5. Anna Sigga
  25.03.2013 at 18:03

  Jaha þetta er flott 🙂 til hamingju með nýja lúkkið og montið 😉

  Bestu kveðjur AS

 6. Anonymous
  25.03.2013 at 19:43

  Til hamingju:-)
  Kveðja Guðrún

 7. Anonymous
  25.03.2013 at 23:10

  Til hamingju með .is! Smart hjá þér 🙂

  kv. Bogga

 8. Sigurborg
  25.03.2013 at 23:14

  Jeijjjj, mér líkar við “like” takkann !
  Til hamingju með nýju síðuna 🙂

 9. Gauja
  25.03.2013 at 23:24

  innilega til hamingju með nýju síðuna

 10. Krissa
  25.03.2013 at 23:41

  Vá!! Hjartans hamingjuóskir með nýju síðuna….LIKE.

 11. 26.03.2013 at 09:19

  Til lukku með nýju síðuna – hún er BTW algert æði!

  Og WTG með heimsfrægðina, þú ert alger snilli sem verðskuldar allt það lof sem þú færð skvís! 😉

 12. Kristín Sigurgeirsdóttir
  26.03.2013 at 09:21

  Til hamingju með nýju, flottu síðuna. Og þú mátt alveg vera montin yfir myndbyrtingunni. 🙂

  Kveðja
  Kristín Sig

 13. Berglind
  26.03.2013 at 09:27

  Innilega til hamingju með nýju síðuna þína, rosalega flott ! hlakka til að fylgjast með áfram en ég fæ svakalegan innblástur frá þér 😀

  Takk fyrir frábæra síðu 🙂

 14. Anna
  26.03.2013 at 13:34

  Flott síðan þín! Það er bara eitt sem mig langar að benda á. Mér finnst alltaf frekar leiðinlegt að þurfa að fara inn og út úr hverjum pósti fyrir sig. Best finnst mér að geta bara skrollað niður og næsti póstur tekur við af þeim sem ég var að lesa.

 15. 26.03.2013 at 22:47

  innilega til hamingju með nýju síðuna þína, skoða yfirleitt á hverjum degi hjá þér og stundum oft á dag 😉 Er í fæðingarorlofi og ný flutt í stærra húsnæði og geri ekki annað en að breyta og bæta, fæ oft mikið af hugmyndum frá þér 🙂

  enn og aftur til hamingju

  kv Ásta Júlía

 16. Sveinrún Bjarnadóttir
  27.03.2013 at 01:46

  Til hamingju með flottu síðuna þína og svo ég tali nú ekki um frægðina; enda smekk kona;)

 17. Auður
  27.03.2013 at 09:07

  Vá þetta er geggjað, til lukku.
  Kv. Auður

Leave a Reply

Your email address will not be published.