Jólainnlit í Bauhaus…

…því að það er náttúrulega kominn október 😉  Haha!

Það er nú bara þannig að jóladótið er komið í búðir, og jólabæklingur frá Bauhaus er að koma út í dag, þannig að það er eins gott að sýna ykkur þetta á meðan tækifæri gefst – áður en allt verður rifið út úr búðunum!

Fyrst af öllu, jólin í Bauhaus eru geggjuð í ár.  Svo flott sett upp og ég varð frekar lasin í langaranum þarna inni, hann bara datt í ofvirkni og neitarinn varð að víkja fyrir neytandnum.  Slæmt mál – en yfir í jólin…

01-skreytumhus.is

…og þið vitið orðið hvernig ég er, hvítt og natur, rustic og glimmer – núna erum við að tala saman…

01-www.skreytumhus.is

…eins og þessi dásemdar tré, rustic börkur en með dass af glimmer…

02-skreytumhus.is-001

…öll þessi hvítu tré og hús glöddu mig verulega…

02-www.skreytumhus.is-001

…þessi hérna fannst mér líka æðisleg…

03-skreytumhus.is-002

…gleði gleði gleði…

03-www.skreytumhus.is-002

…svo vitið þið hvað ég er veik fyrir þessum loðnu dýrum og það hefur lítið breyst – sérstaklega var ég kát að finna þennan tarf og nú er famelían að verða fullmönnuð hjá mér…

31-skreytumhus.is-030

…svo er hægt að finna bleikt og kopar…

06-www.skreytumhus.is-005

…og öll þessi jólatré!

Ég er svo veik fyrir jólatrjám að það er ekkert normalt sko…

07-skreytumhus.is-006

…pípuhreinsaratrén hvítu finnst mér líka æðisleg, sem og þessir ísbirnir…

07-www.skreytumhus.is-006

…gammeltré, með snjó á greinunum…

08-skreytumhus.is-007

…og RISA pípuhreinsaratré (jeminn, ég ruglaðist og skrifaði píuhreinsara – það væri alveg allt annar póstur sko)…

08-www.skreytumhus.is-007

…silfurtré, smá svona glamúr…

09-skreytumhus.is-008

…hvítu trén eru æði – og svo eru hreindýr í ýmsum útfærslum…

10-skreytumhus.is-009

…keramikhús, stálhús og bara alls konar hús.  Familu-teljós, huggó…

10-www.skreytumhus.is-009

…ok, hverjir heyra í Frank Sinatra – um leið og þeir heyra þetta?

11-skreytumhus.is-010

…ouwwwwww krúttin þeirra!  og hverjir hugsa um Happy Feet?

11-www.skreytumhus.is-010

…ekki eru allir englar jafnir – sumir eru langir og mjóir en aðrir minni og breiðari…

12-skreytumhus.is-011

…mússí músssí (sjá hér)

13-skreytumhus.is-012

…jólakallar og kertastjakar…

14-skreytumhus.is-013

…svona lætur jólahjartað mitt alveg syngja…

15-skreytumhus.is-014

…yndisleg tréhjörtu, þessi gætu líka verið flott ef maður myndi setja svona gammel myndir á þau…

16-skreytumhus.is-015

…æji krúttin, voru svo þreytt að þau lögðu sig bara…

17-skreytumhus.is-016

…með önnur standa vaktina…

39-skreytumhus.is-038

…hugsa að allir finni sína “réttu” trétýpu þarna…

20-skreytumhus.is-019

…hrikalega krúttaralegir og sætir…

21-skreytumhus.is-020

…og hvað geri ég ekki fyrir ykkur?

Ráfaði meira segja yfir í rauðu deildina og allt saman…

22-skreytumhus.is-021

…mér fannst þetta tré þarna í miðjunni, til þess að hengja skraut á, alveg ótrúlega flott…

23-skreytumhus.is-022

…jólasveinar og meyjar í góðum gír í rauða hverfinu – hohoho…

27-skreytumhus.is-026

…þessir hérna eru snilld – einmitt ef þið eruð með nokkur jólatré og þurfið að hækka þau upp í “rétta” hæðir…


32-skreytumhus.is-031

…þessi hérna mætti alveg flytja inn hjá mér…

33-skreytumhus.is-032

…ferlega flottar þessar stóru greinar sem eru notaðar til þess að setja upp plássið – mjög skotin…

35-skreytumhus.is-034

…og alls konar mini hús, þessi bláu væru æðisleg í herbergi litla mannsins, voru líka til sveppir í stíl…

37-skreytumhus.is-036

…hér er fyrir töff týpurnar, kúl alla leið…

40-skreytumhus.is-039

…flott útgáfa af kertakassanum góða…

41-skreytumhus.is-040

…grátt og svart, flott með flestu…

42-skreytumhus.is-041

…kertaglös sem heilluðu dulítið…

48-skreytumhus.is-047

…svoldið sætar uglur sko…

50-skreytumhus.is-049

…ég fór sko með mömmu og tengdó, og hér seilast þær báðar eftir sama skrautinu, á sama tíma 🙂

51-skreytumhus.is-050

…þessi krans var í nokkrum stærðum og ferlega flottur…

52-skreytumhus.is-051

…flott þessi svörtu tré…

54-skreytumhus.is-053

…og svona fór um þessi jól!

Hvað er að heilla mest?

55-skreytumhus.is-054

Síðar í dag, kemur síðan inn póstur með minni uppröðun!

19-www.skreytumhus.is-002

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

16 comments for “Jólainnlit í Bauhaus…

  1. María
    13.10.2015 at 10:21

    Já, ég held að það vanti svakalega mikið skrúfur á heimilið. Ætli ég verði ekki að skreppa í Bauhaus….
    Kannski væri betra að sleppa því, ég versla örugglega fleiri kertahús og ég er ekki viss um að sambýlismennirnir þoli fleiri hús.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:12

      Skil þig, skrúfur, perur og kýtti! 😉

  2. Kristbjörg Sunna
    13.10.2015 at 12:41

    Ég er á leiðinni í Bauhus 😉

  3. Anna Sigga
    13.10.2015 at 13:28

    ég sé því ´miður ekki allar myndirnar hjá þér 🙁
    En Bauhaus má bara flytja norður 🙂 ….

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:11

      Skil ekkert í að þú sjáir ekki myndirnar, hef ekki fengið neinar kvartanir um það frá öðrum :/

      • Anna Sigga
        14.10.2015 at 13:02

        🙂 þetta er komið núna sé ALLT 🙂 takk fyrir þetta innlit segi enn og aftur Bauhaus verður aðkoma norður lika 😀
        Ekki kemur sænski vinurinn 🙁 amk….

  4. Margrét Helga
    13.10.2015 at 13:53

    Margt sem heillar alveg svakalega mikið…t.d. glerkertakassinn með 4 kertunum á…svo er bara alveg obbossslega margt fallegt þarna! Held ég verði að kíkja þangað eftir 2 vikur og vona að það verði ekki allt búið 😛

    • Margrét Helga
      13.10.2015 at 13:54

      Og já….ég heyrði sko í Frank Sinatra alveg hægri vinstri 😉

      • Soffia - Skreytum Hús...
        13.10.2015 at 22:10

        Sem sé, jafnvíg á bæði eyru?

  5. Bára
    13.10.2015 at 14:36

    Æðislegt! En margt er nú þegar uppselt, m.a. ferhyrndi kertastjakinn með glerinu. Hann var búinn áður en auglýsingabæklingurinn kom í hús. Og ég sem hélt að ég væri snemma á ferðinni í ár… 🙁

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:09

      Skrambi erum við gráðugar, þetta var þarna í gær!!

  6. Greta
    13.10.2015 at 17:07

    Dææææs. Svakalega er margt fallegt á myndunum. Ætli ég verði ekki að skreppa í Bauhaus og IKEA um helgina 😉

  7. Inga
    13.10.2015 at 21:14

    Oh stundum er svo erfitt að búa úti á landi og geta ekki skotist og skoðað, þuklað og verslað 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.10.2015 at 22:07

      Óþolandi, verð að útbúa svona snertiblogg 🙂

      • Anna Sigga
        14.10.2015 at 13:03

        Alveg sammála Ingu !!

        ú váh það yrði algjört æði að hafa svoleiðis blogg Soffía !!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *