Innlit í Nytjamarkaðinn…

…því að ekki er fjarri lagi að segja að ég hef gaman af því að gramsa og vera í fjársjóðsleit

Við förum því í Nytjamarkaði ABC sem er núna staðsettur í Víkurhvarfi 2, í Kópavogi (sjá hér á Facebook), en var áður í Skútuvogi…

01-www.skreytumhus.is (FILEminimizer)

…þessi var nú dulítið skemmtilegur og alfarið hjemmelavet af einhverri hagsýnni húsmóður…

02-www.skreytumhus.is-001 (FILEminimizer)

…ójá mín innri blúnda tók smá svona balletspor við þennan hér (hún er mikið tígulegri en ég sko, innri blúndan)…

03-www.skreytumhus.is-002 (FILEminimizer)

…þessi hefur líka verið heimalagaður en skemmtilegur engu síður:
“Frænkur deila hlátri, gráti og helling af súkkulaði”…

04-www.skreytumhus.is-003 (FILEminimizer)

…búðin er mjög björt og vel í hana raðað…

05-www.skreytumhus.is-004 (FILEminimizer)

…gamalt gler mig gleður, líkt og áður hefur komið fram…

06-www.skreytumhus.is-005 (FILEminimizer)

…þessir hér voru ansi hreint dúlló…

07-www.skreytumhus.is-006 (FILEminimizer)

…og já, ansi fínir marmarafélagar…

08-www.skreytumhus.is-007 (FILEminimizer)

…litlir eggjabikarar sem buðu upp á skemmtilega skreytimöguleika sko…

09-www.skreytumhus.is-008 (FILEminimizer)

…ouwwww – þessa langaði mig að spreyja í sæblágrænu og skella í hillu í barnaherbergi…

10-www.skreytumhus.is-009 (FILEminimizer)

…og þessi hér – hélt fyrir mér vöku þegar heim var komið, og var sóttur daginn eftir…

11-www.skreytumhus.is-010 (FILEminimizer)

…eins og sést á þessari mynd…

05-www.skreytumhus.is-004 (FILEminimizer)

…sömuleiðis þessir hér – ansi hreint “ómerkilegir” en eitthvað svo fallegt við þá að ég gat ekki hætt að hugsa um þá…

12-www.skreytumhus.is-011 (FILEminimizer)

…og voru því sóttir…

17-www.skreytumhus.is-016 (FILEminimizer)

…alls konar undirskálar sem eru til margs nytsamlegar…

13-www.skreytumhus.is-012 (FILEminimizer)

…það er eitthvað svo gammel og fallegt, og danskt við blátt og hvítt postulín…

14-www.skreytumhus.is-013 (FILEminimizer)

…því sótti ég annan þeirra líka…

06-www.skreytumhus.is-005 (FILEminimizer)

…og sjáið þið bara hvað hann verður fallegur svona heima kominn…

07-www.skreytumhus.is-006 (FILEminimizer)

…þessi fannst mér yndi og gæti passað með svo mörgu…

15-www.skreytumhus.is-014 (FILEminimizer)

…sömuleiðis þessir hér félagar…

16-www.skreytumhus.is-015 (FILEminimizer)

…krúttaralegir í t.d. barnaherbergið – eða dúkkukofann…

17-www.skreytumhus.is-016 (FILEminimizer)

…blár og hvítur, og þjóðlegur – hvað er hægt að biðja um meira….

18-www.skreytumhus.is-017 (FILEminimizer)

…jú þennan hér – textinn varð til þess að ég fór að syngja með í huganum í hvelli – enda er þetta ein af uppáhalds Baggalúts-diskunum mínum – Sólskinið í Dakóta, þar sem þeir hafa gert lög við kvæði Káins og Stephans G…

19-www.skreytumhus.is-018 (FILEminimizer)

…oggupínuponsulitlir, og oggupínuponsukrúttaðir!

Þannig fór þessi sjóferð – og svo meira síðar 😉

Eigið yndislegan dag ♥

20-www.skreytumhus.is-019 (FILEminimizer)

 ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Innlit í Nytjamarkaðinn…

  1. María
    12.10.2015 at 09:59

    Mikið var þetta nú skemmtileg markaðsferð með þér. Ég fer reglulega á þennan markað, hann er mjög skemmtilegur.

  2. Margrét Helga
    12.10.2015 at 10:43

    Maður þarf að gefa sér tíma til að fara á nytjamarkaðarölt við tækifæri 🙂 Allt of margir svoleiðis sem maður hefur ekki farið á!

    Takk fyrir skemmtilegt innlit 🙂

  3. Anna Sigga
    12.10.2015 at 13:01

    Jæja já…. ég má ekki fara á svona nytjamarkaði en þeir eru bara tveir á Ak og Háaloftið er í meira uppáhaldi hjá mér. Ef ég fer þangað fer ég “aldrei” tómhent þaðan 😀 hef alveg keypt jólagjafir þar meira segja 😀 Ég á td svona litla glerkönnu eins og þú settir mynd af, ætlaði svo aldeilis að vera með öðruvísi “kertaglös” krílið þolir held ég ekki hitan svo ég hætti að notan hann þannig…. allt önnur saga 😀

    kv AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *