Eldhús – fyrir og eftir…

…því að allir elska gott fyrir og eftir!

Hér er um að ræða eldhús, á bloggi sem heitir Chris Loves Julia, og er eitt af þeim fallegri sem ég hef séð.

Til að byrja með var eldhúsið svona…

02-IMG_8980-1024x682 (FILEminimizer)

…til þess að láta hlutina ganga upp fyrir sig fyrst um sinn, þá færðu þau skápa úr borðstofunni og settu á vegginn, ásamt því að minnka eyjuna….

01-IMG_2708-1024x651 (FILEminimizer)

…en að lokum þá fóru þau í framkvæmdir og eftir 7 vikur – fengu þau draumaeldhúsið sitt, já næstum bara mitt líka!

Þetta er nú ansi hreint bjútifúlt!

09-IMG_7851 (FILEminimizer)

Innréttingin er ný og er frá Ikea og heitir Laxarby.  Kemur alveg svakalega flott út…

03-IMG_7747 (FILEminimizer)

…þau gerðu líka annan glugga á vegginn, sem að gjörbreytir náttúrulega öllu þegar að birtan flæðir svona fallega inn…

04-IMG_7756 (FILEminimizer)

…eins finnast mér þessar einföldu, fallegu hvítu flísar (subway tiles) koma æðislega vel út – þær eru svo hreinar og flottar…

08-IMG_7829-copy (FILEminimizer)

…þau bættu líka við hurð á vegginn, og bjuggu til “butlers pantry” eða bara búr eins og við köllum það á hinu ylhýra…

11-IMG_7900 (FILEminimizer)

…það sniðuga við að búa til inngang í búrið var að þau gerðu vegginn þannig að ísskápurinn og skáparnir í kringum hann, voru felldir inn í vegginn – sem er sniðug lausn og lætur allt virka meira opið…

10-IMG_7856 (FILEminimizer)

…fyrir utan það hversu falleg hurðin sjálf er, svona rustic viðarrennihurð…

14-IMG_7874-669x1024 (FILEminimizer)

…eitt af mínu uppáhalds við þetta eldhús er að borðplöturnar eru hvítar, en eyjan er úr fallegri hnotu, það gefur svo mikla hlýju í annars svart hvítu eldhúsinu….

05-IMG_7764 (FILEminimizer)

…einnig er gaman að sjá hvernig þau blanda saman stálnu og gulli í fylgihlutum…

12-IMG_7953 (FILEminimizer)

…eins og sést t.d. á ljósunum…

06-IMG_78051 (FILEminimizer)

…tvær eldavélar – það dugar náttúrulega ekkert minna!

07-IMG_7826 (FILEminimizer)

…gordjöss ljós yfir eyjunni…

13-IMG_7788-682x1024 (FILEminimizer)

…þó að þetta sé rétt fyrir utan eldhúsið, en þvílík snilldarlausn.  Hundamatarhilla.
Hægt að nota nánast alla hillubera og skera bara úr fyrir döllunum…

15-IMG_8292-684x1024 (FILEminimizer)

…ég hefði sennilega aldrei haldið að ég myndi verða svona skotin í þessari mottu – en hins vegar – mér finnst hún æði þarna inni!  Alveg hreint pörfekt 🙂

16-IMG_78781-682x1024 (FILEminimizer)

Þetta er bara fallegt að mínu mati.
Þetta er stílhreint, dökkt og dramatískt, ljóst og létt, viður og steinn – fullkomin blanda af þessu öllu 🙂

Hvað er ykkar uppáhalds?

17-IMG_7966-751x1024 (FILEminimizer)

All photos via Chris Loves Julia – click here for full details!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Eldhús – fyrir og eftir…

  1. Margrét Helga
    08.10.2015 at 08:14

    Vá! Þvílíkur munur á einu eldhúsi! Algjörlega gordjöss! 🙂

  2. María
    08.10.2015 at 08:36

    Þetta er geggjað flott hjá þeim. Ég get ekki valið neitt uppáhalds, þetta er bara svo góð heild.

  3. Margrét
    08.10.2015 at 10:03

    eyjan 🙂

  4. Linda
    09.10.2015 at 11:53

    Bara allt æði

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *