Hitt og þetta á föstudegi…

…en í raun bara blóm, blóm og meiri blóm 🙂

01-www.skreytumhus.is (FILEminimizer)

Því að það er í raun ekkert betra, svona til þess að lyfta sér smá upp og fegra heimilið í hvelli, en að fá sér blóm í vasa…

02-www.skreytumhus.is-001 (FILEminimizer)

…sérstaklega er það nauðsynlegt svona á haustin, þegar að regnið ætlar hreinlega aldrei að stoppa…

03-www.skreytumhus.is-002 (FILEminimizer)

…og fátt er fullkomnara en rós!

04-www.skreytumhus.is-003 (FILEminimizer)

Þessi vika er búin að vera svo “úfin” að mér fannst það vera nauðsynlegt að fá mér falleg blóm í vasa…

09-www.skreytumhus.is-008 (FILEminimizer)

Veit ekki hvort að þið rekið augun í það – en inn á milli eru nokkrir “nýjir” hlutir.

Smá fyndin saga, fór í Nytjamarkað og tók myndir af því sem mér þótti fínt – keypti ekki neitt – og gekk út alveg hreint stabílið uppmálað, gasalega þægur og góður bloggari.  Síðan, þegar ég var komið, settist ég við tölvuna og fór að fara yfir myndirnar til þess að útbúa svona líka fínan póst fyrir ykkur.  Skemmst er frá því að segja, að ég fékk svo mikla eftirsjá að hafa ekki keypt eitt og annað sem ég fann, að ég ákvað að setja ekki inn póstinn og fara frekar bara sjálf og kaupa mér það sem mig langaði í – haha 🙂

06-www.skreytumhus.is-005 (FILEminimizer)

…eitt af því sem ég keypti var þessi hérna litli sæti vasi.  Elska svona gammel bláa og hvíta, þeir verða eitthvað svona Royal Copenhagen í mínum huga…

07-www.skreytumhus.is-006 (FILEminimizer)

Tips: 
Þegar þið kaupið ykkur blóm þá er snilld að kaupa krusana/chrysurnar – þeir standa alveg ótrúlega lengi.  Síðan má taka minni greinarnar og skella í litla vasa, eins og hér!

08-www.skreytumhus.is-007 (FILEminimizer)

Sjáið þið fatið sem hangir þarna neðan í hillunni minni, það er líka eitt af því sem ég fór og sótti í Nytjamarkaðinn…

05-www.skreytumhus.is-004 (FILEminimizer)

…ásamt þessum litlu blómastjökum sem þið sjáið hérna…

17-www.skreytumhus.is-016 (FILEminimizer)

…og eigum við eitthvað að ræða þessar rósir, hversu fallegar þær eru!

13-www.skreytumhus.is-012 (FILEminimizer)

…og það er um að gera að hugsa út fyrir kassann þegar það kemur að því að finna vasa fyrir blómin!

En vissuð þið að það eru Blómabúðadagar nú um helgina?

19-www.skreytumhus.is-018 (FILEminimizer)

1-4 október verða haldnir Blómabúðadagar um land allt. 

Blómabúðin þín mun bjóða þig sérstaklega velkomna/velkominn ýmist með tilboðum, tónlist, haust kransa gerð eða öðrum hætti.  Blómabúðin þín tekur þátt í flestum stór viðburðum í lífi þínu og því tilvalið að kíkja í heimsókn í næstu blómabúð og sjá hvað hún hefur upp á að bjóða..

12038758_10153050579401962_1621540445103230600_o (FILEminimizer)

Trúið þið því annars, að það sé í raun komið að helgi enn einu sinni?

33-www.skreytumhus.is-032 (FILEminimizer)

Því segi ég bara góða helgi og verið góð ❤

28-www.skreytumhus.is-027 (FILEminimizer)
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Hitt og þetta á föstudegi…

  1. María
    02.10.2015 at 08:58

    Fallegar myndir og ég er glöð að þú ert búin að næla þér í nammi í krukkuna.

    • Anna Sigga
      02.10.2015 at 13:33

      mig langar í nammið þitt og skálina 😀 😀 😀

  2. Þórey Jóhanna
    02.10.2015 at 23:43

    Fallegt hjá þér Soffía.

    Þú hvetur mann til dáða, þökk sé þér, elska blóm.

    Takk fyrir að setja þessar fallegu myndir.

    Bestu kveðjur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *