Spegill, spegill…

…eða speglar, speglar!

Ég er nefnilega búin að vera að safna að mér handspeglum núna í nokkurn tíma.
Fékk þá svona smá “á heilann”…

01-www.skreytumhus.is-002 (FILEminimizer)

…efri spegillinn var reyndar keyptur hjá Frk Blómfríði í sumar, en ég málaði hann í kalklitum.  Hann var gylltur áður…

02-www.skreytumhus.is-003 (FILEminimizer)

…og þegar ég var búin að bæta við öllum hinum, þá varð útkoman þessi…

23-www.skreytumhus.is-017 (FILEminimizer)

…sá efri fékkst í Sirku, en sá lægri í litlu búðinni minni (þegar hún var til)…

09-www.skreytumhus.is-003 (FILEminimizer)

…þessi silfraði er hins vegar eldgamall og ég fékk hann í Köben á loppumarkaði…

10-www.skreytumhus.is-004 (FILEminimizer)

…nú fyrst við erum að þvælast í kringum náttborðið, þá er ekki úr vegi að sýna ykkur líka skóna mína litlu og sætu.  Þetta er kúpulinn sem fæst í Rúmfó, og kostar bara um 900kr. Ég er reyndar bara með kúpulinn en ekki diskinn undir…

12-www.skreytumhus.is-006 (FILEminimizer)

…og svo auðvitað hún María blessunin sem stendur sína vakt…

14-www.skreytumhus.is-008 (FILEminimizer)

…en ég er alveg að gleyma mér – það voru víst speglarnir…

15-www.skreytumhus.is-009 (FILEminimizer)

…finnst ykkur þetta ekki bara koma fallega út?

16-www.skreytumhus.is-010 (FILEminimizer)

…svo er um að gera að nota hluti eins og hálsfestar og hárskrautsblóm til þess að skreyta smá í kringum sig…

18-www.skreytumhus.is-012 (FILEminimizer)

…og svo fannst mér bara yndislegt að sjá hvernig kvöldsólin endurspeglaðist í skáphurðinni, ekkert amalega að fá tvöfalt sólarlag…

35-www.skreytumhus.is-029 (FILEminimizer)

…eigið þið ekki líka svona krúttaða litla skó til þess að stilla upp – annað hvort ykkar eigin, eða barnanna?

Bara gætið þess að kaupa risastóra glerkúpla ef þið ætlið að stilla upp núverandi skóm, t.d. frá eiginmönnum.  Er ekki viss um að skór í stærð 45 séu dúllulegir svona á náttborði, en stór glerkúpull lofteinangrar þá í það minnsta…

42-www.skreytumhus.is-036 (FILEminimizer)

…rúmgaflinum hanga líka nokkrar hálsfestar, bara svona af því bara…

47-www.skreytumhus.is-041 (FILEminimizer)

…ég er náttúrulega svoddan krummi að það er eins gott að stilla þessu upp!

Veit vart hvort að ég þurfi að taka það fram, en þessir dömulegu hlutir eru að sjálfsögðu allir “mín” megin við rúmið.  Er ansi hrædd um að húsbandið myndi ekki fíla svona punterí og prjál sín megin.  Ég fæ náðarsamlegast að vera með lampa, vekjaraklukku, og pííííínulítinn vasa hjá honum.  Annars stillir hann mjög smekklega upp með hleðslutækjum fyrir síma, Ipadda og annað slíkt fínerí (skal reyna að hvetja hann til þess að skrifa sérblogg um hvernig hann fer eiginlega að þessu öllu 😉 )…

48-www.skreytumhus.is-042 (FILEminimizer)

…síðan í næstu viku, þá ætlaði ég að sýna ykkur smotterí á snagabrettinu.  Var komin með það í þennan póst – en vissi svo að enginn myndi nenna að skoða 40plús myndir og tók þær bara út – 🙂

37-www.skreytumhus.is-031 (FILEminimizer)

…annars segi ég bara góða helgi og reynið að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt, eða vera bara ótrúlega slök og njótið þess ♥

46-www.skreytumhus.is-040 (FILEminimizer)

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

6 comments for “Spegill, spegill…

  1. Margrét Helga
    25.09.2015 at 08:11

    Speglarnir koma ofboðslega vel út 🙂 Og hálsfestarnar og skórnir í kúplinum og bara allt!!

    Hlakka til að lesa hleðslutækjapóst húsbandsins 😉

    Góða helgi 😀

  2. Sigrún
    25.09.2015 at 08:33

    Æðislegir speglarnir svo gamaldags og flott…..svo er bara einfaldlega allt fallegt í kringum þig 🙂

  3. María
    25.09.2015 at 08:45

    Mjög fínir speglar og náttborðssvæði.

  4. Hildur Hilmarsdóttir
    25.09.2015 at 09:57

    Takk fyrir innblástur dagsins 🙂 Þetta er æði ….

  5. Frìða
    27.09.2015 at 20:27

    Allt rosa flott… 🙂
    Alltaf gaman að skoða bloggið:)

  6. Anna Sigga
    27.09.2015 at 20:54

    … talandi um að hafa smáskóna undir kúpli, það sem það er nú krúttlegt! Þá er ég með fyrstu skóna mína og sonarins í ramma úr IKEA nógu djúpir til að hafa skóna okkar í 🙂 Þeir eru í sitthvoru rammanum og mér datt enginn annar staður, fyrir þessa ramma nema inn á baði 😀 já veit pínu skrítið en er að hugsa um að færa þá fram í forstofu finnst það meira viðeigandi 🙂

    kv AS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *