Hitt & þetta á föstudegi…

…og þetta er rólegur rigningarpóstur 🙂

En haustið er svo sannarlega komið með lægðum og rigningin hefur lamið gluggana að utan…

01-www.skreytumhus.is

…en ég kvarta svo sem ekki, því að ég er ein af þeim sem þykir eitthvað rómantískt við haustið – auk þess sem það boðar svo sannarlega komu uppáhalds árstíðarinnar minnar…

02-www.skreytumhus.is-001

…þarna í glugganum stendur m.a. nýja stóra glerkrukkan mín, sem að ég er búin að setja alls konar trékefli og snæri ofan í…

03-www.skreytumhus.is-002

…um daginn var ég að leita að mynd að glugganum og fann ekki neina nema jólamynd…

04-www.skreytumhus.is-004

…þannig að ég ákvað að þetta væri kjörið tækifæri í heila gluggamynd 🙂

05-www.skreytumhus.is-007

…annars langar mig að kasta fram smá spurningu, og gaman væri að heyra frá ykkur varðandi þetta.

Hvað þætti ykkur um að fá stundum umfjöllun um einstaka vörur?

Hef fengið beiðni um að prufa t.d. sápur eða annað slíkt og mig langaði að heyra hvort að þetta sé eitthvað sem vekur áhuga ykkar?

Sem sé – ekki í staðinn fyrir það sem er að gerast venjulega – heldur meira svona viðbót!

Yfir til þín frú mín góð – hvað finnst þér?…

06-www.skreytumhus.is-008

Talandi um það sem ég geri venjulega, þá átti ég alveg eftir að sýna ykkur smotterí úr þeim Góða.  Ég er sko búin að vera í mikilli mission að leita að fallegum hitaplöttum til þess að setja á borð.  Nokk sama um litinn, alltaf hægt að spreyja og svoleiðis.  En hvað haldið þið að ég hafi fundið núna um daginn…

11-www.skreytumhus.is-011

..júbbs, einmitt tvo svona dásamlega útflúraða, eins og þið sjáið hérna.  Þarf að taka betri myndir en þeir eru svo skemmtilega vintage í útliti að ég tími sko ekki að gera nokkuð skapaðann hlut við þá…

10-www.skreytumhus.is.is-011

…að sama skapi fann ég þessa hérna yndisgrind, og ég setti sætu flöskurnar sem ég keypti í Litlu Garðbúðinni, endur fyrir löngu, ofan í hana…

13-www.skreytumhus.is

…dulítið krúttaralegt, ekki satt?

12-www.skreytumhus.is-016

…þá er helgin víst komin…

07-www.skreytumhus.is-009

…og Vittsjö-hillu-vikunni miklu að ljúka, sko þarna sést í hana greyjið…

09-www.skreytumhus.is-011

…og í næstu viku þá hlakka ég til að sýna ykkur þetta – sem ég er ansi hreint kát með…

1-2015-09-06-183024

…þar til segi ég bara góða helgi og takk fyrir mig ♥

*knúsar*

08-www.skreytumhus.is-010

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

15 comments for “Hitt & þetta á föstudegi…

  1. Vala Dögg
    11.09.2015 at 09:08

    Já ég væri alveg til í viðbót, finnst alltaf fróðlegt og gaman að lesa um ýmsar vörur og ráð 🙂

  2. María
    11.09.2015 at 09:24

    Fallegur föstudagspóstur.

    Ég er alveg til í að lesa umfjöllun um vörur ef þú ert hreinskilin og kemur ekki með einhverja bullsöluræðu. Einnig finnst mér nauðsynlegt að vita á hvaða forsendum umfjöllunin er, kostuð eða ekki.

  3. Margrét Helga
    11.09.2015 at 09:32

    Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er mér í raun alveg sama hvort það kemur svona vöruviðbót eða ekki…slæ hendinni svo sem ekki á móti bloggum, sama um hvað þau eru þar sem þú ert hrikalega skemmtilegur penni 😉

    Takk fyrir skemmtilegan og rólegan föstudagspóst…gott að fara með svona inn í helgina 🙂

    Góða helgi!!

  4. Arna Ósk
    11.09.2015 at 10:48

    Notalegur og kósý póstur svona í rigningunni 🙂 Ég er alltaf til í viðót. Getur verið gaman að fræðast aðeins um skemmtilegar vörur 🙂

  5. Svana
    11.09.2015 at 11:19

    Ég er alveg til í viðbót 🙂 alltaf gaman að kíkja hér inn 🙂

    Góða helgi

  6. Ása
    11.09.2015 at 12:34

    Frábær póstur að vanda.

    Hvað varðar vörur er það alveg ókei, en eg kís hreinskylna umfjöllun, þar sem ekki er verið að oflofa einhvað bara til að selja þ.e. ef varan stendur ekki undir því.

    Annars elska ég bloggið þitt og finnst endalaust gaman að skoða þitt fallega heimili.

  7. Þuríður
    11.09.2015 at 12:44

    Hvað varðar umfjöllun á vöru þá segi ég nei, ekki breita þessari fallegu síðu í einkverja auglýsinga síðu, það er víst nóg af þannig síðum.

  8. Krissa
    11.09.2015 at 13:11

    Yndislega fallegt heimili sem þú átt Soffía, alltaf gaman að kíkja í “heimsókn” til þín 🙂

    Eigðu góða helgi.

  9. Guðný Ruth
    11.09.2015 at 15:19

    Alltaf gaman að fá blogg frá þér og ég treysti þér alveg milljón prósent til að fjalla um vörur 🙂 Ég veit að þú færir ekkert að reyna að selja okkur eitthvað sem þú hefðir ekki trú á sjálf þannig að ég er alveg sátt við vörukynningar – svo framarlega sem þú lofar að þær verði jafn skemmtilega orðaðar og allt hitt sem þú sendir frá þér 😉

    Góða helgi!

    Kv. Guðný

  10. Selma
    11.09.2015 at 19:40

    Takk fyrir gluggamynd, er alveg til í fleiri gluggaútstillinga-hugmyndir. Og aukapóstur um vöru, bara gaman.

  11. Halldóra
    11.09.2015 at 19:56

    Gullfallegur gluggi og þú ert skemmtilegur penni 🙂

    …annars er ég ekki hrifin af vörukynningum á bloggum og það fælir mig frá frekar en hitt. Finnst það smá svona “svik” við lesandann, held að ég sé að fara að lesa blogg en síðan er það bara auglýsing.

  12. Heida
    12.09.2015 at 00:06

    Líst vel á vöru umfjöllun. Mér fannst líka svo gaman að heyra í þér beint í sjónvarpinu. Sting upp á að þú farir með okkur landsbyggðarkonur beint í búðir eins og rúmfó. Þá er ég að meina svona örmyndbönd með smávegis lýsingum, verða pottþétt skemmtileg hjá þér.) Copy Cat Chic hefur t.d sýnt einhver slík í viðbót við vöru umfjöllunina. Góða helgi.

  13. Margrét
    12.09.2015 at 14:21

    Notalegur póstur hjá þér. Mér finnst gaman að skoða pósta frá þér með vörum sem fást um bæjinn. Bæði eru póstarnir þínir svo laaangt frá að virka eða vera auglýsing, bara verið að fræða þá sem hafa áhuga hvar vörurnar er að finna. Hið besta mál og mættu sko alveg fleiri vera með slíka pósta til að losa okkur við að þurfa að hendast út um allan bæ í leit.
    Mig langar að spyrja þig hvort loftin séu lökkuð í húsinu þínu og þá með hvaða lakki. Ótrúlega flott og gefa flott yfirbragð.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.09.2015 at 15:44

      Takk fyrir Margrét, gaman að heyra 🙂

      Loftaplöturnar eru úr byggingavöruverslun sem var í Norðlingaholtinu, man bara ekki hvað hún hét og hún er hætt núna. En tengdó fékk sér svipaðar og held að þær hafi verið úr Húsó 🙂

  14. Margrét
    12.09.2015 at 22:00

    Takk fyrir skemmtilegan póst að venju. Mér þætti bara gaman að fá smá umfjöllun um vörur. Treysti þér til þess að gera það vel 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *