Stykkishólmur II…

…því að það er ekki hægt að hætta bara í miðjum klíðum og leið mín lá að húsi Tang & Riis.  Þess ber einnig að geta að mér finnst að það ætti nánast að vera ólöglegt að vera á nútímabílum í bæ þar sem svona mikið er af fallegum gömlum húsum, þeir skemma alveg þessa blekkingu sem maður getur sannfært sjálfan sig um – að maður sé að ganga aðeins aftur í tímann 😉 …

2015-07-09-160710 _min

…en þar í kjallarnum er vinnustofa Ingibjargar Helgu Ágústsdóttur.  Þvílík og önnur eins fegurð…

2015-07-09-160226 _min

…húsnæðið er forkunnarfagurt og gefur rétta stemmingu fyrir þessar ævintýralega fallegu útskornu útskurðarmyndir…

2015-07-09-160234 _min

…og trúið mér þær eru enn fallegri séðar með eigin augum…

2015-07-09-160241 _min

…þið getið líka skoðað Facebook-síðuna hér og heimasíðuna hér

2015-07-09-160250 _min

…dásamlegt…

2015-07-09-160329 _min

…því miður er þessari sýningu lokið – að ég tel, en þið getið smellt á hlekkinn hér ofar í póstinu og kynnt ykkur þetta nánar…

2015-07-09-160341 _min

2015-07-09-160405 _min

…svo er alltaf gaman að koma inn í svona falleg rými, sem eru svona persónuleg, og gefa sniðugar hugmyndir…

2015-07-09-160419 _min

…sjáið bara…

2015-07-09-160431 _min

…þessir hlöðnu veggir eru náttúrulega kapituli út af fyrir sig, svo ekki sé minnst á loftbitana…

2015-07-09-160441 _min

…og þessi hurð!  Síðan er listakonan að störfum þarna…

2015-07-09-160446 _min

..fallegar uppstillingar!

2015-07-09-160458 _min

…áfram hélt ég göngu minni og dáðist að húsum…

2015-07-09-160733 _min

…og kirkjum…

2015-07-09-160802 _min

…og meiri húsum – hvert öðru fallegra…

2015-07-09-160813 _min

…veðrið var líka dásamlegt…

2015-07-09-160819 _min

…ég sá alveg húsfreyjur liðinna ára fyrir mér standandi þarna á tröppunum, enda er ég dramatísk með endæmum.  Síðan er þetta grindverk líka alveg að gera sig að mínu mati…

2015-07-09-161248 _min

…þarna hefur einhver gleymt lopahúfunni sinni, enda skein sólin…

2015-07-09-161557 _min

…og í næsta pósti – þá voru krakkar og kall búin í sundi (friðurinn úti haha) og við nutum þess að vera saman!

2015-07-09-174806 _min

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Stykkishólmur II…

  1. Margrét Helga
    26.08.2015 at 13:46

    Yndislegur póstur…greinilega margt sem maður á eftir að skoða í Stykkishólmi! 🙂 Hlakka til að lesa næsta póst!

  2. Anonymous
    21.09.2015 at 23:03

    Ohhhh
    ….fallegi Stykkishólmurinn 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *