Innlit til Gaines hjónanna…

..því ef þið munið eftir (hér) þá sýndi ég ykkur um daginn þættina Fixer Upper.

Um þá sjá hjónin Chip og Joanna Gaines, en þau eru með ferlega flottan og skemmtilegan stíl.

Chip er smiður og Joanna er stílistinn/hönnuðurinn í þessu samstarfi.  En ég er að fíla vel stílinn hennar Joanna, en hún er með svona vintage farm house fíling, með smá módern twisti og rómantík. Alveg eins og mér finnst skemmtilegast.  Í þáttunum sér maður einmitt heimili þeirra hjóna bregða fyrir og það er alveg gullfallegt.

Þegar ég sá innlit til þeirra, þá ákvað ég að það væri upplagt að deila því með ykkur og leyfa ykkur að njóta líka.

Húsið keyptu þau 2012 og voru að gera það upp í eitt og hálft ár…

1439221100-img-9129-copy-copy-copy-grande

…og það er næsta víst að tímanum var vel farið…

landscape-1439220941-new-farmhouse-back

…strax fallegt um leið og komið er inn…

1439221180-img-2820x-grande

…enda finnst mér það mikilvægt að gefa forstofunni smá vægi, því að þetta er það fyrsta sem fólk sér af heimilinu þínu 🙂

1439221367-img-2845x-grande

…eldhúsið er alveg eins og mér líka best, hátt til lofts, ljóst og fallegt.  Smá gammel og líka nútímalegt…

1439222088-img-2792x-grande

…og þetta er uppáhaldshlutinn minn af eldhúsinu, enda er ég sérlega svag fyrir svona opnum hillum, og mér finnst þessi tegund vaska alveg draumur í dós…

img_2775x_grande

…þetta er alveg dásamlega heimilislegt.  Ekki of mikill íburður, og manni langar helst að fleygja sér í sófann og bíða á meðan einhver eldar eitthvað jömmí í eldhúsinu…

homepage_slide1_opt

…mér finnst þetta stofuborð algjörlega geggjað – líkar vel við þetta allan daginn…

img_2719x_grande

…stofan – algjörlega tímalaus og falleg…

1439222149-img-2894x-grande

…og þessi arin er alveg yndis ♥

1439222170-img-2954x-grande

…ótrúlega fallegt stelpuherbergi hjá þeim – það er greinilegt að þessi börn eiga einhversstaðar leikherbergi með öllu dótinu sem þau hljóta að eiga 🙂 …

1439222379-img-2671x-grande

…og þessi hengibakka náttborð eru skemmtilega öðruvísi lausn…

gallery-1439229905-img-2687x-large

…hjónaherbergið – svo hreinlegt og ferskt – og heimilislegt…

img_2975x_grande

…og það sem ég vildi óska að hjónaherbergi væru af þessari stærð hér á landi…

img_2993x_grande

…já takk, látið bara renna í bað fyrir mig…

img_3046x_grande

…yndislega rómó háaloftsherbergi…

1439222604-img-3127x-grande

…strákabergið, kojur og krúttlegheit…

img_3206x_grande

…þetta er “föndurherbergi” barnanna – og ég velti því mikið fyrir mér hvar allt sé geymt – því að það hefur ekki verið nýtt plássið til hliðanna.  Það hljóta að vera skápar sem við sjáum ekki…

img_3155x_grande

…vinnuherbergi þeirra hjóna – og þar sé ég einmitt skápa eins og ég var að leita að á myndinni fyrir ofan…

img_3175x_grande

…og úti við er hægt að halda alls konar skemmtileg útipartý og meððí!

Ahhhhh, já takk – væri alveg til í þetta ♥

Photos via Molly Winn Photography/CountryLiving.com

img_3302x_grande-1

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Innlit til Gaines hjónanna…

  1. Margrét Helga
    12.08.2015 at 09:38

    Vá! Þetta er með fallegri heimilum sem ég hef séð! Látlaust, fallegt og notalegt…væri til í að sitja með þér í sófanum á meðan einhver eldar og kjafta um alls konar, bulla og ég veit ekki hvað 😉

  2. Erla
    12.08.2015 at 10:30

    ohhh krúttlegt, fyrsta skipti sem amerískt heimili heillar mig

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *