Innlit í Bókaverzlun Breiðafjarðar…

…því að þegar ég fékk mér göngutúr í Stykkishólmi, þá gat ég ekki annað en litið inn í þetta fallega hús og horft í kringum mig og dáðst að því sem ég sá!

www.skreytumhus.is-009

…þetta er ein af þessum dásemdar búðum sem eru oft í minni bæjum, hún er bóka/dóta/prjóna/skraut/allskonar búð.  Endalaust hægt að ráfa um að sjá eitthvað nýtt…

www.skreytumhus.is-020

…þar að auki er húsið ævagamalt og ber þessa dásemdar bita sem sjást þarna í loftinu og það væri eflaust gaman að gera meira úr þessum fallegu einkennum hússins…

www.skreytumhus.is-043

…það eru líka enn gamlir innanstokksmunir þarna, eins og þessi skápur…

www.skreytumhus.is-012

…sem mér fannst alveg yndislegur…

www.skreytumhus.is-014

…en kíkjum svo á allt hitt kruðerí-ið…

www.skreytumhus.is-001

…ég er sérlega viðkvæm fyrir svona ruggandi hrossum, en þið?

www.skreytumhus.is.is-001

…flottar hauskúpur og uglusnagi – næs…

www.skreytumhus.is-015

…og öll þessi glerbox eru alltaf jafn falleg…

www.skreytumhus.is-016

…og gaman að setja og sjá mismunandi hluti í þau og sjá hvernig þeir fara að njóta sín á nýjan hátt…

www.skreytumhus.is-017

…mér fannst þetta tré t.d. mjög töff…

www.skreytumhus.is-018

…og uglukertið…

www.skreytumhus.is-019

…flottir diskar og skálar og sjáið þið skærin þarna!!

www.skreytumhus.is-021

…ég er enn að hugsa um þessa flottu trédiska/bakka, og þessa gammeldags lykla…

www.skreytumhus.is-022

…og öll þessi dásamlegu bretti – þvílík fegurð!  ❤

www.skreytumhus.is-024

…hvers vegna í ósköpunum fékk ég mér ekki þessar skálar?  Hvað var eiginlega í gangi hjá mér í sumar?

www.skreytumhus.is-023

…yndislega krúttleg og falleg til skreytingar á stjaka og bara hvar sem er…

www.skreytumhus.is-025

…ójá takk!

www.skreytumhus.is-026

…og þessar hræriskálar – yndislegar!

www.skreytumhus.is-047

www.skreytumhus.is-027

…dúddamía…

www.skreytumhus.is-028

…uppröðun á bakka, með húsum, eitthvað sem mér líkar alltaf…

www.skreytumhus.is-030

…og þetta borð greip nú líka augað…

www.skreytumhus.is-031

…og þessi dásemdar íkornalampi…

www.skreytumhus.is-032

…dásemdar kassar fyrir sprittkertin…

www.skreytumhus.is-034

…síðan er það víst sama hversu margar luktir ég á, alltaf eru einhverjar að glepja mig…

www.skreytumhus.is-035

…núna eru það þessar aftar þarna, með glerlokinu sem mér finnast æði – er búin að vera að stara á svona í nokkrar mánuði…

www.skreytumhus.is-036

…alls konar gúmmelaði sem heillar…

www.skreytumhus.is-046

…í annari hillunni var svona smjör/ostakúpuldiskur sem mér fannst æði – gamaldags og bara flottur…

www.skreytumhus.is-010

…þið getið líka rétt ímyndað ykkur hvort að ég var ekki skotin í þessum…

www.skreytumhus.is-041

…og þessar silfurskálar með stjörnunum – lofit…

www.skreytumhus.is-042

…svo er eitthvað við borða á trékeflum – það er svo fallegt…

www.skreytumhus.is-044
…í það minnsta mæli ég með að taka rölthring þarna inni ef þið eruð stödd í Stykkishólmi…

www.skreytumhus.is-040

…tók sérstaklega mynd af hurðinni svo þið sjáið opnunartímana 🙂

og þið getið smellt hér – til þess að skoða Bókaverzlun Breiðafjarðar á Facebook.

www.skreytumhus.is-049

…þá segi ég bara góða helgi og takk fyrir mig!

❤ knúsar ❤

www.skreytumhus.is-048

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Innlit í Bókaverzlun Breiðafjarðar…

  1. Jóhanna.
    07.08.2015 at 11:27

    Það gaus upp í mér Hólmarinn er ég sá fyrirsögnina: Innlit í dásamlega verslun á Stykkishólmi.
    Sko….maður fer TIL Stykkishólms og þegar maður er kominn þangað er maður Í Stykkishólmi en ekki Á Stykkishólmi og maður fer ÚR/FRÁ Stykkishólmi. Það eru ótrúlega margir sem flaska á þessu 😉
    Eigðu frábæran dag 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.08.2015 at 12:02

      Takk fyrir þetta – ég pældi einmitt mikið í þessu en fannst svo rangt að segja Í Stykkishólmi. Gekk meira segja svo langt að googla þetta og fara gegn því, því ég gat ekki sætt mig við hvernig þetta hljómaði.

      http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6155

      En ég leiðrétti mig hér með og laga þetta í póstinum, og Facebook 🙂

      Eigðu góða helgi!

  2. Þórey Jóhanna
    10.08.2015 at 18:31

    Sæl Soffía,

    Bestu þakkir fyrir að setja þessar skemmtilegu myndir úr versluninni í Hólminum, svo margt fallegt til hjá þeim. Þetta hús var Apótek eins og sést á innréttingunni lyfjaskúffunum.
    Alltaf ánægjulegt að skoða myndirnar frá þér, kveikja örugglega á ýmsum hugmyndum hvað hægt er breyta og bæta heimavið.

    Gangi þér sem allra best 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *