Skírn litla mannsins

Við létum skíra son okkar núna um daginn.  Ég var með ljósblátt þema, mikið sörpræs í því, og með því var limegrænt og svo brúnir tónar.  Móðir mín kær barðist fyrir að koma með kransaköku (löng saga) og ég skreytti hana síðan sjálf.  Mig langaði ekki að nota þessa “gömlu góðu” aðferð að festa bara nammimola á hana.  Fór í Söstrene Greenes og keypti þar eina rúllu af svona bláum silkiborða, síðan átti ég skrautnálar með perlu á endanum.  Lagði borðan einfaldlega saman í slaufu og stakk svo perlunál í gegnum miðjuna, og voila – þannig var komin skreyting á kökuna.
Á toppinn setti ég síðan slaufu sem að í var fest lítil krilstalssnudda – sést varla á myndinni.  Í kringum fór síðan M&M, sem að var keypt í USA um páskana, sem útskýrir hvers vegna það er svona fallega pastellitað 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Skírn litla mannsins

  1. Anonymous
    27.02.2012 at 17:49

    Takk enn og aftur fyrir frábært blogg. Er ekki skírnartertan frá Myllunni? Er að spá í að panta svona fyrir mína. Bragðaðist hún ekki vel? og hvaða bragð valdir þú?
    kv. Halla

  2. 27.02.2012 at 21:27

    Sæl Halla og takk fyrir,

    Skírnartertan var reyndar frá Jóa Fel og þetta var einhver “vinsælasta” týpan hjá þeim 🙂 Tertan var mjög fín!

    kv.Soffia

Leave a Reply to Dossa G Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *