Ósk rætist…

…eða draumur!  Eða hvað skal kalla það ❤

Stundum þá fæ ég í mig svona “dillur”, eitthvað sem ég fer ósjálfrátt að leita að og leita eftir.  Það sem hefur herjað á huga minn undanfarna mánuði var gömul ritvél.  Ekki spyrja mig hvurs vegna – þær eru bara svo flottar og einfaldlega bara var þetta svona “ég vil-dæmi”!

Versta er þegar maður fær svona sniðugar hugmyndir sem að “meika” engann “sens” í augum húsbandsins.  Sjáið til, stundum er hægt að réttlæta hlutina:

gamall stóll = sitja á honum
gömul kanna = fín fyrir blóm
nýjar gardínur = það þarf eitthvað fyrir þessa glugga ekki satt?
gamall dúkkuvagn = geymir bangsa, dúkkur eða bara teppi og púða
Gömul ritvél = ehhhhhh, til að skrifa þér bréf ástin mín? eða nei, hugsa að hún virki ekki, sendi þér bara sms 🙂

Svo varð nú úr að eftir langa leit, sem var þó ekki eiginleg leit, meira svona litið eftir.  Þá fann ég þessa elsku á Antík og Vintage hlutir til sölu á Facebook.

10981738_10206698487721406_9034808253158955790_n

Húrra! Þetta var meira segja á afmælisdaginn minn sem ég fékk hana afhenta og beint heim með gripinn.  Eftir smá umraðanir, þá var hún komin á “réttan stað” og ég var alsæl…

01-www.skreytumhus.is

…og ég verð að segja að mér finnst hún alveg dásamleg!

04-www.skreytumhus.is-003

…síðan, af því að ég átti afmæli – þá kom yndisleg vinkona mín færandi hendi og gaf mér alls konar dásemdir úr H&M Home, skrítið – næstum eins og hún þekki mig eitthvað.  Þar á meðan var alveg forkunnarfagur blúndulöber, sem ég varð að skella á borðið…

05-www.skreytumhus.is

… og mér finnst hann alveg pörfekt með, svona blúndó og kvenlegur á móti vélinni…

19-www.skreytumhus.is-001

…og þarna eru nú orðnir nokkrir vintage hlutir, sem mér finnast vera svo dásamlega fallegir…

08-www.skreytumhus.is-002

…á móti öðrum og nýrri, eins og bara púða og teppi í svörtu og hvítu, til þess að fá smá svona módern með…

10-www.skreytumhus.is-004

…á móti þessari hérna…

11-www.skreytumhus.is-005

…og þessum sem eru reyndar nýjir, en gömul og klassísk hönnun.  Finnst safnið mitt vera nokk fullkomið núna – þar sem ég er komin með 5 stk (bættist) við einn sem ég fékk í afmælisgjöf frá famelíunni…

12-www.skreytumhus.is-006

…þeir eru svo flottir ❤

14-www.skreytumhus.is-008

…og það er sú gamla líka…

13-www.skreytumhus.is-007

…og mér fannst algert möst að setja blað í vélina og ekki var hægt að hafa það autt…

15-www.skreytumhus.is

…og ég ákvað því að setja uppáhalds ljóðið mitt eftir Jónas Hallgrímsson á blaðið, með svona gammel ritvélaletri…

17-www.skreytumhus.is-002

…leturgerðin heitir 1942 report og ég googlaði bara eftir fríu letri sem ég hlóð niður, þið getið fundið þetta hér (smella), og svo var þetta bara sett upp í Word…

1-Fullscreen capture 3.8.2015 214758

…og prentað út og útkoman var þessi – og krakkarnir elska að hamra á vélina og láta eins og þau séu að skrifa bréfið…

03-www.skreytumhus.is-002

…það sniðuga við þetta, er að allir sem að sjá vélina og blaðið, spyrja um þetta 🙂  Þetta er einn af þessum hlutum sem flestir virðast taka eftir og verða mjög spenntir yfir.  Þetta er það sem á “góðri íslensku” kallast conversation piece!

18-www.skreytumhus.is
…ég er í það minnsta kátari en skáti á skátamóti, syngjandi 🎵 🎶 Úmbarassa🎵 🎶 og klappandi með!

Ert þú kannski að fara að leita að gamalli ritvél? eða stenduru við hliðina á húsbandinu, sem brosir góðlátlega og hristir hausinn 🙂

22-www.skreytumhus.is-004

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Ósk rætist…

  1. Margrét Helga
    04.08.2015 at 09:11

    Vá!! Hún er (eins og sagt er á góðri íslensku) gordjöss!! 🙂 Smellpassar á borðið og æðislegt að hafa gömlu ferðatöskurnar undir…maður er bara kominn eitthvert lengst aftur í tímann… 🙂

    Til hamingju með flottu ritvélina þína! 🙂

  2. Ingibjörg Thomsen
    04.08.2015 at 09:19

    Ritvélin er dásemd og skil þig vel að hafa fallið í stafi yfir henni 😉
    Vintage og modern eru galdrar saman og með þínu handbragði verður allt einfaldlega dásamlegt ♥

  3. Sigga
    04.08.2015 at 10:20

    Til hamingju með ritvélina, þú varðst á undan mér! Ég sá hana inná síðunni en þá var hún farin! Ég er með sama drauminn um svona gamla ritvél, þessi er fullkomin! Takk fyrir yndilegu pósana þína:)
    Kveðja
    Sigga

  4. Aðalheiður
    04.08.2015 at 10:33

    Yndisleg færsla 🙂 Búiin að brosa út í eitt við lesturinn. Gullfalleg ritvél og skemmtilegur fontur. Til hamingju með afmælið 🙂

Leave a Reply to Ingibjörg Thomsen Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *